Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 29
Sjómannablaðið Víkingur | 29 4 5 Leena Numminen, þerna á Silja Serenade frá Finnlandi, á myndina „Fara heim“. Dómurum fannst myndin ekki tæknilega fullkomin. Ljósmyndarinn hefur þess í stað lagt áherslu á innihaldið sem með hjálp taska gefur í skyn eitthvað sem er látið liggja á milli hluta. Við giskum á að myndin segi okkur að einhver sé að leggja af stað eða að fara eitthvað. Myndin segir sögu og það hreif okkur, hljómaði útskýring dómaranna. Reanmer Jean B. Baldoza, þriðji stýrimaður á Star Lygra / Stal Livorno frá Nor- egi, sendi myndina „Hafið himnaríki“ sem dómurum fannst vera fín stemnings- mynd, sem innihéldi marga fína þætti sem koma upp úr þokunni eftir nánari skoðun. Köldu litirnir gefa flotta mynd með fínum línum, beinan sjóndeildarhring og skip í bakgrunni. Jörgen Språng, sem hreppti fyrsta sætið, á einnig mynd í heiðurssæti. „Alltaf brosandi“ nefnist hún. Dómurunum þótti hún flott svart-hvít hversdagsmynd sem segir sitt. Hvað varðar innihald fellur þú fyrir því. Maðurinn er brosandi þar sem hann situr með pensilinn og málningarfötuna. Í bak- grunni sjáum við tvo vinna eða tala saman, sem skapar nokkra dýpt í myndinni. 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.