Mímir - 01.03.1967, Síða 16

Mímir - 01.03.1967, Síða 16
Og: L?«fit og greinir grænar Víst var vedrit hreint. Eða: None nærri mundi nálega vedrit hvast Dálegur Stormur dunde dreifdiz lauíit fast Lýsingarorðin eru hér aðdáanlega hnitmiðuð. I fyrstu er birtan dýr, dyrmæt, án hennar gæti lundurinn ekki þrifizt. Um miðjan morgun er veðrið orðið hreint, bjart, heiðskírt. En í 5. erindi leikur skáldið sér að tveimur lýsingarorð- um,18 sem mjög eru skyld að merkingu: nálega af nár, en dálegur af dá, þ. e. a. s. stormurinn veldur dáinu; hann sviftir berki og næfri af. Skáldið færir sér líka í nyt annan þátt. Upp- hafið minnir óneitanlega á ljóð farandsveins- ins, sem heldur í morgunbítið út í skóg: Eg geck ein» morgun arla ut at skemta mer Síðasta vísuorðið í hverju erindi er einnig sér um stuðla og hefur keim af viðlagi þjóðkvæðis. Skáldið beitir líka endurtekningu hæversklega. Það talar um greinir grænar, sem greiðast yfir sig út, en í síðasta erindinu eru greinarnar góðar. A ytra borði er kvæði þetta aðeins náttúru- lýsing. Skáldið syngur skógarlundi lof og þykir eftirsjá í greinum hans og laufi, sem stormur- inn feykir á burt. Ef unnt er að ráða eitthvað annað af texta þessa kvæðis, hlýtur ráðninguna að vera að finna í síðasta erindi, þegar eikin stendur ein og nakin eftir. En svo hafa ásta- og kvennamál Páls verið mönnum hugstæð, að þeir hafa bendlað nær hvert vísubrot hans við þau. Glöggskyggnir fræðimenn eins og P. E. O. og Sigurður Nordal hafa sett kvæði þetta í sam- band við kvennamál hans, enda þótt þeir greini aðalkjarna þess að öðru leyti. P. E. O. segir t. d.10 Til Helgu er og líklega kvæði, heimspekilegs efnis, sem talið er í handriti orkt af Páli 1556. Það er 6 erindi. Er ævi mannsins þar líkt við eik og lýst, hversu þroski hennar verður frá bernsku til þess hún er full- tíða, eða eins og skáldið sér eikina að morgni, miðjum morgni, dagmálum, á hádegi og nær nóni, er eikin hefir misst skrúð sitt og greinir. Þetta er allfagurt kvæði og einstakt í sinni röð í íslenzkum kveðskap þeirra daga, líkingar góðar og undir niðri sem dul- inn harmur. S. N. tekur undir með honum:20 P. E. Ó. getur þess til, að það sé ott til Helgu og kallar það „heimspekilegs efnis". Er hvorttveggja rétt. En allur er varinn góður. S. N. ber þetta kvæði saman við hið kunna kvæði Ronsards, A Cassandre, og bætir síðan við:21 En hins er líka rétt að minnast, að Páll setur líkinguna fram án nokkurra ávarpsorða til Helgu. Þar er vafa- samt, hvort hann hefur farið eftir erlendri fyrirmynd, og þar sýnir hann ekki litla hófsemi. Hefur hún þó varla verið talin til skapþátta þessa margþætta manns. Það er nú einmitt mergurinn málsins. Skáld- ið ávarpar hvergi konu í kvæðinu. Hér er aðeins um allegóríu, líkingardæmi að ræða. Inntak þess er því: Skömm er manns ævi, eða eins og séra Hallgrímur Pétursson orðar það í sálminum:22 Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með ftjóvgun hreina fytst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skotið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. I bréfi því, sem birt er hér að framan, sendir Páll biskupi og dætrum hans bækling fullan af kvæðum; þar er á meðal eitt, sem Eyktardiktur heitir.22 Eg get ekki varizt þeirri hugsun, að ein- mitt það sé kvæðið um Eikarlundinn; á einni eykt getur allt breytzt, svo er lífið hverfult. Kvæðið, Blómið í garðinum, er einfalt og lát- laust í sniðum. Það er aðeins tvö erindi. Þó hafa sumir fræðimenn freistazt til að marka ástir Páls til Helgu Aradóttur af því. J. Þ. fullyrðir bein- línis, að kvæðið sé ort í tilhugalífi þeirra Páls um 1556.21 Sízt dettur mér í hug að skipta mér af því blæjubrumi, enda kemur það kvæðinu lítið við. 16

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.