Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 14

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 14
eins fundið eina skýringu á þessu. Systorsynir hans tæpa á því í bréfi, að hann sé varla með öllum mjalla.9 En átta skrifarar handrita frá 17. og 18. öld eigna honum kveðskap, svo að enginn vafi leik- ur á. Það verður því að taka vitnisburð þeirra og Jóns lærða trúanlegan, unz annað sannast. Kvæði Páls og vísur er að finna á víð og dreif innan um margs konar samtíning í 24 hdr.10 Flest eru þau ung. I Lbs. eru 18 hdr., í íslenzku handritasöfnunum í Kaupmannahöfn 5, og loks er eitt 'hdr. í Þjóðs'kjalasafni.11 I hdr. frá 18. öld finnst megnið af kveðskap Páls. Að því, sem séð verður á skrám, eru þau flest ættuð frá tveim svæðum, Breiðafirði og héruðunum þar í kring, svo og Eyjafirði og Skagafirði. En einmitt á þessum þingum kveður mest að Páli. Hann er fæddur á Svalbarði við Eyjafjörð, en dvelst mest- an part ævinnar á höfuðbólunum, Staðarhóli og Reykhólum við Breiðafjörð. Mestur hluti kveðskapar hans virðist hafa varðveitzt í munnmælum á þessum sveitum. Til þess benda þjóðsagnirnar, sem í nokkrum hdr., t. d. Lbs 122 8vo, eru skráðar um leið. Stund- um standa þær í sambandi við vísurnar, en oftar er um eins konar alþýðuskýringar að ræða. Yngstu hdr. eru 19- aldar rit og flest skrifuð eftir hinum frá 18. öld, auk þess nytja eftirrit- ararnir Arbækur Espólíns og Sýslumannaæfir II. (Lbs 167 8vo t. d.).12 Aðeins einn skrifari, Jón Sigurðsson, ritar eftir elzm varðveittu hdr. (JS 402 4to). 19- aldar hdr. eru því flest ónýt við könnun á texta.13 Um prentun á kveðskap Páls get ég verið fá- orður. Hann hefur hvergi verið prentaður í heild. I Árbókum Espólíns og Sýslumannaæfum II.14 er hluti hans prentaður. Það er fyrsta prent- un hans. En fyrstu textarannsókn gerði Jón Þor- kelsson í riti sínu Om Digtningen, og er mikill hluti kveðskapar Páls þar prentaður. Fer J. Þ. eftir hdr., en því miður ekki ætíð eftir hinum elztu varðveittu. En hafa verður í huga, að um frumrannsókn er að ræða og má margt á henni græða. Sama saga verður ekki sögð um rit P. E. O., Menn og menntir IV. Þótt höfundur sé manna kunnugastur hdr. Lbs. og annarra safna, er lítið eða nær ékkert mat lagt á einstök hdr. eða texta þeirra. Höfundur tekur orðamun úr hdr. af handahófi. Upptalning hans á hdr., þar sem kveðskap Páls er að finna er heldur ekki tæm- andi.15 Aðrar bækur, sem hafa að geyma kveð- skap Páls, eru ekki fræðilegar útgáfur. í hdr. Lbs 512 4to og ÍB 639 8vo er að finna tvö sérstæðustu kvæði Páls. I hinu síðar- nefnda er ljóð það, sem nefnt hefur verið Eikar- lundurinn,w en í hinu Blómið í garðinumd'' Þessi ljóð finnast ekki í öðrum hdr. ÍB 639 8vo telur P. E. Ó. ritað á ofanverðri 18. öld af séra Birni Halldórssyni í Sauðlauks- dal. Það komst síðar I eigu Guðmundar Magn- ússonar í Varðgjá, og þess vegna er það á sum- um bókum nefnt Varðgjárkver. Kvæðið Eikar- lundurinn er hér sex erindi og stendur á 278. —280 bl. í hdr. Fyrirsögn: Ejusdem 1556. Á undan því í hdr. er vísa, sem greinilega er eign- uð Páli; upphaf hennar: Laat þig ecki i Liöse atttid. Kvæðið var fyrst prentað í riti J. Þ. Om Digtningen, 386—387, eftir þessu hdr., athuga- semdalaust. Lbs 512 4to álítur P. E. Ó. skrifað á öndverðri 18. öld. A því er ein hönd óþekkt. Kvæðið er að- eins 2 erindi og stendur á 13. bl. hdr., öfmstu síðu þess. Fyrirsögn: Stadar Hlols'j Pátt: Kvad þetta. Kvæðið er fyrst prentað í Sögu Magnúsar prúða ásamt athugasemdum J. Þ. Fara hér á eftir þessi tvö kvæði, prentuð staf- rétt eftir hdr. Bönd og límingarstafir eru leyst upp á venjulegan hátt. EIKARLUNDURINN Eg geck ein» morgun arla 1 ut at skemta mer Dagur gaf Drengium varla dyra birtu af ser Fram hia faugrum lunde 5 ferdaz górdeg þa Furdu fagur var sá. 14

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.