Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 7

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 7
minnimáttarkennd og miklu einfaldari. Hún er fólgin í því að gera fólki grein fyrir nrismunandi málvenjum og að menn þurfi ekkert að skamm- ast sín fyrir það að vera „þágufallssjúkir“. Ég held að hægt væri að gera miklu meira af því í skólunum að upplýsa menn um eðli tungumáls og kannski mundi það hafa miklu æskilegri áhrif til málvöndunar heldur en það sem Kristj- án Árnason kallaði einhvern tímann „véfréttar- legar yfirlýsingar um rnálið". Ég held að þá hafi jÉ Á hann verið að hugsa um eitthvað í þeim stíl eins og í blaðadálkinunr „Gætum tungunnar" þar sem fram kemur eitthvað þessu líkt: „sagt var. . . rétt væri . .. “ og svo vita menn ekkert hvernig á því stendur. Þá herðast menn í þeirri tilfinningu að þeir viti ekkert um íslensku og það séu þarna einhverjir menn sem sjái um að gæta tungunnar og þeir segi mönnum hvernig þeir eigi að tala. Þú ert sem sagt ekki á því að málfrœðingar eigi að hafa vit fyrir alþýðunni í þessu sam- bancli með boðum ogbönnum? Nei ekki á þann hátt heldur bara fyrst og fremst í því að upplýsa menn um það í hverju þetta er fólgið. Ég held að það sé miklu meira vit í því að hafa þannig vit fyrir mönnum. En er hcegt að stjórna málþróun, með þessum aðferðum eða öðrum? Ég held að það væri ákaflega fróðlegt að skoða þessa þætti um daglegt mál, sem hafa ver- ið í útvarpinu. Athuga kannski 20 ára tímabil og sjá hvað kemur alltaf aftur og aftur. Ég hef það á tilfinningunni að það sé býsna oft það sama sem kemur aftur og aftur ár eftir ár og jafnvel áratug eftir áratug, sem bendir þá til þess að þetta hafi kannski ekki óskaplega mikil áhrif. En það er áreiðanlega hægt að hafa áhrif á málþróunina t.d. með því að reyna að koma á framfæri íslenskum orðum yfir nýja hluti eða hugtök og ég held að það sé með því besta sem málverndarmenn fást við. En nú tekurðu útvarpsþáttinn “Daglegt mál“ sem dœmi um vonleysið í þessu. En hvað ef skólakerfið leggðist af öllum sínum þunga á þetta eins og var gert með “Jlámcelið". Held- urðu að þá sé hœgt að breyta einhverju, að minnsta kosti um stundarsakir? Já, ég veit ekkert hvernig þetta er nreð út- varpsþáttinn. Ég var aðallega að hugsa um þetta, því mig grunaði að þar kæmu sönru hlut- irnir aftur og aftur og það væri mjög fróðlegt að athuga það. Hlusta á þessa þætti og sjá hvað af því sem þar er talað um hefur kannski bara horfið. En ég veit ekki með skólakerfið. Ef við tökum aftur „þágufallssýkina" sem ég var að tala um áðan og þær hugmyndir um að hægt væri að kenna mönnum „rétta“ fallanotkun. I fyrsta lagi þá efast ég nú um að þó beitt sé slík- unr aðferðum myndi fólk læra þetta. Og svo finnst mér það hljóti að vera eitthvað að ef það er orðið þannig að það þurfi að beita svipuðum aðferðum í íslenskukennslu og í kennslu er- lendra mála. Þá er farið að kenna mönnum eitthvert allt annað mál í skólununr heldur en þeir í raun og veru tala og jafnvel þótt það væri hægt held ég að það hljóti að vera vitlaust. Ég held það sé ekki rétt sem nefnt hefur verið í þessu sambandi að íslenskukennarar geti kannski haft gagn af því að kynna sér betur að- ferðir í kennslu erlendra máia. Ég held að það sé aiveg öfugt; að menn hafi litið allt of mikið á hlutverk íslenskukennara sem málakennara, það er að segja kennara sem ættu að kenna mönnunr nrálið í skólum. Ég held að það sé verulegur eðlismunur á móðurmálskennslu og svo kennslu erlendra mála og það hefur síst ver- 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.