Mímir - 01.03.1967, Side 7
GUNNAR KARISSON:
SAMBANDSSLIT ÍSLANDS OG NOREGS ÁRIÐ 1814
i
Staða Islands í hinu dansk-norska konungsríki
var lengi næsta óljós. Eðlilega var ekki litið á
þessa fábyggðu og þýðingarlitlu eyju sem sér-
stakt „land" hliðstætt Danmörku og Noregi.
Sögulega var ótvírætt, að Island tilheyrði fremur
Noregi, enda mun lengstaf hafa verið litið svo á,
bæði í Danmörku og Noregi, ef menn á annað
borð hugleiddu nokkuð þessa hlið málsins. Eftir
að konungseinveldi komst á, varð þessi spurning
í rauninni afar þýðingarlítil. Það var fyrst við
aðskilnað Danmerkur og Noregs, að taka þurfti
afstöðu til þessa máls að nýju, og hefði þá óneit-
anlega virzt eðlilegra, að Island fylgdi Noregi út
úr ríkjasambandinu aftur. Þá hefðu Islendingar
orðið þegnar Kristjáns Friðriks vorið 1814 og
komið undir krúnu Karls þrettánda Svíakonungs
um haustið. Augljóst er, að staða þjóðarinnar,
bæði pólitískt og menningarlega, hefði gjör-
breytzt við slík húsbóndaskipti. Má aðeins nefna
sem dæmi, hve ólíka viðmælendur forvígismenn
sjálfstæðisbaráttu okkar hefðu hlotið, þar sem
voru yfirvöld hins norska ríkis. Annars vegar
voru Norðmenn, sem sjálfir reism ríki sitt á hug-
myndinni um fullveldi þjóðarinnar og bjuggu
við eina frjálslegustu stjórnarskrá Evrópu, hins
vegar konungur Svía, sem umfram allt vildi
halda ríkjasambandinu saman.
En að sjálfsögðu er þýðingarlaust að reyna
að gera sér í hugarlund, hvað hefði gerzt, ef Is-
land hefði fylgt Noregi. Við getum aðeins full-
yrt, að sú niðurstaða, að við héldum áfram að
vera þegnar Danakonungs, er sögulega mikil-
væg fyrir Islendinga og verðskuldar því, að hald-
ið sé til haga, því sem menn þekkja um orsakir
hennar.
I Islandssögu mun þessu ekki hafa verið gef-
inn mikill gaumur. I námsefni í íslenzkum fræð-
um — sjöunda bindi Sögu Islendinga eftir Þor-
kel Jóhannesson — eru þessum atburðum gerð
næsta lítil skil, aðeins drepið á stöðu Islands
við sambandsslit Danmerkur og Noregs:
I ársbyrjun 1814 var friður saminn í Kiel og Danir
þar með neyddir til að afhenda Svíum Noreg. Hér var
ekki spurt um vilja þjóðarinnar eða rétt Danakonungs
til þess að afhenda landið. Hinu gamla Noregsríki var
sundrað. Island, Færeyjar og Grænland fylgdu Dan-
mörku, eins og ekkert hefði í skorizt.1
Síðan segir frá uppreisn Norðmanna og stofn-
un hins sænsk-norska ríkjasambands. Þá er
þessu bætt við, varðandi Islandssögu:
Og þótt sumum Norðmönnum þætti hart, er þeir tóku
að átta sig betur á málunum, að hið gamla Noregsveldi
væri svipt hinum fornu skattlöndum sínum, varð ekki
horft í slíkt...
Atburðirnir 1813—14 höfðu engin bein pólitísk
áhrif hér á landi. Stjórnarbylting Norðmanna ... virð-
ist ekki hafa hreyft við nokkurri lifandi sál á Islandi.2
Ekki er ætlunin mín að reyna að andmæla
því, sem Þorkeli Jóhannesson segir, eða leiðrétta
1 Saga íslendinga VII. Tímabilið 1770—1830. Upp-
lýsingaröld. Samið hefir Þorkell Jóhannesson
(Reykjavík 1950), 330.
2 Saga íslendingaV 11,331.
7