Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 24
24 | Sjómannablaðið Víkingur
1
EIN JARÐOLÍUTUNNA
Ekki var talið ráðlegt að lesta í
skipið olíufarm til að taka með til
baka enda hafði stjórn Kanada
lagst gegn því. Til að hægt væri
þó að tala um fyrstu olíuflutning-
ana þessa leið var tekin ein tunna
af jarðolíu og frá henni gengið
rammlega í þilfars geymslu skips-
ins áður en haldið var til baka.
Manhattan sigldi frá Prudhoeflóa
21. september 1969. Í Viscount
Melville sundi var skipið í mánað-
ar tíma við prófanir og athuganir
við margskonar aðstæður, prófanir
á vélum og útreikningar á því
hversu mikið afl þyrfti til að skip
af þessari gerð kæmist leiðina án
aðstoðar ísbrjóta.
Ferðin gekk ágætlega þó tafir
væru vegna íssins og út úr
Lancastersundi fór skipið 30.
október 1969 og kom til Halifax
8. nóvember 1969. Þaðan var haldið
til New York og komið þangað 12. nóv-
ember 1969. Eftir ferðina var skipið tekið
í þurrkví til skoðunar og komu í ljós
nokkrar skemmdir eftir barninginn við ís-
inn, þó ekki meiri en svo að þær einar og
sér gáfu ekki tilefni til að afskrifa sigl-
ingaleiðina til olíuflutninga.
ÖNNUR FERÐ SUMARIÐ 1970
Næsta sumar 1970 var enn lagt upp í ferð
á Manhattan og átti að sigla sömu leið en
nú með olíu til baka. Kanadamenn brugð-
ust heldur önuglega við og upphófst
margra ára pólitískt þref vegna málsins
því að olíuflutninga vildu Kanadamenn
alls ekki um þetta svæði.
Af ferð Manhattans er það hins vegar að
segja að eftir mikla erfiðleika á Baffinsflóa
var hætt við 22. maí 1970. Eftir þessar
ferðir höfðu menn fengið þá niðurstöðu
að til þess að mögulegt væri að halda uppi
olíuflutningum þessa leið þyrfti til þess 20
olíuskip af stærð Manhattans eða stærri,
sér styrkt til siglinga ís
og kostnaður við smíði
hvers skips yrði umtals-
vert hærri en venjulegra
olíuskipa eða 60 til 70
miljón dollara á skip.
Þrátt fyrir þennan gíf-
urlega kostnað var talið
að hann yrði aðeins
hluti af kostnaði og
rekstri olíuleiðslunnar
frá Prudhoeflóa til
Valdez sem talið var að
yrði tveir milljarðar
dollara. Olíuleiðsla var
lögð á árunum 1975-
1977 frá Prudhoeflóa til
Valdez, 800 mílna leið
(1287 km) og tekur 5 ½
sólarhring fyrir olíuna
að renna þennan spotta
.
„SIGLINGALEIÐIN
VERÐUR ALDREI FÆR“
Það voru miklar vonir
bundnar við siglingu
Manhattan þessa leið
og fréttir af sigl-
ingunni voru fyrir-
ferðamiklar á þeim
tíma. Auk væntan-
legra möguleika á
olíuflutningum var
um að ræða möguleika
á opnun nýrra víð-
áttumikilla landsvæða
sem áður höfðu verið
einangruð af heim-
skautaísnum. Þar var
um að ræða að því er
talið var mikil nátt-
úruauðæfi svo sem járn, kopar, silfur,
nikkel, blý og fleiri málma.
En það fór sem fór á þessum tíma og eftir
síðari ferð Manhattan var haft eftir
kanadískum prófessor í heimskautafræð-
um að norð-vestur leiðin yrði aldrei fær
né opin fyrir siglingar kaupskipa þó ís-
styrkt væru, áhættan væri slík að siglingar
um svæðið væru ekki verjandi.
Nú rúmum 50 árum eftir að siglingin var
farin eru gjörbreyttar aðstæður með hlýn-
un jarðar. Ís er nú miklu mun minni en
áður var og skip sigla bæði norð-vestur og
norð-austurleið í nokkru mæli þó að ekki
sé hægt að tala um mikla skipaumferð.
Venta Maersk, ísstyrkt skip fyrir heim-
skautasvæði í eigu Maersk skipafélagsins,
fór norð-austur leiðina frá austurströnd
Rússlands til Bremerhaven í október 2018
Olíulestunarstöð í Valdez.
Kanadíski ísbrjóturinn, John A. Macdonald, sem fylgdi og aðstoðaði
Manhattan í ferðinni ásamt bandaríska ísbrjótnum North Wind.
Hér staddur við Baffineyju.