Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 10

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 10
ember um haustið felur þingið hinum nýkjörna konungi sínum að annast samninga við Dana- konung um skuldaskipti Noregs og Danmerkur. Jafnframt biður þingið konung að sjá um, að tekið verði tillit til kröfu Noregs til Islands, Grænlands og Færeyja við væntanlegt uppgjör landanna. Hugsunin er sjálfsagt hin sama og hjá Wergeland áður, að hafa þessa kröfu til þess að prútta niður hluta Noregs af ríkisskuldunum. Þetta sjónarmið fellst konungur á í úrskurði sín- um 5. janúar næsta ár. IV Samningarnir um skuldaskipti Norðmanna og Dana urðu langir og flóknir. Verður ekki farið nákvæmlega út í það mál hér, en óhjákvæmilegt er að gera nokkra grein fyrir aðalatriðum deiln- anna og þeim aðilum, sem samningana önnuð- ust, til þess að sá þáttur málsins, sem okkur snertir, verði skiljanlegur. Karl konungur þrettándi mun aldrei hafa skipt sér neitt af þessum málum sjálfur. Kon- ungsvald í Svíþjóð og Noregi var nærfellt allt í höndum krónprinsins, Karls Jóhanns, fyrrum Bernadottes greifa. Olíklegt er, að þessi franski hershöfðingi, sem ekki einu sinni lærði sænska tungu, hafi þekkt mikið til Grænlands, Islands eða Færeyja, en kost þess að hafa gagnkröfu á hendur Dönum hefur hann skilið mætavel, enda verður hann manna ákafastur að nota hana. Það var frá upphafi skoðun Karls Jóhanns, að hann ætti í samningunum einvörðungu sem handhafi konungsvalds Norðmanna, uppgjörið við Dani væri sérnorskt mál. Þess vegna leitar hann að sjálfsögðu ráðuneytis hjá norskum ráð- hermm við lausn málsins. Það verða því Karl Jóhann og norska stjórnin, sem ráða stefnunni frá norskri hlið. Stórþingið kemur ekki til sög- unnar fyrr en að því kemur að veita fé til greiðslu skuldanna. Báðir aðilar að deilunni virðast framan af hafa verið sammála um það — og það eitt — að draga samningana á langinn. Og það voru mörg lögfræðileg ágreiningsefni, sem menn gátu hengt hatta sína á. Danir töldu, að skylda Norð- manna til að taka að sér hluta skuldanna væri ákveðin í Kielarsamningnum, aðeins væri eftir að semja um framkvæmd hans. Norðmenn við- urkenndu ekki gildi Kielarsamningsins í þessu atriði fremur en öðrum. Svíar voru á milli steins og sleggju. Gagnvart Norðmönnum gátu þeir ekki viðurkennt samninginn, en á hinn bóginn gerðu öll stórveldi álfunnar kröfu til, að hann væri haldinn. Karl Jóhann hafði erfiða aðstöðu gagnvart stórveldunum. Þau voru ekkert ánægð með að vita af fyrrverandi byltingarforingja og hershöfðingja Napóleons við stjórn ríkis í álf- unni og fannst hann hafa fengið óþarflega stóra bráð, þar sem Noregur var. Þrátt fyrir það höfðu stórveldin ekki áhuga á að slíta tengsl Noregs og Svíþjóðar. Stefna þeirra var að viðhalda gildi þeirra samninga, sem gerðir höfðu verið í Evrópu við lok Napóleons- styrjaldanna og tryggja frið og ró í álfunni. Þau lögðu því kapp á að fá Kielarsamninginn fram- kvæmdan að sem mestu leyti og gæta þess, að Svíar fengju ekki stærri hlut en þeim bæri. Við þessar aðstæður var að sjálfsögðu óhugs- andi, að eylöndin í Atlantshafi yrðu flutt undir krúnu Noregskonungs. Frá sjónarmiði stórveld- anna hefði það verið enn frekari aukning á land- vinningum Karls Jóhanns, vöxtur þessara síð- ustu leifa, sem eftir voru af frönsku stjórnarbylt- ingunni. Þetta hefur vafalaust öllum aðilum ver- ið ljóst. Þess vegna urðu Norðmenn næsta ósam- kvæmir sjálfum sér í kröfunni til hjálendna sinna, er frá leið, enda voru þeir lítt vanir milli- ríkjasamningum og kunnu illa þá list að segja eitt og meina annað. I erindisbréfi norsku fulltrúanna við upphaf samninganna árið 1815, sem gefið er út af kon- ungi, en byggir á tillögum norsku stjórnarinnar, er haldið fast fram rétti Noregs til hjálendnanna. Þar er meira að segja bætt við kröfu um hluta af nýlendum Dana utan Evrópu. Arið 1818 er allt annað upp á teningnum. Þá gerir norska stjórn- in ákveðið tilboð í deilunni um skuldaskiptin, og eins og til þess að réttlæta, hve lítið hún býðst til að greiða af ríkisskuldunum, kvartar hún und- an því, að Danir hafi haldið eftir hjálendum 10

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.