Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.07.2024, Blaðsíða 12
Heiðurshjónin Helgi Ragnar Guðmundsson og Júlía Halldóra Gunn- arsdóttir afhentu Lestrarfélaginu Baldri, og þar með bókasafni sveitarfélagsins, gestabækur sem þau hafa haldið á Keili síðan 1992. Bækurnar eru rúmlega þrjátíu talsins og eru skemmtilegur vitnis- burður um heimsóknir almennings á bæjarfjall Voga á tímum sem fjallgöngur breyttust úr áhugamáli fárra í almenna og vinsæla útivist. Áður en þau hjón komu bókum fyrir á Keili höfðu skátarnir í Vogum haldið úti bókum á Keili á árunum 1976–1981. Gestabækur Helga og Júlíu og gestabók skátanna í Vogum verða varðveittar á bókasafninu um ókomna tíð og verða þar til sýnis. Í bókunum eru ekki einungis nöfn toppfara Keilis heldur einnig ljóð, sögur, teikningar og margt fleira forvitnilegt. Bækurnar eru einkar skemmtileg lesning og jafnvel efni í frekari rannsóknarvinnu. Margar bækurnar eru veðraðar enda hefur mætt á þeim mörgum. Einhverjar bækur ná yfir nokkur ár en aðrar aðeins hluta úr ári eftir að ferðir á fjallið nutu aukinna vinsælda. Lestrarfélagið Baldur býður alla áhugasama velkomna á bókasafnið til að skoða gestabækurnar. Samantekt: Hilmar Egill Svein- björnsson. Keilisbækur Helga og Júlíu Helgi blaðar í heimildinni yfir kaffibolla eftir að hafa komið Keilisbókunum fyrir í bókasafninu. Helgi og Júlía afhenda bókasafninu dagbækurnar. Skissa af útilegustemmningu um verslunarmannahelgi 2003 á toppi Keilis. Helgi og Júlía tóku á móti toppförum með rjúkandi kaffi. Myndirnar tala sínu máli. Göngufólk í blíðu á toppi Keilis 25. apríl og 8. maí 1976.Upphafssíða úr dagbók skátanna í Vogum, Vogabúa, árið 1976. Keilir í skýjabólstrum. Mynd úr safni Víkurfrétta 12 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.