Víkurfréttir - 10.01.2024, Síða 12
Hvatagreiðslur fyrir eldri íbúa
n Nýjar reglur um hvatagreiðslur fyrir 67 ára og eldri hafa tekið gildi í Reykjanesbæ
Nú um áramót tóku í
gildi reglur í Reykja-
n e s b æ u m h v a t a-
greiðslur sem niður-
g r e i ð a í þ r ó tt i r o g
tómstundir fyrir íbúa,
67 ára og eldri. Víkur-
f r é tt i r r æ d d u v i ð
Hafþór Barða Birg-
isson, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa Reykja-
nesbæjar, sem fór yfir
hvernig fyrirkomulagi
hvatagreiðslnanna er
háttað.
„Það er rétt að Reykjanesbær
býður nú í fyrsta sinn hvata-
greiðslur til 67 ára og eldri,“ segir
Hafþór Barði. „Það er almanaks-
árið sem gildir þannig að þeir sem
verða 67 ára á árinu eiga rétt á
hvatagreiðslunum sem nema 45
þúsund krónum á ári og með þeim
viljum við hvetja eldri borgara
til frekari þátttöku í íþrótta- og
tómstundastarfi, sama hvort það
leggur stund á leikfimi, sund, golf
eða tónlistarnám. Það skiptir ekki
öllu hvaða íþrótt eða tómstund við-
komandi velur, aðalatriðið er að
auðvelda fólki að vera áfram virkt í
sínu samfélagi. Þess ber að geta að
ónýttar hvatagreiðslur fyrnast um
hver áramót en safnast ekki upp.“
Hafþór bendir jafnframt á að
hvatagreiðslur falli vel að stefnu
Reykjanesbæjar í lýðheilsumálum.
„Reykjanesbær er heilsueflandi
samfélag og markmiðið
er að halda íbúum heilsu-
hraustum eins lengi og
kostur er. Við viljum að
fólk geti verið eins lengi
og það vill heima hjá sér
og þurfi ekki að leggjast
inn á stofnun heilsu
sinnar vegna. Með þátt-
töku í tómstundastarfi
spornar fólk við andlegri
og líkamlegri hrörnun og
eykur þannig lífsgæði sín.
Það má ekki gleyma
félagslega þættinum sem
er fólginn í því að hitta annað fólk
reglulega. Ef fólk gefur sér ekki
tíma til þess er hætt við félagslegri
einangrun sem bitnar þá á andlegri
heilsu viðkomandi. Andlegt heil-
brigði er ekki síður mikilvægt en
líkamlegt, ekki síst eftir því sem
maður eldist.“
Hvernig ber fólk sig að til að nýta
hvatagreiðslurnar?
„Mörg íþróttafélög eru að nota
kerfið Sportabler. Þar skráir maður
sig með rafrænum hætti í félög,
tómstundir eða á námskeið og
þegar kemur að greiðsluþættinum
er boðið upp á að láta hvatagreiðslu
ganga upp í gjaldið. Ég hef rætt við
forsvarsmenn deilda og félaga sem
eru boðnir og búnir að aðstoða þá
sem þess þurfa við skráninguna en
við vitum vel að fólk kann misvel á
tölvur og þess háttar.
Svo er líka hægt að borga á
gamla mátann og koma með
kvittun á þjónustuborðið í ráð-
húsinu. Þá þarf að fylla út eyðu-
blað með bankaupplýsingum til
að leggja hvatagreiðslurnar inn á.
Það verður svo gert innan tveggja
vikna en ég þarf að yfirfara og skrá
allar beiðnir.“
Ekki aðalatriðið í hvað fólk
notar hvatagreiðslurnar
„Við höfum ekki sett neinar tak-
markanir á í hvað fólk geti notað
hvatagreiðslurnar. Það sem við
viljum fyrst og fremst sjá er að fólk
nýti þær í eitthvað uppbyggilegt
fyrir sjálft sig, eitthvað sem stuðli
að bættri heilsu og heilbrigði. Ég
á ekki von á því að fjöldi þeirra
sem nýti hvatagreiðslurnar verði
það mikill að kostnaðurinn fari
úr böndunum, það hefur reynslan
sýnt í öðrum sveitarfélögum
sem hafa tekið upp sambæri-
legar greiðslur, en ef það gerist þá
þurfum við bara að endurskoða
málin – aðalmálið er að virkja fólk
til að vera hluti af þessu heilsu-
eflandi samfélagi okkar.“
Allar upplýsingar um hvata-
greiðslur fyrir íbúa, 67 ára og
eldri, í Reykjanesbæ er að finna
á heimasíðu sveitarfélagsins
[www.reykjanesbaer.is].
SÓLRISUMESSA - SÓLRISUKAFFI
Árleg sólrisumessa í Sandgerðiskirkju sunnudaginn 14. janúar
kl. 14.00. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Sólrisukaffi fyrir eldri borgara að messu lokinni í Samkomuhúsinu í Sandgerði kl. 15.
Kvenfélagið Gefn í Garði sér um veitingar.
Kaffihlaðborð kr. 3.000,- á mann. Posi á staðnum.
Tónlistaratriði frá tónlistarskólum Garðs og Sandgerðis.
Hljómsveitin Suðurnesjamenn spilar.
Félag eldri borgara á Suðurnesjum, Kvenfélagið Gefn,
Eldeyjarkórinn og Sandgerðiskirkja.
Fjölskylduvænt samfélag
Þann 13. desember
síðastliðinn var sam-
þykkt á bæjarstjórnar-
fundi Suðurnesjabæjar
f járhagsáætlun fyrir
árið 2024. Sjá má skýrt
að áhersla er lögð á
stuðning við barnafjöl-
skyldur og er það í sam-
ræmi við þau markmið
sem Framsókn hefur lagt upp
með frá kosningum. Mikilvægt
er að hér sé vænlegt að búa og er
stuðningur við barnafjölskyldur
þáttur í því að laða að fjölskyldu-
fólk í sveitarfélagið.
Mikilvægt skref sem var tekið
þegar niðurgreiðsla á máltíðum
nemenda í grunnskólum Suður-
nesjabæjar var aukin úr 50% í
60% ásamt því að innleiddur
var fjölskylduafsláttur sem þýðir
að gjaldfrjálst verður fyrir börn
frá sömu fjölskyldu umfram tvö
börn. Það gerir börnum kleift
jafnari aðgang að heitri máltíð í
hádeginu. Heit máltíð í hádeginu
tryggir m.a. að börn fái mikilvæga
næringu og orku en holl og góð
næring er grunnþáttur í þroska
barna og ungmenna og mikilvæg
fyrir vöxt og þroska. Þannig er
verið að lækka greiðslubyrði á
fjölskyldur er kemur að kostnaði
vegna hádegismatar fyrir börn
sem gefur aukið svigrúm fyrir
fjölskyldur til að ráðstafa fé sínu
í annað sem nýtist þeim.
Einnig má nefna að hækkaðar
hafa verið umönnunarbætur fyrir
foreldra sem ekki nýta dagvistun
hjá dagforeldrum. Sú upphæð
hækkar úr 45 þúsund krónum
upp í 100 þúsund
krónur fyrir hvern
mánuð. Greiðslunum
er háttað með þeim
hætti að fyrsta greiðsla
er að loknum réttindum
til fæðingarorlofs og
greiddar þar til barn fær
inngöngu í leikskóla eða
verður tveggja ára. Hér
er skref tekið til að brúa bilið sem
oft kemur til eftir að fæðingaror-
lofi lýkur og þar til að barn fær
inngöngu í leikskóla. Mikilvægt
er að gera foreldrum kleift á að
vera heima með börnum sínum
fyrstu tvö árin ef þess er kosið
og er þetta mikil framför í þeim
efnum.
Þá er niðurgreiðsla dagvist-
unargjalda hjá dagforeldrum
hækkuð. Eftir að barn hefur náð
átján mánaða aldri er niður-
greiðsla hækkuð úr 80 þúsund
í 112 þúsund á mánuði m.v. átta
klst. vistun þar til að barni verður
boðin innganga í leikskóla.
Allt eru þetta mikilvægir
þættir í því að styðja við barna-
fjölskyldur og á sama tíma eins
og hefur komið fram brúa bilið
sem oft reynist erfitt eftir að
fæðingarorlofi lýkur.
Við í Framsókn erum gríðar-
lega stolt af þessum breytingum
og munum halda áfram að styðja
við og stuðla að því að í Suður-
nesjabæ er gott að búa.
Úrsúla María Guðjónsdóttir,
bæjarfulltrúi Framsóknar í
Suðurnesjabæ og formaður
fræðsluráðs.
Auka aðgengi hópa að viðburðahaldi
í sviðslistum í sölum Hljómahallar
Hugmyndir að styrkjum til við-
burðarhalds í Hljómahöll voru
til umræðu á síðasta fundi
menningar- og þjónusturáðs
Reykjanesbæjar. Tómas Young,
forstöðumaður Hljómahallar,
kynnti málið fyrir ráðinu.
Tómas kynnti fyrirhugaða styrki
til tónleikahalds í Hljómahöll.
Markmiðið með styrkjunum er
auka aðgengi hópa að viðburða-
haldi í sviðslistum í sölum Hljóma-
hallar sem myndu annars ekki eiga
kost á viðburðahaldi í húsinu, að
styðja við að sem fjölbreyttasti
hópur listafólks fái tækifæri til að
koma fram í Hljómahöll og að auka
nýtingu á salarkynnum og aðstöðu
í Hljómahöll.
Sjóðurinn er ætlaður ungum
listamönnum og fólki sem er ungt
í list sinni þar sem það þykir fyr-
irséð að innkoma viðburðarins
myndi annars ekki standa straum
af kostnaði við viðburðahaldið.
Lögð er áhersla á að veita fyrst
viðburðum styrki til viðburðahalds
sem uppfylla framangreindar skil-
greiningar. Aðrir styrkhæfir við-
burðir eru góðgerðarviðburðir,
viðburðir ætlaðir börnum eða
eldri borgurum þar sem enginn
aðgangseyrir er greiddur.
Í styrknum felst salarleiga, tímar
tæknimanna, afnot af tæknibúnaði
Hljómahallar og starfsfólk í miða-
sölu. Ef óskað er eftir þjónustu
umfram það sem felst í styrknum
greiða listamenn sérstaklega fyrir
það. Af miðasölunni er dregin frá
miðagjöld Tix.is og STEF-gjöld.
Að öðru leyti rennur miðasala til
listamanna, segir í fundargerð
menningar- og þjónusturáðs. Þar
kemur einnig fram að ráðið fagnar
tilkomu styrkjanna og leggur til að
styrkurinn sé vel kynntur á því ári
sem nú er nýhafið.Hafþór Barði
Birgisson, íþrótta-
og tómstundafulltrúi
Reykjanesbæjar.
Svarta pakkhúsið verði fjölnota menningar-
hús með lifandi menningarstarfsemi
Erindi hefur verið sent Eignasjóði Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir að
Svarta pakkhúsinu verði komið í nothæft ástand svo það geti orðið aðsetur
menningarhópa í sveitarfélaginu og nothæft fjölnota menningarhús með
lifandi menningarstarfsemi þar sem boðið verður upp á námskeið, mynd-
listarskóla, vinnustofur, vinnuaðstöðu, sýningar og viðburði af ýmsum toga.
Þetta kemur fram í fundargögnum frá menningar- og þjónusturáði Reykja-
nesbæjar.
Ástand Svarta pakkhússins í dag er óviðunandi og ekki boðlegt undir neina
starfsemi. Þá hefur einungis verið hægt að nýta jarðhæð hússins en góð að-
staða er á efri hæð sem ekki hefur verið hægt að nýta vegna skorts á bruna-
vörnum. Sú staða er uppi í dag að ýmsir menningarhópar í sveitarfélaginu
hafa ekki aðsetur undir starfsemi sína og eru á hrakhólum. Svarta pakkhúsið
er eina húsnæðið sem menningar- og þjónustusvið hefur til umráða og getur
nýst til slíkrar starfsemi.
Menningar- og þjónusturáð styður hugmyndina um að Svarta pakkhúsið
verði að fjölnota menningarhúsi fyrir starfandi menningarhópa í sveitar-
félaginu og leggur áherslu á að farið verði í viðhald á húsnæðinu sem fyrst.
12 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM