Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 25
í þessari gátu er meiri frásögn og rýmra en í
ljóðaháttargátunum. Lýsingin er því rækilegri
og myndin margbrotnari, en vel er á öllu haldið.
Skemmtilega er lýst sambandi fuglanna. Þær
eru ambáttir herra síns, og við sjáum þær kjaga
til hreiðursins álútar, en svanurinn er á sveimi
utan við eyjarnar, hnarreistur og tígulegur.
Myndin er skýr og lífi gædd.
Sérstakan sess skipa fjórar undurfagrar gát-
ur um öldur. Þær bregða upp mynd af dætrum
Ægis hverri frá sinni hlið. Eitt dæmi skal látið
nægja:
Notaleg kímni er einnig í lýsingu kýrinnar.
koma þar m. a. fram þeir eiginleikar hennar sem
löngum hafa verið kúasmölum og fjósamönn-
um mestur þyrnir í augum, seinlæti og sóða-
skapur. Gátan er svona:
Fjórir hanga,
fjórir ganga,
tveir veg vísa,
tveir hundum varða,
einn eftir drallar
og jafnan heldur saurugur.
Hverjar eru þær brúðir,
er ganga í brimserkjum
og eiga eftir firði för;
harðan beð hafa þær
inar hvítfölduðu konur
og leika í logni fátt?
Hér má sjá hnarreistar bárur flykkjast af hafi.
Það brýtur í ölduhryggjum og löðrið hrynur nið-
ur í öldudali. Loks brotna þær á klöppum í flæð-
armáli. Þetta minnir skáldið á brúðför. Brúðirn-
ar klæðast hvítum serk og bera brúðarfald. Þess-
ari brúðför lýkur heldur skyndilega, og hljóta
þessar brúðir óneitanlega harðan brúðarbeð.
Endalok þeirra kalla fram aðra mynd: sá dagur
mun koma að konur þessar falda ekki lengur
hvítu.
I nokkrum gátum kemur fram ósvikin kímni-
gáfa. Spaugileg er t. d. lýsing á áhrifum öls á
mannkindina:
Hafa vildag
það í gær hafða,
vittu hvað það var:
lýða lemill,
orða tefill
og orða upphefill.
„Fái honum mungát, það lemur margra vit;
sumir verða margmæltir þar af, en sumum
vefst tungan, svo að ekki verður að orði."
Margir kannast við þessa gátu eins og hún hef-
ur verið höfð á síðari öldum:
Fjórir ganga,
fimm hanga,
einn dinglar aftan við,
aldrei kemst hann fram fyrir.
Þessi gáta hefur verið kunn svo að segja í hverri
sveit í Evrópu og víðar. Langelzta uppskrift
hennar er í gátum Gestumblinda. Talin er hún
þýzk að uppruna.
Yarla er hægt að komast hjá að finna hæðn-
isbroddinn í þessari gátu:
Sá eg á sumri
sólbjörgum í
verðung vaka
vilgi teita;
drukku jarlar
öl þegjandi,
en æpanda
ölker stóð.
„Þar drukku grísir gylti, en hún hrein við."
Hugmyndin um æpandi ölker er svo sem nógu
skemmtileg, en líkingin nær lengra. Skáldið lík-
ir grísahópnum við hirð og virðist ekki bera
djúpa virðingu fyrir jörlum. Það er ekki laust
við manni fljúgi í hug að skáldið hafi einhvern
tíma verið við hirð erlends konungs, staðið
25