Mímir - 01.03.1967, Side 33
ið á ljóðum mjög margra skálda á seinni tímum,
einkenni sem nú ryður sér óðfluga til rúms hér.
Ljóðið er ekki lengur hugsað sem eins konar
samtal við lesandann, heldur eins og bygging
sem skáldið reisir á víðavangi, hverfur síðan frá
og lætur lesandann um að leita þangað og dvelja
þar.''7
Endursköpun ljóðsins, hið innra og ytra, brýzt
til ríkis með glæsibrag í fyrstu Ijóðum Stefáns
frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar. Þar er öll
meðferð ljóðmálsins orðin næsta einföld, kenn-
ingum hafnað, og formið gert eins óbrotið og
verða má, jafnvel seilzt til formfrjálsra þjóð-
kvæða og þulna sem fyrirmynda. Skáldin, sem á
eftir koma, (s. s. Tómas Guðmundsson) halda
sig á líkum slóðum, og ennfremur Steinn Stein-
arr í fyrstu. En Steinn varð síðar frumkvöðull
nýs skáldaskóla og helzta fyrirmynd og átrúnað-
argoð fjölmargra yngri skálda. I lok skáldferils
síns sendi hann frá sér ljóðaflokkinn Tímann
og vatnið með mottói Archibald MacLeish: „A
poem should not mean, but be". Þar var hefð-
bundnum viðhorfum að mestu vikið til hliðar,
og ljóðið flytur einungis óskipulegar svipmynd-
ir, fremur ætlaðar til skynjunar en skilnings.
Þessum kveðskaparstíl hafa yngri skáld mjög
líkt eftir við misjafnan orðstír. En Hannes Pét-
ursson sker sig úr þeim hópi. Þótt hann sé að-
dáandi Steins, eins og fram kemur í formála
hans að lausmálssafni Steins, Við opinn glugga
(1961), getur Hannes á engan hátt talizt læri-
sveinn 'hans. Að vísu á hann það sammerkt við
Stein að yrkja stutt ljóð og myndræn, en þar er
um að ræða almennt einkenni á ljóðum seinni
tíma, og kemur til af þeirri gagngeru breytingu
á viðhorfi skálda gagnvart ljóðinu, sem áður
var rakin. — En nú mun mál að nefna það
skáldið, sem almennt hefur verið álitið læri-
faðir Hannesar Péturssonar öðrum fremur, —
Snorra Hjartarson. — Þess má geta, að Steinn
Steinarr neitar því í blaðaviðtali (Við opinn
glugga, bls. 117), að Hannes sé lærisveinn
Snorra, en telur hann hins vegar hafa lært af
Jóni Helgasyni. Þessu hef ég ekki séð haldið
fram annars staðar og tel það hæpið.
Sumir hafa látið að því liggja, að skáldskapur
Hannesar sé nánast endurskin af glitvefnaði
Snorra, ljóðform hans stæling á formi Snorra
o. s. frv. Þetta er auðvitað reginfirra; enginn,
sem les bækur Hannesar, ætti að ganga þess
dulinn, að hann hefur í öndverðu skapað sér
eiginn ljóðstíl. Hins vegar má sjá töluverð áhrif
frá Snorra, einkum í fyrstu bók Hannesar,
Kvæðabók. Slíkt er að sjálfsögðu á engan hátt
ámælisvert; öll skáld nema af eldri skáldum,
og Snorri Hjartarson er viðurkenndur einn mest-
ur fagurkeri íslenzkrar Ijóðlistar á þessari öld
og því ekki í kot vísað að nema af honum Ijóð-
mál og bragform. — Ég nefni eitt dæmi um á-
hrif Snorra á myndsköpun Hannesar og orðfæri,
en hér eru þau að vísu óvenju augljós:
Snorri:
Döggfall á vorgrænum víðum
veglausum heiðum,
sólroð í svölum og góðum
suðrænublæ.
Stjarnan við bergtindinn bliknar,
brosir og slokknar,
óttuljós víðáttan vaknar
vonfrjó og ný.
(Jónas Hallgrímsson, Kvæði)
Hannes:
Náttkul af haustbleikum heiðum
hljótt yfir engjum.
Myrkrödduð muldrar á flúðum
Miðfjarðará.
Heim fetar hestur þinn lyngmó
undir hauststjörnum,
kyrrð er í dölum
Kormákur skáld.
(Kormákur, Kvæðabók)
Ekki er hér staður til að ræða skáldskap
Snorra Hjartarsonar, en benda má á, að Hannes
Pétursson hefur sjálfur gert því efni manna bezt
skil í fyrirlestri, sem prentaður er í Félagsbréfi
Almenna bókafélagsins (17. hefti, 1960).
33