Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
„Þetta gekk alveg ljómandi vel en auðvitað eru alltaf einhverjir smá
hnökrar eða lærdómur sem maður þarf að taka inn þegar verið er að
byrja á einhverju. Það helsta sem talað var um að vantaði var meiri
upplýsingagjöf fyrir farþega skipsins þegar þeir komu í land. Við
munum bæta það áður en næsta skip kemur,“ sagði Halldór Karl Her-
mannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar en síðasta laugardag kom
snemma að morgni skemmtiferðaskipið Azamara Quest með um 600
farþega sem lang flestir fór í land í Keflavíkurhöfn.
Farþegarnir voru ferjaðir í land
með léttabátum frá skipinu sem
lagði skammt frá Keflavíkurhöfn.
Um þriðjungur þeirra fóru í skipu-
lagðar ferðir um svæðið en aðrir
fóru sjálfir um bæinn, tóku leigu-
bíla eða gengu og einhverjir fengu
sér bílaleigubíl til að fara á um
svæðið að sögn Halldórs.
Reykjaneshöfn í samvinnu við
Markaðsstofu Reykjaness hefur frá
árinu 2017 unnið markaðsvinnu í
þeim tilgangi að fá minni skemmti-
ferðaskip til Reykjanesbæjar.
Halldór segir að gestirnir hafi
verið mjög ánægðir, m.a. hópur
sem fór í skipulagða skoðunar- og
fræðsluferð undir leiðsögn heima-
manneskju eftir strandlengjunni í
Keflavík og endaði við Skessuhelli í
smábátahöfninni. „Það voru margir
hrifnir af skessunni, einni af forn-
sögulegum íbúum landsins og ein-
hverjir höfðu á orði að hún þyrfti
að leita læknishjálpar vegna vind-
gangs,“ segir Halldór og svarar því
til að það sé margt sem útlendingar
hafi áhuga á að skoða þegar þeir
koma, t.d. gamli bærinn, húsin,
sagan og fleira.
Aðilar í verslun og þjónustu og
ferðaþjónustu á svæðinu fengu sent
fréttabréf áður en skipið kom með
upplýsingum um komu þessara
farþega. „Við sáum allnokkra gesti
með poka með varningi í og við
vitum að gestirnir fóru víða um
bæinn og nýttu sér þjónustu og
veitingastaði. Skipið er búið að
bóka heimsókn aftur á næsta ári
og svo þurfum við að vinna áfram í
markaðsmálum. Það myndi skipta
svæðið talsverðu máli að fá fimm
til sex skipaheimsóknir á ári. Það
myndi skapa helling án þess að
yfirkeyra eitthvað. Þetta er von-
andi upphafið að einhverju meiru,“
sagði hafnarstjórinn.
Farþegar á skipinu voru frá unga
aldri upp í eldri borgara og allt þar
á milli en þeir komu frá þrjátíu
þjóðlöndum. Skipið er í Íslandsferð
og kom frá Grundarfirði til Kefla-
víkur en kom fyrst til Seyðisfjarðar.
Skessan vakti athygli hjá skipagestum
n Skemmtiferðaskip með 600 farþega stoppaði í einn dag í Reykjanesbæ.
n „Vonandi upphafið að einhverju meiru,“ segir hafnarstjóri
Farþegar komu í land með léttabátum og veðurguðirnir brostu sínu blíðasta. VF/Hilmar Bragi
Miðvikudagur 3. júlí 2024 // 27. tbl. // 45. árg.