Mímir - 01.03.1967, Side 40
tók að dvína á hinum síðari. Þeir höfundar sem
höfðu borið það uppi héldu að vísu áfram að
rita góð verk, en jafnaldrar þeirra og yngri menn
voru aðeins svo sem dauft bergmál af hinum
stóru verkum. Ekki örlaði fyrir nýjum kröftum
sem gætu endurnýjað skáldsöguformið, heldur
streittust menn áfram við að semja kiljanskar
sögur í hefðbundnum stíl, flestir hverjir. Sumir
gerðu það að vísu þokkalega og ber engan veginn
að lasta það. En óneitanlega gerðist sagnaskáld-
skapur vor í daufara lagi og lítt áhugaverður á
hinum síðustu árum. Helgafellsádeilurnar þrjár
og þeir flokkadrættir sem af þeim leiddu voru
einungis talandi tákn hins ömurlega ástands.
Gagnvart þessari lognmollu stóð Guðbergur
Bergsson. Svar hans opinberaðist mönnum fyrir
næstliðin jól: Metsölubók Tómasar Jónssonar.
Þar lýsti hann frati á hefðina á eftirminnilegan
hátt. Ymsir valinkunnir menn hafa þegar lyst því
yfir að bókin sé tímamótaverk. Það mun tíminn
leiða í Ijós.
Tómas Jónsson er torlesin bók með köflum,
en eigi að síður hinn mesti skemmtilestur þeim
sem úthald hefur til að pæla í gegnum hana. A
yfirborðinu er hún saga gamals bankamanns,
Tómasar Jónssonar, sem hann ritar í 17 stíla-
bækur, karlægur og að dauða kominn í kjallara-
íbúð sinni í Hlíðunum; hann liggur þarna, karl-
sauðurinn, í félagsskap kattarins Títu, kvenver-
unnar Onnu (eða Katrínar) og súrefniskúts og
bunar upp úr sér hugarórum sínum. Við kynn-
umst náið ýmsum þáttum ævi hans, en sam-
hengislaust. Krónólógiskri söguaðferð er varpað
fyrir róða, endurminningarnar streyma upp úr
karlinum án röklegs samhengis að mestu, en að
lokinni sögu má gera sér nokkurn veginn ljósa
grein fyrir æviferli Tómasar. Nokkurn veginn,
því að ýmislegt er á huldu, t. d. hinn hroðalegi
kynferðisglæpur sem ásækir Tómas, en lesandinn
fær aldrei komizt til botns í (þetta minnti mig
dálítið á viðlíka glæp H. G Earwickers í Finne-
gans Wake sem sætir svipaðri meðferð. Kven-
persónur sögunnar eiga vanda til að renna sam-
an, sömuleiðis karlpersónur; eitthvert samband
virðist milli Tómasar og Ásmundar sem át íbúð
sína, og í lokin virðist Hermann (eða Svanur)
og Tómas renna saman í eitt.
En tvískinnungurinn nær víðar. Það er fylli-
lega gefið í skyn að bókin sé ekki rituð af Tóm-
asi heldur leigjandanum Hermanni (eða Svani),
sem hlerar mas karlsins gegnum vatnsglas er
hann heldur að veggnum. Af þessu má ljóst vera
að bygging sögunnar er býsna flókin, flest orkar
þar tvímælis og margt er að líkindum endanlega
óskiljanlegt. Skal þó ekkert um það fullyrt að
svo komnu máli, því að margt á vafalaust eftir
að skýrast við nákvæmari lestur.
En hér hefur aðeins verið drepið á annan þátt
bókarinnar. Hinn þáttur hennar er satíran, sem
birtist á svo að segja hverri blaðsíðu, ýmist í
lýsingum atriða úr ævi Tómasar eða í skopstæl-
ingum bókmennta, sagnastíls og fræðimennsku.
Og hér birtist höfuðeinkenni Guðbergs, hin
ofurskarpa athyglisgáfa og hæfileiki til að festa
myndir hluta og atburða í orð. Svið sögunnar,
umhverfi hennar, verður þannig áþreifanlegt og
hlutkennt, og þetta vegur upp á móti huglægum
frásagnarhættinum. Sú mynd sem dregin er upp
af umhverfi oklcar, af íslenzkri þjóð, er að vísu
afskræmd, satírísk. En hún er engu að síður
nákvæm og sönn í smáatriðum; það er aðeins
úrvalið sem er gróteskt. Guðbergur hefur djöful-
lega næmt auga fyrir því í fari fólks sem gerir
það lítilmótlegt og hlægilegt. Hann hefur sömu-
leiðis hárnæmt skyn á klissjur og notar það
óspart.
Guðbergur er líklega fyrsti stórmeistari okkar
í skopstælingu, sem annars hefur verið lítt stund-
uð af Islendingum. Þjóðsögur Tómasar eru skop-
færð dæmi alþýðlegs frásagnarstíls og þjóðremb-
ings, bókmenntakaflarnir tæta í sundur ymis ein-
kenni sagnabókmennta síðari ára, og hin gull-
væga grein Um Kimblagarr er dæmalaust hittin
skopfærsla á spakvizkustíl ýmissa andans jöfra
þjóðarinnar.
Það er einn af höfuðkostum þess forms sem
bókinni er fengið að það getur rúmað næstum
því hvað sem er. Mér er ekki ljós önnur leið tii
þess að koma fyrir í einni bók öllu því ógrynni
efnis sem hér er að finna. Þetta kostar að vísu
40