Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 41

Mímir - 01.03.1967, Blaðsíða 41
þverbrot á öllum viðteknum reglum og verður til þess að varla er unnt að kalla bókina heil- steypt listaverk. En einmitt þetta gerir satíru hennar svo skemmtilega, svo og skortur hennar á boðskap og ídeólógíu (sem mér skilst að sé sumurn þjóðfélagslega þenkjandi mönnum tölu- vert áhyggjuefni). Það er auðsætt mál að bók sem þessi á sér eng- ar beinar fyrirmyndir í íslenzkum bókmenntum. Mér hefur hins vegar sýnst að stíll bókarinnar væri einna skyldastur stíl Þórbergs Þórðarsonar. Endurminningar Tómasar bera oft furðumikinn keim af endurminningum Þórbergs: sama grót- eska skopskynið, sami hispurslausi stíllinn. Stíli Guðbergs er yfirleitt eðlilegur og blátt áfram og laus við áhrif þeirrar tilgerðarstefnu sem Þór- bergur hefur ávallt barizt gegn, sbr. til dæmis greinina Einum kennt — öðrum bent, sem birt- ist í Helgafelli. Þar er og að finna skopstælingu á tilgerðarstíl sem minnir töluvert á skopstæiing- ar Guðbergs. Sverrir Hólmarsson. Þorsteinn Jósefsson: Landið þitt. Saga og sérkenni nær 2000 einstakra bæja og staða. Bókaútgáfan Orn og Oriygur hf. 1966. Nú fyrir jólin kom út bók, sem bar nafnið Land- ið þitt. Höfundur var Þorsteinn Jósefsson blaða- maður, en hann lézt upp úr áramótum. Bók þessi var ausin lofi í blöðum, og viðtökur almennings urðu eftir því. Bókin seldist upp. Er mér bárust þau tíðindi, að nú væri þessi bók að koma út að nýju óbreytt, gat ég ekki á mér setið að minnast hennar lauslega hér í Mími. Undirtitill þessarar bókar er: „Saga og sér- kenni nær 2000 einstakra bæja og staða." Þetta er m. ö. o. staðasaga. Ekki er hverju héraði lýst sérstaklega, heldur eru umtalsverðir staðir hafðir í stafrófsröð. Þessi aðferð er mun vandasamari, og þörf er þá á nákvæmari áætlun og miklum millitilvísunum. Val efnis í bók sem þessa hlýtur alltaf að vera allmikið vandaverk. I fyrsta lagi hvaða staði á að taka og hvernig á að lýsa þeim. Höfundur getur þess í formála, að ekki hafi ver- ið fylgt neinni ákveðinni reglu um val staða nema í einstaka tilvikum og getur þess einnig, að bókin sé gölluð, en segist vonast til, að gall- arnir sníðist af í næstu útgáfum. Liggur nærri að álykta, að höfundur hafi viljað koma út stað- fræðiorðabók, áður en yfir lyki, og er það skiljan- legt viðhorf. Til að kynnast vinnubrögðum höfundar at- hugaði ég nokkuð nákvæmlega öll uppsláttarorð, sem fjalla um mitt fæðingarhérað Dalasyslu. Auk þess kynnti ég mér lauslega næstu héruð til samanburðar. Fyrst er þá að athuga val uppsláttarorða. Sum- ar sveitir eru teknar fyrir sérstaklega, en aðrar ekki, og er ekki að sjá, að neinni reglu hafi ver- ið fylgt. Ekki hefði þó verið óskynsamlegt að lýsa hverri sveit sérstaklega og vísa til allra staða í henni, sem rætt er um í bókinni. Þetta er ekki gert, heldur eru sveitir valdar af handahófi og vitnað til staða af handahófi. Ekki virðist vera nein regla á vali staða. T. d. eru landnámsmenn teknir af algjöru handahófi. Getið er um Erp á Erpsstöðum, en ekki um Steinólf hinn lága í Fagradal eða Kjarlak á Kjarlaksstöðum, sem hafa þó verið taldir með meiriháttar landnáms- mönnurn á þessum slóðum. Að öðru leyti er val ábótavant. Hörðuból er t. d. nefnt fyrir það eitt, að þar bjó maður, sem neitaði að fara að Jóni Arasyni biskupi. Getið er um Tregastein í Hörðu- dal, en sögur á borð við þá sögu eru algengar. Ekki hef ég tekið eftir, að mjög merkum stöðum hafi verið sleppt. Þá er í öðru lagi að athuga efnisval. Mjög er áberandi, hve mikið þjóðsagnaefni og annar ó- traustur fróðleikur er í bókinni, og virðast draug- ar vera í miklu uppáhaldi. Enginn greinarmunur 41

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.