Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2023, Page 46
Á gamla Gullfossi var verið
að þrífa lestar eftir flutning á
hrossum og síld, sem var
mikið verk og vont. Þá gerð-
ist það eftir sólahringslotu að
hásetar og bátsmaður leituðu
á náðir Bakkusar sér til
hressingar, en áhrifin urðu al-
veg öfug. Sofnuðu sumir, en
aðrir slógu slöku við, þannig
að ósýnt var hvort lestar yrðu
kláraðar áður en lestun átti
að hefjast.
Þarna brugðust krosstré sem
önnur tré og ljúfmennið Sig-
urður Pétursson skipstjóri
óhuggandi. Kom hann að
máli við stýrimann sinn,
Kristján Aðalsteinsson, síðar
skipstjóra á nýja Gullfossi og fól honum að segja öllum
mönnunum upp, svona
nokkuð væri óverjandi. Stýri-
maður gerði sem skipstjóri
bauð og sagði öllum
mönnunum upp.
Skömmu síðar kom
Sigurður skipstjóri
aftur til stýrimanns
hálfu aumari en fyrr.
Sagðist ekki geta misst
þennan og ekki hinn
og taldi á fingrum sér
og áður en Sigurður
vissi af var hann bú-
inn að nefna nöfn
allra og þar með fyrir-
gefa þeim. Bað skipstjóri
nú stýrimann sinn að
ræða við drykkjumenn
um áframhaldandi veru
á skipinu.
Böggull fylgdi skamm-
rifi, þeir mættu aldrei
láta slíkt henda aftur
eða að minnsta kosti
láta vita áður og ekki
mætti nema helm-
ingurinn bregðast í
einu.
Kristján Aðalsteinsson
skipstjóri hló mikið
þegar hann sagði þessa
sögu.
á Englandi (á síðari hluta 19.
aldar) var það talið ósiðsam-
legt að setja bækur eftir karl-
og kvenrithöfunda hlið við
hlið í bókahillu, nema ef höf-
undarnir voru hjón.
*
Kvænist um fram allt. Ef þið
eignist góða konu verðið þið
hamingjusamir en ef þið fáið
slæma konu verðið þið heim-
spekingar.
Sókrates
*
„Hvaða Sylvíu varstu að tala
um upp úr svefninum í nótt?“
spurði eiginkonan manninn
sinn við morgunverðarborðið.
„Sylvíu? Sylvíu?“ endurtók
maðurinn. „Ó, jú, það er veð-
hlaupahestur sem ég veðjaði
svolítið á í gær, væna mín.“
Þegar maðurinn kom heim
um kvöldið, og þau hjón voru
sest að kvöldverði, sagði kon-
an: „Hesturinn sem þú veðjað-
ir á í gær hefur hringt tvisvar í
dag og spurt um þig, væni
minn.“
*
Hjónin voru á listsýningu.
Maðurinn var búinn að standa
lengi fyrir framan stórt olíu-
málverk sem bar nafnið „Vor“.
Það var af ungri stúlku, töfr-
andi fallegri, og var nekt
hennar hulin af nokkrum vor-
grænum laufblöðum sem
komið var fyrir á hernaðarlega
mikilvægum stöðum. Allt í
einu gall við húsbóndaleg
rödd eiginkonunnar: „Jósef,
hvað ætlarðu að standa þarna
lengi? Ætlarðu að bíða til
hausts - eða hvað?“
*
Maður sat við stofugluggann
heima hjá sér og horfði út. Allt
í einu kallar hann til konu
sinnar, sem er í eldhúsinu:
„Þarna er konan sem nágranni
okkar er svo ástfanginn af.“
Konan fleygir frá sér diskum
og bollum og kemur hlaup-
andi inn í stofuna og veltir um
lampa á leiðinni.
„Hvar, hvar er hún?“ spyr hún
másandi. „Þarna fyrir framan
húsið þeirra.“ „Asninn þinn,“
hvæsir konan. „Þetta er konan
hans.“ „Já, auðvitað, en ekki
hvað?“
Gullfoss leggur að landi í Kaupmannahöfn. Ljósmynd / Úr safni Holger Petersen.
Lestarhreinsunin
LAUSN KROSSGÁTUNNAR!
46 | Sjómannablaðið Víkingur
Heiðar Kristinsson
sendi okkur þessa frásögn.