Mímir - 01.03.1967, Síða 13

Mímir - 01.03.1967, Síða 13
SVERRIR TÓMASSON: EIKARLUNDURINN ATHUGANIR Á TVEIMUR KVÆÐUM PÁLS JÓNSSONAR Á STAÐARHÓLI.1 I. „Páll var eitt útvalið skáld, ofbjóðanlegur í orð- um og lét fátt ótalað”,2 segir Jón lærði Guð- mundsson í riti sínu, Um ættir og slekti. Að vísu er hér fullsterkt til orða tekið. En 16. öld- in elur ekki margt útvalinna skálda. Einna sér- stæðast þeirra er án efa Páll Jónsson (f. um eða eftir 1530, d. 1598),2 sýslumaður á Staðarhóli; skáldskapur hans sker sig úr kveðskap þeirrar tíðar; og sjálfur mun maðurinn hafa átt sér fáa líka. Alla ævi á hann í stöðugum erjum. Samt rnunu þjóðsagnir af kvennamálum hans vera frægastar. Þær einar hafa átt drýgstan þátt í því að nafn hans er í alræmi um aldir; svo jafnvel enn í dag þykir að þeim nýjabrum. Enda þótt Páll sé talinn útvalið skáld af Jóni lærða, virðast kvæði hans ekki hafa kallað til margra annarra. Varðveittur kveðskapur hans er harla lítill að vöxtum. Segja má, að eftir hann liggi fimm eða sex kvæði og á annan tug lausa- vísna, kviðlinga. Vitnisburður Jóns lærða er eina samtíma- heimildin um, að Páll sé skáld. Jón Espólín fellir reyndar inn í frásögn sína af Páli bréf frá honum til Guðbrands biskups Þorlákssonar.1 Þar segir m. a. svo: bid eg ydr oc Halldóru mína, at láta ei þann bæklíng neina siá nema systr sína. Er þar fyrst af gódri oc illri túngu, náttúrulegri vörn, eyktardiktr, hiónadans, af náttúrunni, neydinni, vitskunni, útlagníng Halldóru minnar, mótkast, aptrlagníng, míns siálfs practica leinileg; nockr stycki af nyrri kynníngu Doctors Nicolai Machiavelli Florentini, hvers heila practicam eg hefi fyrir fáum árum oc með visum begripit. It. ydar vísr, eitt litit qvædi Halldóru, af kristilegri Oeconomia stycki, bodit til brullaups. Þarna kemur í ljós, að Páll hefur sent biskups- dætrum bækling með kvæðum, sem hann hefur sennilega ort sjálfur, enda þótt ekki sé loku fyrir það skotið, að með hafi flotið þýdd eða jafnvel þýzk kvæði, því á öðrum stað í bréfinu hrósar hann þeim systrum fyrir þýzkukunnáttu. I öðru bréfi, sem enn er til í eiginhandarriti, segir hann á einum stað:5 Syne þeir sina list og kunnattu j jslendskunne er mig lasta. Hierinn lastar þui watnid: hann kann eci synda... Er bersýnilegt, að hér á hann við skáldskap sinn. I sama bréfi yrkir hann vísu, sem vel kynni að eiga við um skáldskap hans, þótt það sé ekki ljóst af sambandinu.0 — Einkennilegt er það, að Páls er ekki getið í Sciagraphiu Hálf- dáns Einarssonar.7 Jón Ólafsson frá Grunnavík minnist heldur ekki á hann í rithöfundatali'sínu, enda þótt hann vitni til vísu Páls í Orðabók sinni og riti aðra niður í annað hdr, og hripi auk þess sérkennilegt tilsvar Páls niður í Lexikon sinn.8 Það er í hæsta máta furðulegt, að Páls skuli ekki vera betur getið á skáldabekk; helztu höfðingjar og lærdómsmenn, t. d. á 17. öld voru þó ættmenn hans, af Svalbarðsætt. Eg get að- 13

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.