Mímir - 01.03.1967, Page 27
ÓLAFUR EINARSSON:
SÖGUNÁM við háskólann í osló
Stúdent, sem hefur nám í sögu- og heimspeki-
deild háskólans í Osló, getur valið milli 40
námsgreina. Tvenns konar |embættisprófi er
hægt að Ijúka frá deildinni, lægra stig er cand.
mag., en hærra stig cand. philol.
I cand. mag. prófi eru þrjár prófgeinar og
námstími 4—AV2 ár. Prófstigin í hverri grein
eru tvö, „grunnfag", meðaltími 2 misseri, og
„mellomfag", sem tékur yfir þrjú misseri (þ. e.
eitt misseri umfram „grunnfag"). Til að hljóta
cand. mag. próf þarf stúdent að hafa eitt „grunn-
fag" og tvö „mellomfag".
Við cand. philol. próf er um mun meiri sér-
hæfingu að ræða. Að loknu cand. mag. prófi
geta stúdentar gert einhverja prófgreinanna að
aðalnámsgrein („hovedfag"). Meðalnámstími er
3—4 misseri og er aðalverkið að semja kjör-
sviðsritgerð.
Sögunámið
Stúdent, sem hyggur á sögunám, verður því
fyrst að taka tvær aukagreinar og velur þær
yfirleitt úr hópi hjálpargreina sagnvísinda þ. e.,
ef viðkomandi hyggur á kennslustarf, þá velur
hann tungumál. Að því loknu hefst sögunámið,
„mellom- og hovedfag" í mannkyns- og Norð-
urlandasögu.
Á fyrstu tveim misserunum í „mellomfagi",
á stúdentinn að reyna að öðlast gott yfirlit yfir
söguna í heild. Hann getur valið einstölc tímabil,
sem hann kynnir sér nákvæmlega, en hraðles
önnur. Þó verður hann að kynna sér nákvæm-
lega mannkynssöguna eftir 1780, og öll Norður-
landasagan er lesin nákvæmlega. Á síðasta
misseri í „mellomfagi" sérhæfir hann sig í á-
kveðnu tímabili og auk þess rannsakar hann
heimildir og atburðarás einhvers ákveðins at-
burðar.
Mannkynssögunni er skipt þannig í tímabil:
I Hellas frá tímum persastyrjaldanna og
saga Rómarríkis frá Sulla til falls ríkisins.
II Ca. 500—1300 e. Kr.
III Ca. 1300—1600 e. Kr.
IV Ca. 1600—1780 e. Kr.
V Ca. 1780—1870 e. Kr.
VI Ca. 1870—1945 e. Kr.
Noregssögunni er skipt þannig: I. 400 f. Kr.
—1000 e. Kr. II. 900—1319- III. 1300—1600.
IV. 1600—1800. V. 1800—1884. VI. 1870 —
1945.
I „hovedfagi" velur stúdent einnig eitthvert
þessara tímabila, þó annað en hann valdi við
„mellomfag". Kjörsviðsritgerðin verður að vera
byggð á eigin rannsóknum og sýna, að höfund-
ur kann að hagnýta sér heimildir.
27