Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 31

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 31
formið er aðeins aðferð sem hægt er að grípa til ef manni býður svo við að horfa. Með hinu frjálsa formi hefur íslenzkri ljóðlist bætzt nýtt form, án þess að hin fyrri missi við það gildi sitt"3. Kaflinn hefst þannig (1, bls. 45): Hvers mega sín orð Ijóðsins? Stálið hefur vængjazt og flýgur langt út fyrir heimkynni arnarins. Hvers mega sín orð þess? í þessum orðum er fólginn grunntónn ljóða- flokksins og þar með bókarinnar. Hér er til um- ræðu frumvandi þeirrar tegundar, sem kallar sig homo sapiens: Sú brennandi spurning, hvers má sín mannlegur andi í heimi, þar sem allt er á hverfanda hveli, „stálið hefur vængjazt" og maðurinn á „vizku vígorðanna" eina að leiðar- ljósi? Manninum auðnast ekki að höndla það stutta andartak, sem honum er gefið færi á að lifa; um hann næða kaldir stormar, sem vilja svipta þaki öryggisins ofan af höfði hans. Hann er hnepptur í „aðsetur lyginnar / þetta hreiður hégómans", og hið eina, sem getur frelsað hann, er Surtarlogi „eldlegrar hugsunar", sem fær brennt hjómið til ösku og skírt mannlegar sálir í logum sínum. Annað ljóð þessa flokks (bls. 46) er mér sér- staklega hugstætt: Skoplitla þjóð undir stórum himni vorborinnar sögu. A vængjum fortíðarinnar bar þig til móts við frelsi þitt — draum þinn og landið véberg í hafinu. Bíður þú nú flóðsins bundin í sker? Þessi mynd er átakanleg; getur skelfilegri ör- lög en manns, sem bíður flóðsins, bundinn í sker? En ég tel, að í þessu örstutta Ijóði sé brugðið upp svo frábærlega skarpri mynd af á- standi íslenzku þjóðarinnar nú um stundir, að betur verði trauðla gert í löngu máli. Þótt dimmt sé yfir flestum þessum ljóðum, leikur bjarmi um sviðið í lokin, bjarmi trúar á sigur göfugra lífs yfir vizku vígorðanna. I síð- asta ljóðinu (vll, bls. 51) segir, að undarleg verði dögunin eftir þessa köldu nótt, guðinn er þagnaður, og augu mannsins eldast, líf hans líður hjá: Undarleg: tími, merktur tvídrægum vilja og ugg mettur af yzta myrkri og þó svo göfugur þó svo fagur og þó svo nýr. Fjórði kafli bókarinnar nefnist Staðir og mun ortur upphaflega að mestu á ferðalagi um Vest- ur-Evrópu sumarið 1960. Þetta eru snotur ljóð, en sæta naumast stórtíðindum. Þótt þau fjalli á yfirborðinu um fjarlæga staði, er grunntónn þeirra flestra ámóta og annarra í bókinni. I Rósenborgargarði (bls. 56) segja veiðimenn- irnir: við sitjum nú hér í vorblænum, veiðidýr sjálfir hins vopnbúna dags sem er skollinn á. Þá má nefna Stórborg (bls. 64) og ennfrem- ur Við gröf Rilkes (bls. 58). — Um austur- ríska skáldið Rilke (1875—1926) orti Hannes einnig í Kvæðabók, þýddi ennfremur bók eftir hann, Sögur af himnaföður (1959), og má geta því nærri, að Rilke hefur haft á hann nokkur áhrif, þótt ekki treystist ég til að rekja þau að svo komnu. Fimmti kafli bókarinnar er sonnettur, allar vel gerðar. Hannes segir að vísu, að þær séu: „tæpast sonnettur í strangasta skilningi, til þess 31

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.