Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 34

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 34
Eitt einkenni forms Hannesar er, að hann fellir iðulega niður endarím, og byrjar stundum nýja málsgrein í miðri ljóðlínu — að dæmi Snorra. Mjög óvíða sleppir hann bæði rími og stuðlum, en af því tæi má þó minna á Ijóðið Ung stúlka (Kvæðabók, bls. 21). Það er íðilfag- urt, og væri hollt fyrir þá menn að kynna sér, sem sífellt hafa horn í síðu formfrjálsra Ijóða og berja jafnvel höfðinu við steininn og neita, að þau geti kaliazt Ijóð. — Um formskipunina hef- ur Hannes annars þetta að segja: „Ég álít, að stuðlasetning, bundin hrynjandi og rím búi allt yfir jákvæðum eiginleikum, sem enn sé hægt og eigi að nýta í þágu nútímaljóðsins. Ég tel ekki að þetta séu forngripir, heldur hjálpartæki, sem standa nútímaskáldinu til boða og þeim eigi að beita þegar þau geta á einhvern hátt aukið gildi kvæðis."8 -—- I Stund og stöðum gengur Hannes lengra til móts við „háttleysuna" svo- nefndu en áður, en segir þó sjálfur, að ekki beri að skilja það á þann veg, að hann sé orðinn bundna forminu fráhverfur.9 Lítt eru ljóð Hannesar Péturssonar lituð af stjórnmálaáróðri eða beinum þjóðfélagslegum bðskap. Að vísu lætur hann í Ijós andúð sína á kommúnismanum í kvæðinu Kreml (I sumar- dölum, bls. 20), en það er líka eina kvæði hans, sem nefna mætti pólitíískt. Þó fer því fjarri, að hann sé skeytingarlaus um stjórnarfarslega og menningarlega framtíð þjóðar sinnar, og má í því sambandi minna á annað ljóð kaflans Stund einskis, stund alls, sem áður var vitnað til. En í ljóðum hans er yfirleitt ekki ádeilubroddur eins og t. a. m. í sumum Ijóðum Snorra Hjartarsonar. Nefni ég þetta hvorki Hannesi til lofs né lasts. Lífsskoðun Hannesar kemur e. t. v. gleggst fram í Söngvum til jarðarinnar (I sumardölum). Hann leggur áherzlu á jarðlífið sem hið eina líf og telur mesm skipta að njóta þess í sem rík- ustum mæli. Það, sem veitir manninum fyllsta hamingju, er „ást / til augnablikanna, tímans sem hverfull þýtur / of dýrmæt, of dýrmæt bráð heiftúð og hatri / hroka sem einskis nýtur". Er ekki einmitt tímabært nú, þegar allt of margir virðast hafa gleymt hinum sönnu verðmætum lífsins, en eltast þess í stað við einskis verða hluti, að boða mönnum þessa djarflegu og hisp- urslausu trú: sé tíminn ei hér tær uppspretta gleðinnar, hverfur, sóast líf vort til einskis, því aðeins á þessari jörð getur unaður, hamingja þróast? Hannes Pétursson skipar þegar heiðurssess meðal íslenzkra skálda, vegna þess að hann helg- ar sig list sinni af meiri alúð og alvöru en þorr- inn af jafnöldrum hans. Honum hafa frá önd- verðu verið ljós þau sannindi, að listin heimtar hvern þann heilan, er sinna vill kalli hennar. Ekkert er listinni hættulegra en sá fjöldi fúskara og glamrara, sem jafnan vill troða henni um tær. En Hannes er nógu sterkur til að lúta hinum ströngu lögmálum hennar. Fyrir það á hann heiður skilið, og sú trúmennska á vonandi eftir að hefja hann til enn meiri virðingar. En Hannes Pétursson er af öðrum sökum merkilegt skáld. Af yngri ljóðskáldum okkar hefur enginn stuðlað meir að því en hann að brúa það bil milli fortíðar og nútíðar, sem mörgum er þyrnir í augum. Hann hefur sam- hæft ný viðhorf í ljóðlist gamalli hefð, stillt hörpu sína til samræmis við breyttan aldaranda, hlýtt kalli hins nýja tíma, en einnig verndað þau sérkenni, sem íslenzk ljóðlist hefur borið um aldaraðir. Á þann hátt hefur hann einnig unnið sér merkissess í íslenzkri bókmenntasögu. Ég vil ljúka þessari grein með því að tilfæra síðasta ljóð Stundar og staða, sonnettuna um guðinn Janus (bls. 73), þann, sem ber andlitin tvö og er guð alls upphafs. Hann þekkir órjúf- anlega einingu alls, og er tákn þess, er æ stend- ur, tákn síferskrar lífsskynjunar, æðri öllum skilningi, skynjunar fortíðar, nútíðar og fram- tíðar í einu andartaki. Og það er einmitt hlut- verk allrar listrænnar sköpunar að draga þessa skynjun til einnar heildar, óforgengilegrar tján- ingar. 34

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.