Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2024, Page 23

Víkurfréttir - 23.05.2024, Page 23
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Störf í leik- og grunnskólum Drekadalur - Kennarar Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennarar Heiðarskóli - Aðstoðarskólastjóri Háaleitisskóli - Kennari í textílmennt Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstigi Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig Myllubakkaskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig Stapaskóli - Starfsfólk skóla Stapaskóli leikskólastig - Deildarstjóri Stapaskóli leikskólastig - Kennari Önnur störf Menningar- og þjónustusvið - Þjónustufulltrúi í þjónustuveri Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra Velferðarsvið - Heima- og stuðningsþjónusta, sumarafleysingar Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Guðlaug Emma innanfélagsmeistari fimleikadeildar Keflavíkur Innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur í áhaldafimleikum og hópfimleikum var haldið á dögunum í Akademíunni. Guðlaug Emma Erlingsdóttir vann titilinn innanfélagsmeistari fimleika- deildar Keflavíkur í áhaldafimleikum kvenna að þessu sinni og stúlkurnar í H4 hópnum urðu innanfélagsmeistarar í hópfimleikum. Mótið gekk mjög vel og lagt var upp með það að allir færu glaðir heim að móti loknu en margir iðkendur voru að keppa í fyrsta skiptið. Allir keppendur stóðu sig virkilega vel, sýndu miklar framfarir og fengu góða reynslu í reynslubankann og er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum fimleikaiðkendum. ATVINNA Leitum að duglegu og ábyrgu fólki til að bera út blöð og annað prentefni í Keflavík. Vinnan fer fram á morgnana og á útburði að vera lokið fyrir klukkan 7:00 á morgnana sex daga vikunnar, mánudaga til laugardaga. Ef þetta er eitthvað sem sem gæti átt við þig sendu þá skilaboð í síma 7805309 eða email jsbdreifing@gmail.com og við munum hafa samband við þig. HÁMUNDUR ÖRN ER TIPP- MEISTARINN Reykjanesbær var eins og draugabær á sunnu- daginn þegar úrslitaleikurinn í tippleik Víkurfrétta fór fram, samhliða síðustu umferðinni í ensku úr- valsdeildinni. Eflaust voru sumir meira spenntari fyrir lokaumferðinni í þeirri ensku en talið er að langflestir hafi verið að fylgjast með slag Reykja- nesbæinganna, Magnúsar Tóka og Hámundar Arnar Helgasonar. Samningar tókust ekki við stóru sjónvarpsstöðvarnar um sýningarréttinn og því urðu áhugasamir að láta sér lynda að fylgjast með gangi mála á sjálfum tippseðlinum, sem var að sjálfsögðu birtur á vef Víkurfrétta. Leikar voru jafnir í hálfleik, 8-8 en þrír leikjanna byrjuðu síðar og þar sem keppinautarnir voru með sömu merki á þeim leikjum, skiptu þeir ekki máli. Þegar leik- irnir tíu í ensku úrvalsdeildinni voru búnir, brutust út mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna Hámundar Arnar því hann gerði sér lítið fyrir og var með alla leikina rétta og stefndi í þrettán rétta! Maggi Tóka stóð sig sömuleiðis vel, var með átta leiki rétta en mátti ekki við margnum þennan sunnudaginn. Er Magga hér með þökkuð þátttakan, hann má vera stoltur af gengi sínu, hann var í fjórða sæti en tók forystusauðinn Grétar í undanúrslitunum og sá fram á að fljúga með blaðamanni til London en þarf að gera sér að góðu að horfa á sína menn í Manc- hester United fyrir framan skjáinn á laugardaginn. Aftur að Hámundi og stuðningsfólki hans. Þar sem Hámundur Örn var með möguleika á þrettán réttum ákvað hann að hafa samband við Magga Þóris á Rétt- inum og pantaði veisluborð og bauð stuðningsfólki sínu til veislu. Hins vegar fagnaði hann of snemma, hann fékk ekki nema ellefu rétta og þar sem lítið var um óvænt úrslit og alls 1.437 tipparar, þar af 42 Ís- lendingar, náðu þrettán réttum og fengu bara rúmar 50 þúsund krónur, var ljóst að 0 kr. væru fyrir ellefu rétta. Maggi stóð því uppi með veisluborð sem enginn mætti í en þar sem hann er öðlingur, gat hann geymt veislumatinn sem var í staðinn í hádeginu á þriðjudag. Hámundur Örn var þó brattur þegar blaðamaður náði í hann þar sem hann var ennþá að fagna sigrinum í tippleiknum. „Ég er búinn að svífa um á bleiku skýi síðan mér varð ljóst að ég vann tippleikinn! Ég er það ánægður að ég er að íhuga að snúa bakinu við mínum mönnum í Tottenham og byrja halda með Manchester United, vona alla vega að þeir muni vinna úrslitaleikinn. Ég get ekki beðið eftir að fara út, er smeykur um að ég muni ekki ná að sofna fyrir spenningi, næ mér þó von- andi eitthvað niður,“ sagði tippmeistarinn að lokum. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is „ÞRUMAÐ Á ÞRETTÁN“ Strandarhlaup Blue 2024 n Strandarhlaupið endurvakið á Landsmóti UMFÍ 50+ í Vogum Strandarhlaup Blue 2024 fer fram í Vogum föstudaginn 7. júní og verður hluti af Landsmóti UMFÍ 50+. Strandarhlaup Blue verður ein af opnum greinum mótsins og því geta allir sem eru yngri en 50 ára skráð sig til leiks. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 49 ára og yngri og 50 ára og eldri, og þá verður hægt að velja á milli tveggja vegalengda, fimm eða tíu kíló- metra. Marteinn Ægisson, fram- kvæmdastjóri Þróttar Vogum, er gríðarlega ánægður með að Strandarhlaupið verði endurvakið en þetta vinsæla hlaup var síðast haldið árið 2018. „Það er algjörlega frábært fyrir hlaupara og sveitarfélagið að verið sé að endurvekja Strandar- hlaupið,“ sagði Marteinn í samtali við Víkurfréttir. „Þegar ég setti mig í samband við Magga hjá Blue Car Rental, með það fyrir augum að selja auglýsingu í mótsblaðið, átti ekki von á svari um hæl í formi fundarboðs og skilaboðin voru skýr: „Blue Car Rental langar að vera þátttakandi og setja mark sitt á Landsmót UMFÍ 50+.“ Starfs- fólk Blue Car Rental tók vel á móti okkur og það er mjög skemmtilegt að vinna þetta með þeim.“ Glæsileg verðlaun og útdráttar- verðlaun í lok Strandarhlaups Blue Leiðarlýsing 5 km: Hlaupið er ræst við gatnamót Hafnargötu og Stapavegar. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn, framhjá íþróttamiðstöð og að endamarki á gatnamótum Hafnargötu og Stapavegar. Leiðarlýsing 10 km: Hlaupið er ræst við gatnamót Hafnargötu og Stapavegar og liggur um Vatnsleysustrandarveg. Í upphafi er hlaupið á göngustíg en þegar honum sleppir er hlaupið á Vantsleysustrandarvegi að snún- inspunkti. Snúið er við eftir 5 km og sama leið í fallegu sveitaum- hverfi hlaupin til baka að enda- marki á gatnamótum Hafnargötu og Stapavegar. Strandarhlaupið fór fyrst fram árið 2014 og er tilvalið fyrir hlaupa- og gönguhópa. Strandarhlaupið fer fram í fallegu umhverfi Vatnsleysustrandar. Mynd/Strandarhlaup Þróttar á Facebook VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum // 23

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.