Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 9
Norðmenn telja sig sjálfstæða og óháða bæði
konungi Dana og Svía, er varla minnzt á þetta
atriði. Að nokkru leyti er þetta auðskýrt. Sjálf-
stæðishreyfingin í Noregi var aðeins að litlu leyti
það, sem hún þóttist vera. Fyrirliði hennar,
Kristján Friðrik, var krónprins Dana, og hann
hefur skiljanlega ekki haft neina löngun til að
reisa frekari kröfur gegn danska ríkinu. Ætlun
hans var að hindra sameiningu Svíþjóðar og
Noregs, taka sjálfur konungdóm í Noregi og
sameina síðan Noreg og Danmörku aftur, er
hann tæki við konungdæmi í Danmörku við
fráfall Friðriks sjötta. Þeir Norðmenn, sem
mest réðu um stefnuna vorið og sumarið 1814,
sjálfstœðismennirnir, eins og þeir kölluðu sig á
Eiðsvelli, höfðu flestir nákvæmlega hið sama í
huga. Þeir ætluðu sér aldrei að stofna sjálfstætt
ríki til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn á Eiðs-
velli greindist ekki fremur frá andstæðingunum
vegna ákveðinna sjálfstæðishugmynda en nafni
hans á Islandi á vorum dögum. Þessir menn
höfðu enga ástæðu til að krefjast hjálendnanna,
og fyrir Kristján Friðrik gat það hreinlega orðið
skaðlegt. Hann hlýtur alltaf að hafa átt von á, að
fyrirætlun sín mistækist, að hann yrði að sjá af
Noregi í hendur Svíakonungs. En sameining hjá-
lendnanna við Noreg jafngilti þá því, að hann
afsalaði sér þessum löndum sem væntanlegur
konungur Danaveldis.
En það voru fleiri en sjálfstæðismenn, sem
létu til sín heyra í norsku stjórnmálalífi árið
1814. Á Eiðsvallaþinginu var einnig svonefnd-
ur sambandsflokkur. sem vildi viðurkenna sam-
bandið við Svía og vinna að því að tryggja sem
bezt stöðu Norðmanna innan þess. Oneitanlega
lítur svo út, sem það hefði verið skynsamlegt af
þessum flokki að gera kröfu til skattlandanna.
Það hefði veitt þeim tækifæri til þess að sýna
meiri þjóðernisstefnu á einu sviði en sjálfstæðis-
mönnum var unnt að fylgja og hefði komið
Kristjáni Friðrik og fylgismönnum hans í dálít-
inn vanda. En það gerðu þeir ekki, hvað sem því
olli.
Sú hugmynd, að norska ríkið ætti rétt á Is-
landi, Grænlandi og Færeyjum, var til í herbúð-
um sambandsmanna. Einn af fyrirliðum þeirra,
Nicolai Wergeland, presmr á Kristjánssandi,
hafði með sér til Eiðsvallar frumdrög að stjórn-
arskrá, þar sem segir:
Riget skal ingen Besiddelser have udenfor sine
Grændser. Sine ældgamle Besiddelser forbeholder det
sig Ret til at abaliere.3
Skýringar á þessu ákvæði er að leita í Kielar-
samningnum. Þar er kveðið svo á, að hluti af
ríkisskuldum hins dansk-norska ríkis fylgi Nor-
egi yfir í sambandið við Svíþjóð. Wergeland
hefur séð fram á, að yrðu sambandsslit Dan-
merkur og Noregs til frambúðar, gæti verið
heppilegt að halda uppi kröfu til skattlandanna
til þess að láta af henni gegn eftirgjöf í skulda-
skipmnum. Hugmynd hans er því ekki að
tryggja, að þessi lönd haldist undir veldi Nor-
egskonungs, heldur vill hann reisa kröfu til
þeirra til þess að geta selt Dönum hana. Og í
rauninni sá hann þar fram á aðstæður, sem áttu
eftir að skapast. En hugmynd Wergelands hverf-
ur hljóðalaust í meðförum þingsins.
Sambandsmenn voru í miklum minnihluta á
Eiðsvallaþinginu, og þeir hafa vitað, að hver til-
laga, sem gerði ráð fyrir rétti Noregs til skatt-
landanna, yrði umsvifalaust felld af sjálfstæðis-
mönnum. Má láta sér detta í hug, að þeir hafi
fremur kosið að láta þetta mál liggja á milli
hluta en að kalla fram yfirlýsingu meirihluta
þingsins, sem gerði erfiðara að koma fram með
kröfu til skattlandanna síðar. Umræður um þetta
efni hefðu líka auðveldlega getað leitt til þess,
að skuldaskiptin við Dani kæmust til umræðu,
og það kærðu sambandsmenn sig ekki um. Þeir
vildu ekki vekja athygli á þeim erfiðleikum, sem
sambandsslit við Dani höfðu í för með sér.
Eftir að samband Noregs og Svíþjóðar er
komið á haustið 1814, og endursameining við
Danmörku er úr sögunni, kemur krafan um
hjálendurnar í nýtt ljós, enda sjást brátt
merki þess í gerðum stórþingsins norska. I nóv-
3 Historiske samlinger udgivne af Den Norske Histor-
iske Kildeskriftkommission III (Christiania 1914),
250. Abaliere ritv. f. abalienere: „láta af hendi".
9