Víkurfréttir - 03.07.2024, Page 13
Bæjarráð Sveitarfélagsins
Voga óskar nýjum slökkviliðs-
stjóra, Eyþóri Rúnari Þórar-
inssyni, velfarnaðar í störfum
og þakkar Jóni Guðlaugssyni
fyrir vel unnin störf.
Ráðning nýs slökkviliðsstjóra
hjá Bruna-
v ö r n u m
Suðurnesja
var til um-
f j ö l l u n a r
á s íðasta
fundi bæj-
arráðs.
Heilsugæsla í heimabyggð og
hvernig öldungaráð geti komið
að því máli var til umræðu
á síðasta fundi öldungaráðs
Suðurnesjabæjar og Sveitar-
félagsins Voga. Ráðið leggur til
að eftirfarandi ályktun verði
send framkvæmdastjórn Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja,
bæjarstjórum Suðurnesjabæjar/
Sveitarfélagsins Voga og heil-
brigðisráðherra:
„Öldungaráð Suðurnesjabæjar
og Sveitarfélagsins Voga leggur
áherslu á mikilvægi heilsuverndar
og eru það ákveðin mannréttindi
að hafa aðgang að góðri og traustri
heilsugæslu í heimabyggð. Það er
löngu tímabært að íbúar í sveitar-
félögunum hafi aðgang að heimilis-
læknum, sem er hluti af öryggisneti
í nærumhverfi okkar. Við hvetjum
framkvæmdastjórn HSS, bæjar-
stjórnir Suðurnesjabæjar, Sveitar-
félagsins Voga og Heilbrigðisráðu-
neytið, til að ganga nú þegar til
samninga og undirbúnings heilsu-
gæslu í okkar bæjarfélögum.“
Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar,
sem vinnuráð, mun halda áfram
að vinna að skýrslugerð í haust
þar sem lögð verður áhersla á að
gefa út handbók um kosninga-
þátttöku og hafin verður vinna
við gerð grænnar áætlunar
Reykjanesbæjar. Í þeirri vinnu
verður umhverfis- og loftslags-
stefna Reykjanesbæjar aðlöguð
ásamt aðgerðaáætlun og fjölda
annarra atriða.
Þetta kemur fram í nýjustu
fundargerð ráðsins þar sem farið
var yfir fjármál sjálfbærniráðs fyrir
þetta ár og undirbúningur fyrir
árið 2025.
Mikilvægt er að miðla upp-
lýsingum til íbúa varðandi sjálf-
bærni- og umhverfismál og mun
sjálfbærniráð koma fram með til-
lögur að upplýsingagjöf fyrir íbúa
Reykjanesbæjar. Sú vinna hefst í
haust, segir í fundargerðinni.
Þegar kemur að sjálfbærni- og
umhverfismálum vill sjálfbærniráð
nýta fjármagn sitt til eflingar þeirra
mála og byrja að horfa til úrgangs-
mála. Þegar kemur að grenndar-
stöðvum hefur verið rætt að fjölga
þurfi þeim í sveitarfélaginu en auk
þess þurfi að bæta aðgengi að þeim
með malbikun, lýsingu og mynda-
vélavöktun. Mun sjálfbærniráð
ásamt umhverfis- og framkvæmda-
sviði fara af stað í þá vinnu strax í
sumar. Auk þess mun sjálfbærniráð
kaupa endurvinnslutunnur sem
settar verða á valda staði í sveitar-
félaginu.
Drög að fjárhagsáætlun næsta
árs voru kynnt fyrir ráðinu en
unnið verður áfram að útfærslu
áætlunarinnar í haust.
Erindi bæjarstjóra Sveitar-
félagsins Voga til ÍSOR varðandi
varahitaveitu fyrir Voga og Vatns-
leysuströnd var lagt fram á síð-
asta fundi bæjarráðs í Vogum.
Í afgreiðslu bæjarráðs segir að
það taki undir þau sjónarmið sem
fram koma í erindi sent ÍSOR þann
18. júní sl. að kannað verði til hlítar
sá möguleiki að ráðist verði í bor-
anir eftir heitu vatni á Vatnsleysu-
strönd í því ljósi að koma upp vara-
hitaveitu sem myndi þjóna bæði
Vogum og Vatnsleysuströnd.
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar leggur til að á meðan
ekki hafi verið teknar ákvarðanir um framtíðarnýtingu Svarta pakk-
hússins verði það nýtt sem aðstaða fyrir menningar- og handverks-
hópa í sveitarfélaginu eins og aðstæður leyfa með lágmarkslagfær-
ingum til að standast brunakröfur.
Ráðið leggur til, að því gefnu að öryggiskröfum verði fullnægt, að gerðir
verði samningar við félögin til eins árs í senn frá og með næsta starfsári
og felur Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Á fundi stjórnar Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum, sem
haldinn var þann 15. maí 2024,
var innleiðing svæðisbundinna
farsældarráða á dagskrá. Eftir-
farandi var fært til bókar:
Mennta- og barnamálaráðu-
neytið hefur verið að vinna að út-
færslu á starfsemi farsældarráða
barna, samkvæmt 5 gr. farsældar-
laga. Hugmyndin er að stofnað
verði farsældarráð í hverjum lands-
hluta.
Í tengslum við þetta hefur ráðu-
neytið lýst yfir vilja sínum til þess
að gerður verði viðaukasamningur
við sóknaráætlanir landshluta um
að landshlutasamtökin fái stuðning
til þess að ráða verkefnastjóra í tvö
ár til þess að útfæra starfsemi far-
sældarráða.
Samningurinn felur ekki í sér
fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitar-
félögin en er fyrst og fremst yfir-
lýsing um að þau vilji eiga með
sér samstarf um útfærslu á Far-
sældarráði Suðurnesja og skoðuð
verði tækifæri til samstarfs í þessu
verkefni. M.a. hefur mikið samstarf
átt sér stað í gegnum Velferðarnet
Suðurnesja og mætti skoða það vel
að samtvinna þessi tvö verkefni.“
Framkvæmdastjóra SSS var falið
að senda sveitarstjórnum á Suður-
nesjum erindið frá ráðuneytinu
ásamt gögnum til umsagnar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga og
bæjarstjórn hafa afgreitt málið með
eftirfarandi bókun:
„Bæjarráð tekur undir bókun
stjórnar SSS og leggur til við bæjar-
stjórn að sveitarfélagið taki þátt í
verkefninu á ofangreindum for-
sendum og með þeim fyrirvara að
landshlutasamtökin fái stuðning til
að ráða verkefnastjóra til að sinna
verkefninu.“ Samþykkt samhljóða
með sjö atkvæðum.
Málið var einnig kynnt nýlega
í Reykjanesbæ þar sem Hera Ósk
Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðar-
sviðs, gerði grein fyrir verkefninu
um innleiðingu farsældar barna hjá
Reykjanesbæ.
Slökkvilið Brunavarna Suður-
nesja var kallað út um miðjan
dag næstsíðasta föstudag í það
sem talið var vera eldur í húsi
í Hvassahrauni á Vatnsleysu-
strönd. Slökkvibíll með fjórum
mönnum var sendur á fyrsta
forgangi frá slökkviliðsstöðinni
í Reykjanesbæ á vettvang.
Tilkynning til Neyðarlínunnar
var um mikinn reyk frá húsi á
svæðinu. Þegar slökkviliðsmenn
komu á vettvang gekk þeim í fyrstu
erfiðlega að finna brunastað, enda
var tilkynningin óljós. Í ljós kom að
eldur logaði í rusli sem hafði verið
safnað fyrir í gröfuskóflu inn á milli
gáma á svæðinu.
Landeigandi hafði safnað ruslinu
í skófluna og hellt yfir eldsneyti
og borið eld að. Þar sem einnig
var eitthvað af vatni í skóflunni
myndaðist mikill reykur sem steig
til himins. Vegfarendur um Reykja-
nesbraut héldu því að eldur logaði
í húsi á svæðinu.
Slökkviliðsmenn ræddu við aðila
á staðnum en aðhöfðust ekkert
frekar.
Tilkynnt um eld í húsi í Hvassahrauni
Varahitaveita fyrir Voga og Vatns-
leysuströnd til skoðunar
Óska nýjum
slökkviliðsstjóra
velfarnaðar
Fjölga þarf grenndarstöðvum
Leggur áherslu á mikilvægi heilsu-
verndar í Suðurnesjabæ og Vogum
Svarta pakkhúsið verði áfram nýtt fyrir
menningar- og handverkshópa
Vogar samþykkja samstarfssamn-
ing um farsældarráð barna
Hvítbók í málefnum innflytj-
enda fagnað í Reykjanesbæ
Reykjanesbæ hefur borist til
umsagnar drög að hvítbók í mál-
efnum innflytjenda, Samfélag
okkar allra: Framtíð og stefna
Íslands í málefnum innflytjenda
– drög að stefnu til ársins 2038.
Á síðasta fundi velferðarráðs
Reykjanesbæjar var lögð fram um-
sögn sviðsstjóra velferðarsviðs fyrir
hönd Reykjanesbæjar.
„Reykjanesbær fagnar sérstak-
lega markmiðum hvítbókar um
árangursríka og fjölbreytta upplýs-
ingaþjónustu til nýrra íbúa og inn-
gildandi nálgunar í þeim efnum.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum og
starfandi ríkisstofnanir á því land-
svæði hafa í sameiningu sett sér
markmið um að þjálfa starfsfólk
þjónustustofnana og sveitarfélaga
til þess að þjónusta og upplýsa
íbúa, óháð aðstæðum þeirra eða
uppruna, um þjónustu og afþrey-
ingu á svæðinu undir formerkjum
Velferðarnets Suðurnesja sem
hefur unnið verkefnið Velkomin
til Suðurnesja, sem aðgengilegt er
á vefsíðunni Suðurnes.is,“ segir í af-
greiðslu velferðarráðs.
Ferðalangar nýttu sér kofa sem eru
grassvæðinu neðan Hafnargötu og
ofan Strandleiðarinnar í Reykja-
nesbæ til næturgistingar. Kofarnir
voru ein af mörgum hugmyndum
sem urðu til í heimsfaraldri og eru
hugsaðir fyrir gesti og gangandi en
ekki sem svefnbústaðir. Víkurfréttir
fengu þessar myndir sendar og þá
mátti sjá sambærilegar myndir frá
fólki á samfélagsmiðlum þar sem
það var að undra sig á uppátæki
ferðalanganna sem tjölduðu óvana-
lega til einnar nætur í birtunni.
Óvæntir næturgestir
víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 13