Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 29
GUNNAR STEFÁNSSON:
„HRYNJANDI STUNDAR OG STAÐA"
Þankar þeir, sem hér fara á eftir, eru að uppruna
kaflar úr talsvert lengri ritgerð, sem ég samdi fyrir
rúmu ári, um ljóð Hannesar Péturssonar. Ritnefnd
Mímis óskaði efdr hluta af ritgerðinni til birtingar.
Að vísu var grein þessi alls ekki samin með það í
huga, að hún kæmist nokkru sinni á prent, en ég taldi
mig þó ekki geta vikizt undan þessum tilmælum, og
varð að samkomulagi að velja til birtingar þann hluta,
sem fjallar um síðustu bók Hannesar, Stund og staði
(1962), svo og lokakafla ritgerðarinnar, um ljóðform
Hannesar og stöðu innan íslenzkrar ljóðlistar. Þess
er að gæta, að annmarkar eru á að slíta kafla út úr
greininni svo að vel fari, en um slíkt er ekki að fást,
og hef ég ekki gert breytingar á henni svo neinu
nemi. Vona ég, að þetta ófullkomna spjall geti orðið
einhverjum til ánægju og kannski nokkurrar glöggv-
unar. G. St.
Stund og staðir er að mínu áliti á ýmsa lund at-
hyglisverðust ljóðabóka Hannesar Péturssonar,
þótt hún virðist hafa notið minni vinsælda en
hinar bækurnar tvær. Slíkt er að vísu skiljan-
legt, hún hefur ekki Ijóðrænan þokka á við I
sumardölum né rómantískt skrúð Kvæðabókar;
í henni eru hvorki sviptigin söguljóð, fíngerðar
stemningar né safarík náttúruljóð. En Stund og
staðir er e. t. v. nútímalegust allra bókanna að
viðhorfum og sumpart að formi. Hún styrkir þá
trú, að Hannes muni enn sem áður leita á ný
mið, því að hver bók hefur til þessa orðið
nýr og merkur áfangi á ferli hans, þær bera
allar eigið svipmót. Það er þessi ferskleiki og
stöðuga leit, sem er að mínu viti hvað þýðingar-
mest um stöðu Hannesar Péturssonar í íslenzkri
ljóðlist. En nú sný ég mér að Stund og stöðum
og mun gera í stuttu máli grein fyrir þáttum
bókarinnar og þeim eiginleikum hennar, sem ég
tel merkasta.
Fyrsti kafli nefnist Raddir á daghvörfum, til-
brigði við tíu þjóðsögur. Raddirnar, sem tala í
ljóðum þessum, eru sem hér segir og í þessari röð.
Sigmaðurinn í Drangey; Arni á Hlaðhamri, sem
myrti tengdason sinn; Málmeyjarbóndinn, sem
fór með séra Hálfdani í Felli að sækja konu sína
í tröllahendur; Sveinn skotti, sonur Axlar-
Bjarnar, hins alræmda morðingja. Þá er Hlini
kóngsson, sem féll í hendur flögðum; maura-
púkinn, er leikur að fé sínu í gröfinni; Galdra-
Loftur; líkræninginn, sem fór í slóð Reynis-
staðabræðra; hellisbúinn, sem dvaldist meðal
þursa, og loks griðkona, sem fór með djákn-
anum á Myrká. (Allar eru sögur þessar í Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar). — Um Axlar-Björn
orti Hannes áður í Kvæðabók, ennfremur um
Galdra-Loft, út af sögunni um Reynisstaða-
bræður, svo og djáknann á Myrká.
Þótt þannig sé víða sótt til fanga í heimi ís-
lenzkra þjóðsagna, er hitt bersýnilegt, að höfund-
ur ætlar sér sýnu meiri hlut en endursegja sög-
urnar. Efnismeðferðin er að nokkru hliðstæð
Kvæðabók, en á hinn bóginn öllu viðhafnar-
minni, einfaldari og yfirleitt svipdaufari. T. a.
m. orkar Tíunda rödd ekki nándar nærri eins
sterkt á lesandann og Djákninn á Myrká í
Kvæðabók. En einfaldleiki og óbrotinn kveð-
29