Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Síða 14

Víkurfréttir - 23.05.2024, Síða 14
LÓÐIR TIL ÚTHLUTUNAR Í SUÐURNESJABÆ Suðurnesjabær auglýsir eftir umsóknum um lausar lóðir í öðrum áfanga Teiga- og klapparhverfis í Garði Um er að ræða lóðir við Háteig: n 40 íbúðaeiningar í raðhúsum n 8 íbúðaeiningar í parhúsum n 10 íbúðareiningar í fjölbýlishúsi Umsóknir um raðhúsa- og fjölbýlishúsalóðir þurfa að vera frá lögaðilum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Parhúsalóðum verður úthlutað jafnt til lögaðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, sem og einstaklinga, ef um er að ræða sameiginlega umsókn um báðar íbúðir á lóðinni sbr. gr. 6 í reglum um úthlutun lóða. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is. Vakin er athygli á að skv. gr. 3a í reglum um úthlutun lóða þurfa umsóknir um lóðir að berast a.m.k. 2 sólarhringum fyrir næsta fund framkvæmda-og skipulagsráðs sem er áætlaður þann 28. maí nk. Jón Ben Einarsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Suðurnesjabæjar Auglýsa lóðir fyrir 58 íbúðaeiningar við Háteig Suðurnesjabær hefur auglýst eftir umsóknum um lausar lóðir í öðrum áfanga Teiga- og klappar- hverfis í Garði. Um er að ræða tólf íbúðaeiningar í þriggja íbúða raðhúsum við Háteig. Tuttugu og átta íbúðaeiningar í fjögurra íbúða raðhúsum við sömu götu. Einnig átta íbúðaeiningar í par- húsum og tíu íbúðareiningar í fjölbýlishúsi. Umsóknir um raðhúsa- og fjöl- býlishúsalóðir þurfa að vera frá lögaðilum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Parhúsalóðum verður úthlutað jafnt til lögaðila í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð, sem og einstaklinga, ef um er að ræða sameiginlega umsókn um báðar íbúðir á lóðinni sbr. gr. 6 í reglum um úthlutun lóða. Umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar en umsóknir um lóðir eiga að berast a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir næsta fund framkvæmda- og skipulagsráðs sem er áætlaður þann 28. maí nk. Loka á mánudögum til að lengja opnunartíma Opnunartíma í Duus safna- húsum í Reykjanesbæ hefur verið breytt á þann veg að fram- vegis verður lokað á mánudögum en opið aðra daga frá kl. 12 til 17 eins og áður. Breytingin er liður í því að geta boðið upp á lengri opnunartíma yfir sumarmán- uðina og verður opið frá kl. 10 á morgnana í júní, júlí og ágúst. Breytingin hefur auk þess í för með sér að aðgengi skólahópa að húsunum eykst en næsta vetur geta þeir komið í hús frá kl. 08:30 á morgnana. Enska heitið verði Duus Museum Hub Fulltrúar stofnana í Duus safna- húsum leggja til breytingu á ensku heiti Duus safnahúsa úr Duus Museum í Duus Museum Hub. Ástæðan er sú að fyrrnefnda heitið hefur valdið misskilningi hjá erlendum gestum sem telja að um sjálfstætt safn sé að ræða en ekki sýningarhús fyrir söfn bæjarins. Nýja heitið gefur til kynna að þar sé miðstöð safna í Reykjanesbæ. Menningar- og þjónusturáð styður þessa breytingu á ensku heiti hússins. Séð yfir svæðið þar sem lóðirnar eru í boði. VF/Hilmar Bragi Horft yfir Garðskaga í Suðurnesjabæ. VF/Hilmar Bragi Duus safnahús og Gamla búð í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi Ráðist verði í breytingar á dvalartíma barna Fræðsluráð Suðurnesjabæjar telur mikilvægt að ráðist verði í breytingar á dvalartíma barna til að koma til móts við áskoranir sem starfsfólk og börn í leik- skólum glíma við. Þetta kemur í afgreiðslu ráðsins á síðasta fundi sínum. Fræðsluráð telur fækkun starfs- daga á skólaárinu lykilþátt í að stytta dvalartíma barna og minnka álag á starfsfólk og þannig auka gæði menntunar á leikskólastiginu. Fræðsluráð mælir með að teknar verði upp bindandi skráningar- dagar á ellefu tilteknum dögum skólaárið 2024-2025. Málinu var vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Markmið að standast fjárhagsleg viðmið Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða eftirfarandi markmið fyrir vinnslu fjárhagsá- ætlunar Suðurnesjabæjar fyrir árin 2025 til 2028. Markmiðin voru sett fram í minnisblaði bæjarstjóra. Megin markmið verði að stand- ast fjárhagsleg viðmið um jafnvæg- isreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%. Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári á næstu árum, til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára. Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum, þannig að lántökum verði haldið í lágmarki. Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjár- málum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtíma- markmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitar- félaginu ber að gera. Þá segir að gjaldskrá þjónustu- gjalda haldist í takti við þróun verðlags. Leigja ekki hús- næði Keilis Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka ekki húsnæði Keilis að Grænásbraut 910 á leigu samkvæmt fyrirliggjandi tilboðum. Lagt var fram minnis- blað ásamt greinargerð og ástandsmati á húsnæði Keilis auk leigutilboða á síðasta fundi bæjarráðs. 14 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.