Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 36
UM BÆKUR
Arnheiður Sigurðardóttir:
Híbýlahættir á miðöldum.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1966.
Fróðlegt er að veita því athygli, hvaða dóma
fræðirit um íslenzk efni fá hjá gagnrýnendum.
Stundum er það svo, að vandaðar og vel unnar
bækur eru taldar of góðar, en bækur, sem fullar
eru af kjaftasögum og alls kyns ótraustum fróð-
leik, eru taldar merk fræðirit, þótt nær væri að
kalla þær sögulegar skáldsögur en fræðimennsku.
Rit það, sem hér verður fjallað lauslega um, er
framlag til íslenzkrar menningarsögu. Margt er
í þeirri grein lítt rannsakað, en þó virðist áhugi
á henni fara vaxandi.
Eins og höfundur getur í formála er bók þessi
að stofni ritgerð til meistaraprófs í íslenzkum
fræðum. Nú er að færast í vöxt, að prófritgerðir
séu birtar oft meira og minna endursamdar, fer
oft — ekki alltaf — vel á því, að slíkt sé gert,
því að efni sumra þeirra er það merkilegt, að
rétt og jafnvel þarft er að kynna það almennum
lesendum.
Bók þessi heitir Híbýlahættir á miðöldum. Að
mínum dómi má efninu samkvæmt skipta henni
í tvo meginþætti. Fyrri þátturinn fjallar um í-
veruhús í þröngri merkingu orðsins, t. d. er ekki
greint frá búri og mateldhúsi, eftir að það þró-
aðist úr hluta af skálanum. Seinni þáttur bókar-
innar fjallar um svefnstaði og innanstokksmuni.
36
Vinnubrögð höfundar eru sagnfræðileg og að
nokkru er stuðzt við uppgrefti. Þegar fornrit eru
notuð, eru þau einkum tekin sem heimild á rit-
unartíma sagnanna. Einnig eru að nokkru við-
hafðar „filologiskar" vinnuaðferðir og athuguð
tíðni og merking orða.
I inngangi er lauslega greint frá híbýlarann-
sóknum á Norðurlöndum. Það verður að teljast
nauðsynlegur inngangur að síðari köflum ritsins,
en er ekki nógu aðgengilegur. Annar kafli heitir
Um þróun íslenzkra íveruhúsa fram til Sturl-
ungaaldar. Þar eru fyrst raktar niðurstöður rann-
sókna Valtýs Guðmundssonar, sem birtust í
doktorsriti hans: Privatboligen pá Island i Saga-
tiden 1889. Niðurstöður Valtýs voru í stuttu
máli, að stofan hefði verið aðalíveruhúsið á
söguöld. Studdist hann þar einkum við ritaðar
heimildir og miðar einkum við tíðni orðanna
stofa og skáli. Arnheiður styðst aftur á móti við
ritaðar heimildir og fornleifarannsóknir að auki,
en fær út, að skálinn hafi verið aðalhúsið á Is-
landi á sama tíma. Matseld á að hafa farið fram
í skálanum í fyrstu, en síðan varð þróunin sú, að
sérstakt eldhús varð til. I kaflanum Miðaldaskál-
inn er gerð grein fyrir heimildum um skálann
fram til loka miðalda, og álítur höfundur, að
hann hafi alltaf verið aðalsvefnhús, þótt víða
hafi einkum á seinni hluta tímabilsins verið
sofið í öðrum herbegjum.
Seinni hluti annars kafla greinir frá stofunni.
Þar telur höfundur, að uppgreftir sanni, að stofur
hafi í rauninni ekki þekkzt á fyrstu öldum Is-
landsbyggðar. I kaflanum Miðaldastofan er rætt
nokkuð áfram um hlutverk stofunnar, sem virð-
ist hafa verið mismunandi á ýmsum tímum. I