Mímir - 01.03.1967, Síða 5
ÓLAFUR ODDSSON:
BREYTT TILHÖGUN LOKAPRÓFA
í ÍSLENZKUM FRÆÐUM (ELDRI REGLUGERÐ)
VIÐBÓTARÁKVÆÐI VIÐ 55. GR.
HÁSKÓLAREGLUGERÐAR, D-LIÐ
Heimspekideild getur heimilað stúdent, er les
til kandídats- eða meistaraprófs í íslenzkum
fræðum skv. 53. gr., I. lið, reglugerðar nr.
76/1958 fyrir Háskóla íslands, að ljúka síðara
hluta prófs í þremur áföngum, einni prófgrein í
hverjum, enda hljóti stúdentinn tilskilda lág-
marksmeðaleinkunn skv. 68. gr. í hverju áfanga-
prófi (en auk þess 1. einkunn úr öllum þremur
áfangaprófum samanlögðum, skv. 53. gr. I, B,
3. mgr., sé um meistarapróf að ræða).
Síðasti áfanginn skal ætíð vera próf í kjör-
sviðsgrein, og skal stúdent ljúka því í síðasta lagi
á fjórða misseri, talið frá og með því misseri, er
hann gengur undir fyrsta áfangapróf. Ef út af
bregður, fellur hvort áfangaprófið (þ. e. próf
fyrsta og annars áfanga) úr gildi í lok fjórða
misseris, talið frá og með því misseri, er stúdent-
inn gekk undir það í fyrsta sinn.
Stúdent er heimiit að Ijúka prófum fyrsta og
annars áfanga, áður en hann skilar kjörsviðsrit-
gerð.
Á sama hátt getur deildin heimilað stúdent, er
les til kandídatsprófs í íslenzku með aukagrein
skv. 53. gr. II, að ljúka síðara hluta prófs í tveim-
ur áföngum, og skal stúdent þá ljúka síðara á-
fanganum (prófi í kjörsviðsgrein) í síðasta lagi
á þriðja misseri frá og með fyrra áfanga.
Viðbótarákvæðið, sem nú er gilt reglugerðar-
ákvæði, breytir mjög aðstöðu þeirra stúdenta,
er lesa til kandídats- og meistaraprófa skv. eldri
reglugerð (nr. 76/1958). Rétt þykir því að
kynna þessa breytingu í blaðinu Mími, svo að
hún komi fyrir augu allra þeirra, er hlut eiga að
máli. Einnig þykir rétt að fjalla lítillega um að-
draganda þessarar breytingar, svo og hin nýju
viðhorf, er skapazt hafa með tilkomu hennar.
Það er upphaf þessa máls, að stúdentum í ís-
lenzkum fræðum hefur lengi staðið nokkur ógn
af lokaprófunum, einkum þeirri tilhögun þeirra,
að menn hafa orðið að þreyta próf í öllum grein-
unum með örstuttu millibili. Höfðu stúdentar
um nokkurt skeið rætt um það, að breytinga
væri þörf á þessu sviði. í ágúst 1966 sendi Mímir,
félag stúdenta í íslenzkum fræðum, bréf til
Heimspekideildar og fór þess á leit, að deildin
beitti sér fyrir breytingum á tilhögun kandídats-
og meistaraprófa, á þann hátt, að heimilt yrði að
ljúka þessum prófum í þremur áföngum, einni
prófgrein í senn, enda skyldi eigi líða meir en
misseri á milli prófa. Bréf þetta var síðan lagt
fram á fundi Heimspekideildar og nefnd þriggja
prófessora falið að gera tillögur um málið. Til-
laga nefndarinnar var lögð fyrir deildarfund 16.
des. s. 1. og samþykkt þar óbreytt. Skömmu síð-
ar var tillagan einnig samþykkt á fundi Háskóla-
ráðs og síðan send Menntamálaráðuneytinu.
Staðfesting stjórnvalda var lögð fram í Háskóla-
ráði 19. jan. s. 1., og þar með var framangreint
viðbótarákvæði orðið að reglugerðarákvæði.
Með bréfi Heimspekideildar til Mímis frá 1.
febr. s. I. er skýrt frá niðurstöðum málsins. Einn-
5