Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 37

Mímir - 01.03.1967, Qupperneq 37
sérstökum kafla er fjallað um baðstofuna. Þar er haldið fram, að hitun hafi tíðkazt í baðstof- um lengur en oft hefur verið álitið. Þessi kafli er forvitnilegur, en orðið baðstofa í síðari tíma merkingu hefur lengi valdið heilabrotum. Að lokinni lýsingu á íveruherbergjum koma þáttaskil. I köflunum þar á eftir er fjallað um svefnstaði, borð, stóla, kistur og þess háttar inn- anstokksmuni. Ekki verður hér reynt að endur- segja þessa kafla, en efni þeirra er að mínum dómi ekki síður forvitnilegt en efni fyrri þáttar, enda er þetta rannsóknarsvið mun frumlegra. Ljósmyndir eru margar í bókinni bæði íslenzk- ar og erlendar. Þær gefa bókinni aukið gildi, en aftur á móti er galli, að höfundur hefur ekki látið gera neinar teikningar til að lýsa sínum hug- myndum eða annarra um híbýlahætti. Alls staðar í bókinni styðst höfundur mjög við og vitnar til erlendra rita á þessu sviði, og er það mikill kostur, því að ekki er hægt að skilja upp- haf, þróun né stöðu íslenzkra híbýlahátta án þess að hafa í huga ástand í þessum efnum er- lendis. Tilvitnanir í erlend rit eru alltaf þýddar, og allar tilvitnanir í fornrit eru færðar til nú- tímastafsetningar. Þetta er góður siður í ritum, sem einnig eru ætluð alþýðu og dregur lítt úr gildi ritsins fyrir fræðimenn. Þessi háttur gerir ritið aðgengilegt fyrir hvern almennan lesanda, en honum mega þeir, sem um íslenzk fræði rita, aldrei gleyma. Þegar á allt er litið verður að segja, að bókin sé fremur góð, þó sakna ég þess, að í henni er engin skrá yfir atriðisorð, og verður það að telj- ast verulegur galli. Ekki er og alveg alltaf vísað rétt til heimilda. Framsetning bókarinnar getur stundum verið ruglingsleg, og hún er ekki skemmtileg aflestrar, en slíkt gemr oft hent fræðirit. Þessi bók verður sem flest önnur mannanna verk úrelt, en ekki er hægt að segja, að það sé ókostur. Hún er mikils verð miðað við það stig, sem ritun íslenzkrar menningarsögu er nú á, og lítið væri útgefið, og lítið ynnist einkum á þessu sviði, ef allir vildu aðeins gefa út sígild rit. Ritið er áfangi, sem lengi verður vitnað til. Við lestur bókarinnar vaknar víða fróðleiksfýsn um híbýla- hætti síðari alda og aukin forvitni um menning- arsögu. Verður vonandi ekki langt að bíða þang- að til fleira kemur fram á þessu sviði. Frá hendi útgefanda er vel frá bókinni gengið. Kápa er snyrtileg, band þokkalegt, letur smekk- legt og prentvillur hef ég ekki fundið. Einar G. Pétursson. Snorri Hjartarson: Lauf og stjörnur. 89 bls. Heimskringla 1966. í þessari bók kveður mjög við nýjan tón. Þar ber óvenjulítið á náttúrukveðskap af Jdví tagi, sem skipaði svo stóran og mikinn sess í fyrri bókun- um; þjóðfélagslegt kvæði, sem því nafni gæti nefnzt, er aðeins eitt, Ég heyri þau nálgast. Það kvæði er tíu ára gamalt, birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar 1957. Efnismeðferð kvæð- isins er gamalkunn í Ijóðum Snorra; dæmisagan er sótt til biblíunnar, til Kristssagnarinnar, og efnið gert þannig altækt (sbr. tvö kvæði í Á Gnitaheiði, Þar skal dagurinn rísa og I garðin- um). Kvæðið er örskotsmynd, fyrst heyrast þau nálgast, þá koma þau svo nærri, að við greinum mann með hest í taumi, konu og barn. Sögu- maður ávarpar þau, þau hverfa út í nóttina. Dæmisagan er dregin með mjög einföldum hætti. Hvað átt er við, kemur aðeins beinlínis fram í einu orði, flóttamannsveginum. Að höfðað er til Krists, skynjum við fyrst í 3. erindi: Hún hlúir að barninu, horfir föl fram á nóttina stjarnlausa nóttina (11) og síðan, þegar barnið er nefnt „von ykkar von okkar allra”. 37

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.