Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 18

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 18
Ick gink my gistern morgen spasseren dorch den woldt ick hörde de vögelin singen, se sungen jung und oldt, unde ick hörde se also gevne singen. Þetta eru þó ekki viðlög eins og íslcnzku dæmin, sem sennilega eru frá svipuðum tíma og Eikarlundurinn eftir Pál,31 enda þótt örðugt sé að tímasetja þau. Eftirtektarvert er, að íslenzku viðlögin standa bæði með veraldlegum og trú- arlegum Ijóðum. Aftur á móti kippir ljóði Páls, Eikarlundinum, í annað kyn, sem reyndar má telja afsprengi þjóðkvæða. Lundur Páls er symból, tákn. Þar fylgir Páll erlendri skáldskapartízku, sem mjög var í hávegum höfð meðal heldri manna á Þýzkalandi og Danmörku. Af þessum skáldskap eru fyrirferðarmest ásta- og trúarljóð. Skýrasta einkenni þeirra er táknmál þeirra. Tákn manns- ins, er annaðhvort tré eða blóm, sem að vísu fær aðra merkingu í trúarljóðum. Rósin er líka oft tákn dauðans, þótt ekki sé um sálm eða bæn að ræða. Brunakvæðin hefjast venjulega á því, að skáldin draga upp mynd af blómi og lýsa því fagurlega. En hún er síðan afhjúpuð í einhverju erindinu, nema um allegóríu sé að ræða. Svip- aður tvíleikur og hér á sér stað, annars vegar tákn, hins vegar manneskjan kemur og fram í myndlist tíðarinnar. Hér skal ég birta nokkur dæmi af þessum kveðskap; svipar þessum þýzku vísum ekki til kvæðis Páls, Blómsins í garðinum?33 Ein edles röslein zarte, von roter farben schön, Bliit in meins herzen garte, fiir all blumlein ichs krön. Es ist mein wohlgemute das schöne röslein rot Erfrischt mir sin und mute errett aus aller not. Og danskir kveða:34 Ieg plantet en lilie en afftens stund, ieg synntis thett enne att were; nu gledis mitt hierte saa mange lunde, som fpre mon forrigenn bere. Denn lilie hun er bud huid och rpd, ieg kannd icke finde hindis lige; vill hun mig holde, thett hun haffuer mig sagd ieg will hind aldrig suige. Ljóðmál kvæðanna er keimlíkt; hér er rósin rjóð, liljan rauð og hvít; en Páll kvað: riett sem Rösenw hvijta, / eda Rin»e blod i sniá,. Og er þessi þýzki bragarháttur ekki áþekkur þeim, sem Páll yrkir undir:35 Ich gleich sie einem engel die wunderschönste mein; Ir hárlein als ein sprengel, ir wenglein rot als ein rubein Zwei blanke ermelein, die sind schmal, darzu ein roten mund, freundlich zu aller stund. Brunakvæðin erlendu voru jafnt kveðin til karla sem kvenna. Til eru dönsk kvæði frá 16. öld, þar sem tréð er tákn mannsins, Eitt þeirra hljómar svo:36 Ther stander ett thræ forinden wor gaar, mett ære oc dygtt er thett beuartt, mett dyrbar grenne. Thett thræ thett ber saa fauffuer en fruct mett rosser oc lillier aff alskens thuct, thi blomster er rossens rpde. Og í þriðja erindi afhjúpast myndin: Och mylde myn kiæriste wenn thencke wed siig, huor ælskuoues sorrig hun tuinger mig baad lpnliig oc obenbare. Einkar athyglisvert er, að til eru tvær gerðir af þessu kvæði, og er önnur stíluð til konu en hin til karls. En Eikarlundur Páls er ekki bruna- kvæði. Fundið hef ég kvæði eftir norskt skáld, Claus Berg, kanúka í Osló, og nefnist það Ros- entræet. Það hefst svo:37 FRED wdi mange Aare Offuer to hager stod, Thi der vaar inden faare Jt Rosentræ saa god, Som nu aff Vinters kulde Oc aff en Sne saa stor, Som met den Vinter fulde, Er slaget ned til Jord. 18

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.