Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Side 19

Víkurfréttir - 23.05.2024, Side 19
Úrslitarimmurnar í körfuknattleik og fótboltinn farinn að rúlla Suðurnesjaliðin í stóru boltaíþróttagreinunum eru á fullu þessa dagana, úrslitarimmurnar í körfubolta og svo er fótboltinn byrjaður að rúlla á fullu. Í körfunni eiga öll stóru liðin sinn fulltrúa, kvennamegin eru það grannarnir úr Reykjanesbæ og Grindavík heldur uppi heiðri karlaliðanna en þeir eru í harðri rimmu við Valsmenn. Keflavík er búið að vinna fyrstu tvo leikina og fór þriðji leikurinn fram á þeirra heimavelli á mið- vikudagskvöld, í þann mund sem Víkurfréttir fóru í prentun. Báðir sigrar Keflavíkur hafa verið til- tölulega öruggir en flestir áttu von á jafnri rimmu, ekki síst þar sem einn lykilleimanna Keflavíkur, Birna Valgerður Benónýsdóttir, sleit krossbönd í undanúrslita- rimmunni við Stjörnuna. Njarðvík- ingar voru ekki nógu ánægðir með stuðninginn í heimaleiknum sínum á laugardagskvöldið en stuðn- ingsmenn Keflavíkur áttu Ljóna- gryfjuna það kvöldið. Verður fróð- legt að sjá hvort ljónin hafi vaknað í þriðja leiknum og hafi komið rimmunni aftur í Ljónagryfjuna, sá leikur er á laugardagskvöld ef til hans kemur. Karlamegin vann Grindavík einn sinn sætasta sigur í langan tíma. Þeir töpuðu fyrsta leiknum við Val og það þarf ekki sérfræðing til að sjá að lenda 0-2 undir er brekka, engum hefur tekist að koma til baka í lokaúrslitum efstu deilda með þannig stöðu. Grindvíkingar voru undir u.þ.b. 95% tímans og það gerir sigurinn þeim mun sætari. Deandre Kane sýndi heldur betur úr hverju hann er gerður, hann skoraði 35 stig, tók tólf frá- köst og nýtti 73% skota sinna, níu sinnum var brotið á honum! Fáheyrðar tölur og ljóst að kóng- urinn þarf að halda þessum dampi ef Grindavík ætlar sér alla leið. Þriðji leikurinn er að Hlíðarenda á morgun, fimmtudag, og fjórði leikurinn í Smáranum á sunnu- dagskvöld. Í fótboltanum er einungis einn fulltrúi af Suðurnesjunum í efstu deild en Keflavík leikur í Bestu deild kvenna. Þær hafa hins vegar átt við ramman reip að draga og eru stigalausar í neðsta sæti. Í síð- asta leik steinlágu þær á Akureyri fyrir Þór/KA, 4-0. Næsti leikur er á móti Þrótti á heimavelli, laugar- daginn 25. maí kl. 14:00. Gengið í bikarnum hefur samt verið betra, þær eru komnar í átta liða úrslit eftir að hafa unnið Gróttu í sextán liða úrslitum 1-3. Þær mæta Breiðablik í átta liða úrslitum. Þrjú lið eru í Lengjudeild- inni [næstefsta deild karla] og hefur gengi liðanna verið mis- jafnt. Njarðvíkingar hafa komið skemmtilega á óvart, eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og mæta ÍBV í næsta leik á heimavelli laugardaginn 25. maí kl. 16:00. Í síðasta leik unnu þeir Þrótt Reykjavík á útivelli, 0-1. Gengið í bikarnum verið daprara, þeir féllu úr leik í annarri umferð gegn Gróttu, 3-2. Keflvíkingar komust loksins á sigurbraut eftir tvö töp og unnu Aftureldingu örugglega á heima- velli, 3-0. Næsti leikur í deildinni á móti Þór á Akureyri laugardaginn 25. maí kl. 12:00. Gengi þeirra í bikarnum hefur hins vegar verið frábært, þeir slógu Skagamenn út í 16-liða úrslitum og mæta Valsmönnum í næstu um- ferð. Gengi Grindavíkurliðanna hefur verið upp og ofan. Karla- liðið hefur ekki fengið þá byrjun sem vænst var, tvö jafntefli og tap í fyrstu þremur leikjunum og sitja í tíunda sæti. Næsti leikur verður á móti Aftureldingu á útivelli laugardaginn 25. maí kl. 13:00. Grindavík mætti Íslands- og bikar- meisturum Víkings í sextán liða úr- slitum bikarsins og töpuðu 1-4 en þau úrslit gáfu ekki rétta mynd af leiknum. Grindvíkingar minnkuðu muninn í 1-2 og fengu betri færi en Víkingar sem settu síðustu tvö mörkin á lokamínútunum. Kvennalið Grindavíkur hefur unnið einn leik og tapað einum í deildinni en gengið í bikarnum hefur verið betra, þær eru komnar í átta liða úrslit eftir að hafa slegið Skagakonur út í 16-liða úrslitunum og mæta Valskonum næst. Næsti leikur í deildinni hjá Grindavík er gegn Aftureldingu á heimavelli, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 19:15. Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum eru fulltrúar Suðurnesja í aðra deild karla. Gengið hefur ekki verið sem skyldi, Þróttur í ellefta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki og Reynir með þrjú stig eftir þrjá leiki. Þróttur á heimaleik fimmtudags- kvöldið 23. maí kl. 19:15 og mætir KFG en Reynir mætir KFA á útivelli laugardaginn 25. maí kl. 14:00. Víðir í Garði er um miðja þriðju deildina með fjögur stig eftir þrjá leiki. Víðismenn mæta Vængjum Júpiters föstudagkvöldið 24. maí kl. 19:15. Suðurnesin eiga einn fulltrúa í fjórðu deild, lið RB vermir botninn stigalaust eftir tvo leiki. Næsti leikur RB er gegn Kríunni. Hafnir eru í öðru sæti í A-riðils fimmtu deildar eftir fyrstu umferð en Hafnamenn unnu stórsigur á Spyrni, 7-0. Næsti leikur þeirra er gegn Létti á útivelli fimmtudags- kvöldið 23. maí kl. 20:00. Deandre Kane. Mynd/Ingibergur Þór Lykileikmenn beggja liða, Selena Lott hjá Njarvík og Sara Rún Hinriksdóttir hjá Keflavík. VF/JPK Sami Kamel hefur leikið vel með Keflavík og hefur sýnt afburðarleikmaður í Lengjudeild karla. Hér fagnar seinna marki sínu í sigri á Aftureldingu. VF/JPK Njarðvíkingar hafa komið skemmtilega á óvar í Lengjudeild karla og sitja einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. VF/JPK Keflavík hefur gengið illa í Bestu deild kvenna en eru komnar í átta liða úrslit Mjólkubikarsins. VF/JPK ÍÞRÓTTIR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is sport

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.