Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Qupperneq 41
Sjómannablaðið Víkingur | 41 þeirra fengu þó þriggja daga námskeið í meðferð skotvopna, aðrir urðu að læra af reynslunni einni saman. Þegar á leið sáu hernaðaryfirvöld að sér og sendu reynda hermenn um borð. SKIPALESTIR Gamlir taktar úr fyrra stríði voru strax rifjaðir upp. Skipalestir höfðu þá reynst góð vörn gegn kafbátahernaði Þjóðverja. Nú var sami háttur tekinn upp sem féll í misgóðan jarðveg hjá breskum skipstjór- um. Ófáir þeirra vildu fremur freista gæf- unnar upp á eigin spýtur en að vera að- þrengdir í hægfara skipalest tilneyddir að hlýða fyrirmælum sjóliðsforingja um hraða og stefnu. Flestir létu þó segjast en nutu samt ekki alltaf þeirrar verndar sem skipalestin átti að veita. Saga skipstjórans Henry Hunter og kolaflutningaskipsins ss. Uskmouth er gott dæmi þar um en það lagði upp frá Sunderland til Mónakó að kvöldi 17. nóvember 1939. ÓHEPPNI Það var komið kvöld þegar Hunter kallaði á karlana að leysa land- festar. Búið var að troða í skipið kolum eins og komst, alls 3.900 tonn- um. Hunter leist ekki alls kostar á siglinguna fram undan. Hann hafi fengið fyrirmæli um að sameinast skipalest sem átti að njóta verndar sjóhersins. Hængurinn var sá að lestin sigldi á níu hnúta hraða en há- markshraði Uskmouth var ekki nema átta og hálfur hnútur. Siglingin suður með austurströnd Englands, um úfinn Norðursjó- inn, varð því erfið Hunt og mönnum hans sem sögðu á endanum skilið við skipalestina og lögðu einskipa á Ermarsundið og síðan út á opið Atl- antshafið Hunter tók stóran sveig út fyrir Biscayaflóa í þeirri von að Þjóðverjarnir héldu sig nær landi. Spánn kom heldur ekki í sjón- mál en aðeins fáeinum vikum fyrr hefði Hunt- er haft landsýn með fram allri strönd Spánar og Portúgals. En þá var líka friður í heiminum. Nú var komið stríð. En hann hefði sannarlega betur siglt sína gömlu leið. Með því að fara djúpt út af Finisterrehöfða í Baska- landi stefndi hann beint í flasið á U-43 og kafbátsforingjanum Wilhelm Ambrosius sem þá var nýlega búinn að sökkva tveim- ur vöruflutningaskipum. SNERI Á ÞJÓÐVERJANA Liðin var vika síðan Uskmouth lagði upp frá Sunderland. Klukkan var ellefu að kvöldi. Það hafði verið sannkölluð veður- blíða alla siglinguna og komin ró yfir karlana í brúnni. Þriðji stýrimaður, J. Robe, stóð vaktina með kíki úti á stjórn- borðsvængnum. Skyndilega sá hann hvar loftbóluslóð nálgaðist og stefndi á skipið framanvert. Robe hentist inn í brúna og barði eldsnöggt á raddpípuna sem vakti skipstjórann um leið og hann hnipraði sig saman til að taka á móti högginu þegar sprengingin kæmi. En loftbólurnar smugu fram hjá og hurfu út í myrkrið. Augnabliki síðar var Hunter skipstjóri kominn í brúna. Og aftur nálgaðist dauðinn skipið. Í sama bili og skipsflautan var þeytt gerð- ist tvennt, Þjóðverjarnir misstu marks öðru sinni og loftskeytamaðurinn mors- aði SSSS út í loftið og strax á eftir upplýs- ingar um hvar skipið væri statt. Með því vonaðist Hunter til að flotastjórnin áttaði sig á að Uskmouth ætti í höggi við óvinakafbát. Og enn skutu Þjóðverjarnir úr djúpinu. Í þetta sinn fór skeytið sína leið fyrir aftan skut skipsins. Hunter hafði tekist að snúa á Ambrosius með því að beygja hart í ýmist stjór eða bak. Þýski kafbátsforinginn var ekki sáttur. Honum sveið að eyða árangurs- laust þremur verðmætum tundurskeytum á lítið vöruflutningaskip. SKOTNIR NIÐUR Um borð í Uskmouth sáu menn brátt hvað Ambrosius var að hugsa þegar kaf- báturinn reis allt í einu upp úr hafinu í Í seinna stríði fengu fjölmargir togarar nýtt hlutverk. Í stað þess að veiða fisk voru þeir nú á höttunum eftir þýskum kafbátum. Staðreyndin var samt sú að þeir voru tiltölulega auðveld bráð Þjóðverjum. Mynd: Imperial War Museum Arlington Court, sem myndin er af, var sökkt 16. nóvember 1939. Sex dögum síðar var franska kaupskipið Arijon skotið niður. Bæði urðu á vegi þýska kafbátsins U-43, undir stjórn Wilhelms Ambrosius. Uskmouth, tæplega 2.500 tonn að stærð, var þriðja fórnarlamb Ambrosiusar. Mynd: Walter E. Frost.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.