Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 28
Fredrik Allmenningen Rosså 1. stýrimaður
á Stril Mermaid Noregi fyrir myndina,
„Æfing í björgunarneti“. Þetta höfðu dóm-
ararnir um myndina að segja. „Það sem við
héldum okkur við í þessari mynd voru
litirnir – rauður, hvítur og gulur. Við erum
á leiðinni í sjóinn og fólkið brosir. Lífleg
mynd og greinilegt að einstaklingarnir tveir
eru spenntir og glaðir. Sterku litirnir fara
vel með skýru köflóttu mynstrinu.“
Jmaurr Og sjómaður á hinu danska
fragtskipi, Jens Mærsk. „Teygt úr fót-
um“ kallar Jmaurr myndina. Dóm-
ararnir sögðust hafa farið fram og til
baka með þessa mynd. Uppbygging
hennar er kórrétt, var niðurstaða
þeirra. Þarna er forgrunnur, aðalefni
og bakgrunnur. Auk þess er þetta svo-
lítið sérstakt sjónarhorn og skemmti-
legt. Einskonar selfie, mætti segja.
1
2
28 | Sjómannablaðið Víkingur
NORÐURLANDA
Hilmar Snorrason skipstjóri
ljósmyndakeppni
Sjómanna 2023
Úrslitin í Norðurlandaljósmyndakeppni sjómanna eru kunn. Þar varð Hlynur Ágústsson í öðru sæti. Nú skulum við hins vegar hyggja
að þeim fimm myndum sem dómnefndin í Haugasundi taldi rétt að vekja sérstaka athygli á. Nefndin vildi líf í myndirnar – þó ekki
alltaf lit – og gjarnan eitthvað persónulegt. Myndunum fimm var ekki raðað í sæti heldur allar lagðar að jöfnu á heiðrunarskalanum.