Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2024, Síða 8

Víkurfréttir - 03.07.2024, Síða 8
Lenti aldrei í meiðslum þrátt fyrir að stunda körfubolta og knattspyrnu til 35 ára aldurs „Eins og mér líður núna er ég hættur þjálfun en vinir mínir segjast hafa heyrt þetta ansi oft frá mér,“ segir Sverrir Þór Sverrisson en hann á að baki mjög farsælan íþróttaferil, bæði sem leikmaður í knattspyrnu og körfuknattleik og sem þjálfari í körfubolta. Sverrir á og rekur fyrirtækið Sb málningu ásamt brynjari Hólm Sigurðssyni en þeir eru báðir gallharðir stuðningsmenn enska knattspyrnu- liðsins liverpool eins og bækistöð fyrirtækisins ber vel með sér. Sverrir hefur fengið ófá símtölin um boð um uppistand en hann er alnafni eins ástsælasta skemmti- krafts þjóðarinnar, Sveppa krull eins og hann er oft nefndur. „Það er spurning hvort ég láti ekki slag standa og taki bara næsta boði um að mæta í veislu og skemmti krökkunum, það er yrði fyndið að sjá svipinn á börnunum ef ég mætti á svið og myndi reyta af mér brandarana. Þetta minnir mig á uppátæki nokkurra Grindvíkinga sem voru innvinklaðir í körfu- knattleiksdeild UMFG, þeir aug- lýstu Jónsa í Sigurrós fyrir árlegt konukvöld sem haldið var í Festi. Engin kona vissi af uppátækinu og biðu þær allar spenntar eftir að sjá þessa poppstjörnu í svona hlutverki en svo runnu tvær grímur á þær þegar Jón Gauti Dagbjartsson, sem kallaður er Jónsi innan fjölskyld- unnar, mætti í lopapeysunni sinni og spanggólaði eitthvað og þóttist spila með fiðluboga á gítar. Hljóm- sveitin heitir Sigur Rós en eðlilega áttuðu konurnar sig ekki á því og þetta var víst sprenghlægilegt, tveir stjórnarmenn voru mættir í salinn og orguðu úr hlátri en konunum var víst ekki skemmt eftir að hafa látið spila svona með sig!“ Fyrstu æskuminningar Sverris eru úr Eyjabyggðinni í Keflavík og í íþróttaleikjum, annað hvort í fót- bolta á malarvellinum eða í körfu- bolta. „Pabbi heitinn var ættaður frá Vestmannaeyjum en það var samt ekki ástæðan fyrir því að fjöl- skyldan átti heima í hinni svo- kölluðu Eyjabyggð. Þarna eru fyrstu æskuminningarnar en leikirnir snerust nær eingöngu um íþróttir. Það var fínn malarvöllur í hverfinu og svo gátum við líka spilað körfu- bolta. Ég man varla eftir að hafa leikið mér neitt annað en í íþróttum og mér gekk líka vel, ég var hluti af mjög sterkum ‘75 árgangi sem var síðasti Íslandsmeistari fimmta flokks í fótbolta á stórum velli, nokkrir okkar skiluðu sér upp í meistaraflokk Keflavíkur, leikmenn eins og Gaui Jóhanns, Snorri Jóns, Gummi Odds og fleiri. Ég og Gaui Gylfa skiluðum okkur upp í meist- araflokk í körfunni svo það má sjá að þetta var öflugur árgangur. Ég gekk í Myllubakka- og Holtaskóla og kláraði auðvitað grunnskóla- prófið, sterkustu minningarnar þaðan eru frá því að ná fótbolta- vellinum í frímínútum, lífið gekk meira og minna út á íþróttir. Það sást kannski best á frammistöðu minni í næsta skóla. Ég entist ekki nema eitt og hálft ár í FS, áhuginn á náminu var lítill sem enginn og ég vildi frekar fara að vinna. Ég var alinn upp við gott vinnueðli og man að við Snorri vinur minn fengum vinnu í gegnum pabba í mötuneytinu hjá varnarliðinu og skilaboðin voru skýr, við skyldum sko standa okkar plikt, mannorð pabba væri að veði! Ég var á kafi í íþróttum á þessum tíma, fótbolti á sumrin og karfa á veturna, og vann hin og þessi störf samhliða, var í múrverki eitt sumarið, annað var ég að vinna á vellinum, lífið hjá mér snerist um íþróttir.“ Erfitt að velja á milli Segja má að Sverrir sé með þeim síðustu þar sem leikinn var körfu- bolti á veturna og fótbolti á sumrin, í dag sést ekki að leikmaður sé í báðum greinum á hæsta getu- stigi. Sverrir var á öðru ári í öðrum flokki í fótbolta þegar hann fékk fyrsta tækifærið í meistaraflokki árið 1993, kom þá inn á og jafnaði 2-2 í leik á móti Fylki og fékk svo alvöru tækifæri sumarið eftir, þá á elsta ári í öðrum flokki. „Ian Ross byrjaði með okkur 1994 en svo tók Pétur Pétursson við á miðju tímabili og þá fékk ég hellings tækifæri, skoraði fimm mörk þetta sumar og hefði viljað að Pétur hefði haldið áfram með liðið. Ég hafði alltaf litið mikið upp til Péturs, fannst hann frábær leikmaður og maður sá að hann var heldur betur með þetta í sér þegar hann spilaði með okkur á æfingum en því miður þá hélt hann ekki áfram með liðið eftir þetta tímabil. Ég gæti alveg trúað að ef hann hefði haldið áfram með okkur og knattspyrnudeild Keflavíkur hefði lagt hart að mér að velja á milli greina, að þá hefði ég gert það þarna. Ég hafði farið veturinn á undan í Stykkishólm og spilaði með Snæfelli í körfunni og var valinn nýliði ársins, skoraði svo fimm mörk í efstu deild með Keflavík en ég samt ennþá í öðrum flokki svo það var kannski ekki einfalt mál að velja á milli greina. Ég átti ágætt tímabil ‘95 í fótbolt- anum með Keflavík, Ingi Björn Alberts hafði tekið við liðinu en eftir fótboltatímabilið ‘94 skipti ég yfir í Keflavík í körfunni og átti gott tímabil, spilaði helling en þarna voru bæði Gaui Skúla og Falur Harðar í öðrum liðum. Við unnum deildina en duttum út í undanúrslitum fyrir Grindavík. Gaui og Falur sneru svo til baka og ég sá að ég myndi ekki fá sömu mínútur með Keflavík og þar sem Ísak Tómasson og Ástþór Ingason voru að leggja skónum með Njarðvík, skipti ég yfir til grannanna og átti tvö góð tímabil með þeim. Síðan urðu kaflaskil má segja,“ segir Sverrir Þór. Fjölin fundin á Króknum Sverrir fékk símtal frá einu af átrúnaðargoði sínu í keflvíska fót- boltanum, Óla Þór Magnússyni, en hann hafði flutt sig norður til Sauðárkróks og lék með Tindastóli. Sverri bauðst að ganga til liðs við Stólana og átti þetta bara að vera eitt sumar en segja má að örlögin hafi gripið í taumana. „Ég hafði alltaf litið upp til Óla Þórs. Hann var frábær framherji hjá Keflavík og það var gaman að fá tækifæri á að spila með honum fyrir norðan. Þetta átti bara að vera eitt sumar, mér bauðst mál- aravinna og fann strax að þarna Íþrótta- álfurinn sigursæli VIÐTAL Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Ég man varla eftir að hafa leikið mér neitt annað en í íþróttum og mér gekk líka vel ... Íslandsmeistari í unglingaflokki með Keflavík. Sverrir á fleygiferð með Keflavík í leik gegn Val. Sverrir með pabba sínum á fótboltaleik feðga. 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.