Víkurfréttir - 03.07.2024, Qupperneq 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
„Aftur heim“-hópur Grindvíkinga ánægður eftir fund með ráðherrum
„Þetta var mjög gagnlegur fundur, sem þessi hópur hefur beðið
nokkuð lengi eftir en það var athyglisvert hve margt af því sem við
sögðum Bjarna og Guðrúnu frá, kom þeim á óvart,“ segir Eva Lind
Matthíasdóttir, forsprakki hins svokallaða „Aftur heim“- hóps í
Grindavík. Segja má að stofnfundur hópsins hafi verið 9. apríl á
Papas í Grindavík en lengi er búið að vera í pípunum að hitta íslenskt
ráðafólk. Eftir að þingið fór í sumarfrí gafst loksins tími mánudaginn
1. júlí og var hist í húsakynnum Umbru í Skuggasundi.
Það voru þrjú mál sem brunnu
helst á Grindvíkingum, sem hittust
kvöldinu áður á Papas og réðu
ráðum sínum.
„Þessi fundur er búinn að standa
lengi til en það var erfitt að finna
tíma sem hentaði ráðherrunum
okkar, Bjarna Benediktssyni, for-
sætisráðherra, og Guðrúnu Haf-
steinsdóttur, dómsmálaráðherra en
loksins fannst glufa eftir að þingið
fór í frí. Við hittumst í Grindavík
á sunnudagskvöld og úr varð að
við vildum ræða þrjú málefni; lok-
unarpósta, framkvæmdanefnd og
málefni Þórkötlu.
Flóttaleiðir þurfa vera klárar
Okkur skilst að Almannavarnir vilji
ekki afnema lokunarpóstana fyrr
en allar flóttaleiðir úr Grindavík
séu klárar.
„Nokkrar götur hafa verið girtar
af vegna gruns um holrými undir
þeim en blessunarlega væri staðan
ekki eins alvarleg eins og áður var
talið, menn eru að læra betur á
þessar jarðvegsskimunartæki en
sums staðar leit út fyrir að væri
holrými sem svo reyndist ekki
vera. Líklegt er samt að nokkur
holrými séu, t.d. við Kvennó en það
sögufræga hús liggur við Víkur-
brautina, sem er aðalgatan inn og
út úr bænum. Stóra sprungan sem
opnaði sig 10. nóvember liggur
þarna í gegn og ljóst að þarna þarf
að skoða betur. Sem betur fer hefur
Grindavíkurbær samþykkt fjárveit-
ingu í að hefja þessar framkvæmdir
og það var mjög gott að heyra frá
Bjarna Ben að við þurfum ekki að
hafa áhyggjur af því að ekki fáist
fjármagn í þessar viðgerðir, ef ríkið
eigi að borga brúsann þá verður
það ekki vandamál. Við vorum
öll sammála um að ráðast í þessar
viðgerðir sem fyrst og svo kemur
einfaldlega í ljós hver eigi að borga
því nokkrir aðilar eiga hagsmuna
að gæta, bæði Grindavíkurbær
og einkafyrirtæki. Það kom mjög
góður punktur fram samhliða
þessu, Vegagerð ríkisins hefur
staðið sig mjög vel í viðgerðum og
var mælt með því að hún sjái um
þessar viðgerðir.
Við höfum haft áhyggjur af því
að Framkvæmdanefndin hafi ekki
fjárveitingu en Bjarni var fljótur að
slá á allar slíkar áhyggjur, það mun
verða til peningur og hann eins og
við, væntum mikils af starfi Fram-
kvæmdanefndar Grindavíkur.“
Dagsetning ákvörðunar um sölu
Málefni Þórkötlu brenna á flestum
ef ekki öllum Grindvíkingum og
segir Evar að dagsetning ákvörð-
unar um sölu á eignum hafi verið
eitt af þeim.
„Það sem brennur á þeim Grind-
víkingum sem ekki hafa enn og
ætla hugsanlega ekki að selja eignir
sínar til Þórkötlu er af hverju taka
þurfi ákvörðun um það fyrir 31.
desember. Dagsetning sem átti að
vera á mánudaginn (1. júlí). Bjarni
var búinn að heyra af þessu og var
búinn að ýta þessum bolta af stað,
hann sér ekki nein haldbær rök
fyrir þessari dagsetningu.
Ég hafði líka orð á því að Grind-
víkingar þurfi að tæma alla hús-
eignirnar en flestir ef ekki allir eru
að flytja í minna húsnæði og koma
því ekki búslóð sinni allri fyrir. Það
er sorglegt að sjá alla ruslagáma
fulla af fullkomlega heilum hús-
gögnum, mig grunar að verðmætið
hlaupi á hundruðum milljóna.
Bjarna var bent á að það er ekki
eins og þetta séu venjuleg fast-
eignaviðskipti þar sem seljandinn
vill selja, það er verið að neyða
Grindvíkinga í þessa aðgerð. Bjarni
sagði að þetta yrði svo sannarlega
skoðað betur.
Svo hefur margt verið á huldu
varðandi leigusamning við Þór-
kötlu. Sumir Grindvíkingar ætla
sér að selja fasteign sína til að
enda kannski ekki uppi með verð-
lausa eign eftir nokkur ár, en ætla
sér að búa áfram í húsinu og leigja
af Þórkötlu. Það eina sem er fast í
hendi er viðmiðunarverðið 625 kr.
pr. fermetra en það verð gildir bara
til áramóta, eftir það hafa verið
sögusagnir um að verð í næsta ná-
grenni verði haft til viðmiðunar. Í
raun er kannski mikilvæg spurning
til eigenda og stjórnenda Þórkötlu,
er félagið hagnaðardrifið eða á
það verða það? Við Grindvíkingar
neitum að trúa því en þessar upp-
lýsingar verða að koma fram. Ráð-
herrunum var líka bent á að það
geti ekki verið sanngjarnt að Jón
og Gunna, sem búa hlið við hlið
í eins húsum, borgi sömu leiguna
og Jón ætlar að búa í húsinu en
Gunna bara að koma af og til,
opna glugga, slá garðinn og í raun
að taka húsið sitt í fóstur. Ef ein-
hver ætlar að halda fram að það sé
sanngjarnt að þessir aðilar borgi
sömu leigu, væri ég til í að heyra
rökin fyrir því.
Góður fundur
Við Grindvíkingarnar sem sátum
þennan fund, fórum hálfpartinn
valhoppandi af kæti út af fund-
inum, við vorum ofboðslega ánægð.
Það var þetta sem þurfti, fólk þurfti
að tala saman og það var greini-
lega nauðsynlegt fyrir þessa flottu
ráðherra okkar að fá að heyra frá
fyrstu hendi hvernig þessi mál
líta út fyrir okkur í þessum „Aftur
heim“ - hópi,“ sagði Eva Lind að
lokum.
Útför Einars P. Gunnarssonar
Einar P. Gunnarsson, fyrrver-
andi landsliðsmaður í knatt-
spyrnu og liðsmaður gullaldar-
liðs Keflavíkur í knattspyrnu, lést
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
22. júní sl. Einar var 74 ára og
glímdi við erfið veikindi síðustu
árin.
Einar fæddist í Njarðvík 22.
september 1949, sonur hjónanna
Jónu Gunnarsdóttur frá Vina-
minni í Sandgerði og Gunnars
V. Kristjánssonar frá Sólbakka í
Ytri-Njarðvík. Hann starfaði hjá
slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli
en lengst af í Fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli þar til hann fór á
eftirlaun.
Einar var einn af burðarásum
gullaldarliðs Keflavíkur í knatt-
spyrnu og hann var Íslandsmeistari
með liðinu í þrígang, 1969, 1971
og 1973. Þá var hann fyrirliði
liðsins þegar það hampaði bikar-
meistaratitli í fyrsta sinn 1975 og
skoraði sigurmark leiksins gegn
ÍA á Laugardalsvelli. Einar lék
127 leiki með Keflavík árin 1966
til 1979. Hann var valinn í landslið
Íslands og lék tuttugu A-lands-
leiki á árunum 1969 til 1974. Þá
lék Einar ellefu leiki með Keflavík
í Evrópukeppnum gegn stórliðum
eins og Everton, Tottenham og
Real Madrid.
Eftirlifandi eiginkona Einars er
Þorbjörg R. Óskarsdóttir og eign-
uðust þau tvo syni, Óskar f. 1968 og
Gunnar f. 1977. Barnabörnin eru
fimm og barnabarnabörnin tvö.
Mikið fjölmenni var við útför
Einars sem var frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 2. júlí. Synir hans og
nánir ættingar báru kistu Einars úr
Keflavíkurkirkju.
Fyrirtækin í Grindavík verða að fá súrefni
„Það var gott að hitta fram-
kvæmdanefndina , það er
greinilega mikill hugur í þeim
að reisa Grindavík við að nýju,
ég er bjartsýnn á framtíðina,“
segir Ómar Davíð Ólafsson,
einn eigenda Vélsmiðju Grinda-
víkur, en hann átti fund ásamt
nokkrum öðrum atvinnurek-
endum í Grindavík með hinni
nýstofnuðu framkvæmdanefnd
Grindavíkur.
Ómar hefur fulla trú á fram-
kvæmdanefndinni.
„Þetta var góður fundur, þau
þrjú sem skipa framkvæmda-
nefndina voru að kynna sig og
fyrir hvað þau standa. Þau vildu
kynnast okkur og það var gott
að heyra hljóðið í þeim. Þau
vildu ganga úr skugga um að
við værum einhuga um að halda
starfsemi gangandi í Grindavík
og fundu sannarlega kraftinn og
jákvæðnina hjá atvinnurekendum
og það er greinilegt að þessi nefnd
ætlar sér að hjálpa til við að reisa
Grindavík við að nýju.
Allir voru sammála um að
stefna í sömu átt og ég fór glaður
af þessum fundi. Það er mjög
mikilvægt fyrir okkur að bærinn
verði opnaður og fái súrefni því
annars deyja fyrirtækin eitt af
öðru. Þegar ég segi súrefni þá á
ég við að bærinn verði opnaður
fyrir almenningi.
Við áttum síðan frábæran fund
með Bjarna Benediktssyni, for-
sætisráðherra, og Guðrúnu Haf-
steinsdóttur, dómsmálaráðherra,
þar sem við komum inn á að ef
fyrirtækin, og þá sérstaklega þau
sem eru í ferðaþjónustu, eiga að
lifa af þá verði að afnema lokunar-
póstana því annars sjáum við ekki
fram á annað en að flest fyrirtæki
óski eftir uppkaupum. Við eigum
ekki marga kosti í stöðunni,
annað hvort er að opna bæinn eða
að ríkið fái nánast öll fyrirtækin í
fangið. Þá spyr maður sig hvort sé
ódýrari lausn fyrir ríkið en hér eru
líka nokkuð mörg fyrirtæki sem
eru að þjónusta útgerðina, eins og
Vélsmiðjan hjá okkur er að gera.
Við Grindvíkingar erum bjart-
sýnir á meðan útgerðinni er gert
kleift að vera hér með vinnslu,“
sagði Ómar Davíð að lokum.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
2 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM