Mímir - 01.03.1967, Síða 38

Mímir - 01.03.1967, Síða 38
Hér er því mjög slegið á nýjan streng í þess háttar kvæðum. I stað margorðrar táknmyndar dægra- og árstíðaskipta (Þar skal dagurinn rísa) eða myndagnóttar, þar sem hvert erindi er tví- bentrar merkingar (I garðinum), kemur einföld frásögn undir óbrotnum, en áhrifaríkum brag- arhætti. Snorri er áður þekktur að haglegri notk- un hinna margbrotnustu bragarhátta og litríkri orðasmíð. I þessari bók leitast hann einatt við að einfalda hætti, fara sparlega með orð, en þunga þau merkingu. Þessi breyting helzt í hendur við breytt viðfangsefni og lífsafstöðu. Síðasta kvæði bókarinnar hefst á þessum ljóð- línum: Komnir eru dagarnir sem þú segir um: mér líka þeir ekki (88) Hér er höfðað til þekktrar biblíutilvitnunar: „Og mundu eftir skapara þínum á unglings- árum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: mér líka þau ekki" (Préd. 12. 1). I næsm erindum tekur við skilgreining þeirra daga. Lýsingin á við manninn sem einstakling, bliknandi sólskin, gras og fuglasöng, einmanaleika, einangrun frá mönnum, fánýti alls, sem er. 4. erindi gæti jafn- vel bent til þess, að átt sé við Krist, Messías, ráð- þrota og vonsvikinn í þeirri tilveru, sem hann er borinn til að frelsa, á svipaðan hátt og er í kvæð- inu Dögun: trúin á regnbogann byrgð undir hellu sem enginn morgunn fær lyft (76) Hvað sem um það er að segja, er aðalstef bókarinnar angurværð og tregi horfinna sumra, liðinnar ævi, jafnvel einmanaleika. Myndirnar eru sóttar til náttúrunnar, haustkomu, birtubrigða og eiga til að fá á sig átakanlegan blæ. Hlera ég á haustskógi: heyrast ekki falla aldin af greinum í gras sólþrungin sumur í sölnað gras hvítar hendur mínar haustkaldar (48) Oft er þó teflt fram á móti draumheimi, sem er opinn og frjór þrátt fyrir haust og hversdags- leika, þrátt fyrir sölnuð lauf, þresti á nöktum greinum. Söngþrestir vorlauf Um önnur stræti og annarleg (37) Að ógleymdu þessu undurfagra smákvæði: I gulnuðum reyni sat þröstur og söng út í logngrátt rökkrið flaug upp og stráði laufum af grannri grein steig eins og lítill fönix úr fölskvuðum eldi haustsins hvarf inn í brjóst mitt og syngur þar dægrin löng (70) Af þessum toga er kvæðið Ur lundinum heima, eitt fegursta kvæði bókarinnar. Allt er horfið og liðið hjá, kuldinn næðir nú um þá kletta, þar sem ástin forðum kviknaði. Slokknuð gleðin sem glóði í glugganum handan ár En bergmálið í klettunum vekur nýtt brum, nýtt vor, draummyndir. A straumnum sem stendur kyr líða stöfuð segl inn í mistur Undir laufgaðri siglu leik ég við Iokka þína sem fyr (15). Kvæðin í Laufi og stjörnum eru innhverfari en fyrr, til að mynda hafa náttúrukvæðin mjög breytt um svip. I fyrri bókunum sér Snorri at- 38

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.