Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 23.05.2024, Qupperneq 22
Adam Árni Andersen var í byrjunaliði Grindavíkur sem mætti Fjölni í opnunarleik Lengjudeildar karla í ár. Adam lenti í samstuði við varnarmann Fjölnis strax á tíundu mínútu og fékk olnbogaskot í kjálkann. Fjölnismenn voru nýbúnir að ná forystu úr vítaspyrnu sem margir töldu vafasaman dóm (4’) og Grindavík sótti skömmu síðar, Kristófer Konráðsson átti þá góða sendingu fyrir mark Fjölnis þar sem Adam Árni var mættur í skallann en lá óvígur eftir í teignum eftir að hafa fengið olnbogaskot á kjálkann. Þrátt fyrir að dómari leiksins hafi verið í kjöraðstöðu til að sjá brotið dæmdi hann ekkert, síðar kom í ljós að Adam Árni hafði kjálkabrotnað. Hann fór því meiddur af velli á sextándu mínútu. „Mér finnst mjög skrítið að hann skuli ekki hafa dæmt neitt, sér- staklega af því að það var verið að dæma fyrir allskonar „soft“ brot úti um allan völl,“ segir Adam Árni í viðtali við Víkurfréttir. Flestir þekkja Adam Árna sem Róbertsson en á Facebook er hann skráður Andersen svo fyrsta spurning til Adams var hvernig standi á því. „Ég er hálfdanskur og þetta er ættarnafnið mitt, ég er skráður Andersen í þjóðskrá og vil frekar nota það. Ég lét breyta þessu fyrir nokkrum árum en það tekur bara einhvern tíma að ná þessu í gegn alls staðar,“ segir Adam. Hélt fyrst að hann hefði misst tönn Eins og fyrr segir fór Adam meiddur af velli og síðar átti eftir að koma í ljós að um kjálkabrot var að ræða og hann fór í aðgerð fyrir rúmri viku síðan. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst tönn en svo kom í ljós að það kom sprunga í kjálkann og það mynd- aðist bil á milli tannanna þegar kjálkinn gliðnuðu í sundur. Þetta verður til þess að ég verð frá keppni í þrjá mánuði hið minnsta,“ segir Adam súr. „Ég má byrja að æfa hlaup, skot og þess háttar en ég má alls ekki fara í nein átök eða snertingu. Ef ég fengi bolta eða hönd í andlitið eru mestar líkur á að brotið taki sig upp aftur, þetta er víst það viðkvæmt.“ Þetta hljóta að vera vonbrigði, sérstaklega svona snemma á tímabilinu. „Já, vissulega eru þetta von- brigði. Maður var orðinn vel spenntur fyrir tímabilinu og mér finnst liðið á góðu róli. Ég reyni að hugga mig við það að manni finnst tímabilið alltaf svo stutt hérna á Íslandi – vonandi verður upplifunin líka þannig núna og ég verði kominn út á völl áður en ég veit af. Fram að því ætla ég að vera öflugasti liðsstjóri landsins,“ segir Adam sem ætlar að halda sér í góðu formi og vera tilbúinn þegar hann má byrja að spila á ný. „Ég ætla að vera duglegur í gymminu og Nonni styrktarþjálfari [Jón Aðalgeir Ólafsson] á sko eftir að fá að vinna fyrir kaupinu sínu í sumar,“ sagði Adam Árni Andersen að lokum. Röntgenmyndin sýnir vel sprunguna sem myndaðist við höggið. Ætlar að vera öflugasti liðs- stjóri landsins – Adam Árni Andersen, leikmaður knatt- spyrnuliðs Grindavíkur, kjálkabrotnaði í opnunarleik Lengjudeildar karla og mun því missa af stórum hluta tímabilsins. Adam Árni skipti yfir í Grindavík fyrir þetta tímabil en hann lék með Þrótti Vogum í fyrra. Mynd/Knattspyrnudeild Grindavíkur á Facebook Hér má sjá þegar brotið á sér stað. Dómarinn er vel staðsettur til að sjá hvað gerist og ef vel er rýnt í myndina sést hvernig handleggur varnarmannsins er fyrir ofan hendur Adams. Skjáskot/Lengjudeildin á YouTube Adam var með markahæstu mönnum í annarri deild á síðasta ári. Hér skorar hann af harðfylgi í leik gegn Haukum. VF/JPK Það má sjá leikinn á Lengjudeildin á YouTube. Atvikið umrædda á sér stað rétt fyrir nítjándu mínútu útsendingarinnar. Ég hélt fyrst að ég hefði misst tönn en svo kom í ljós að það kom sprunga í kjálkann og það myndaðist bil á milli tannanna þegar kjálkinn gliðnuðu í sundur ... VIÐTAL Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is 22 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.