Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 9

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 9
læri ekki mikið á þessu og það gefi ekki heidur mjög góða mynd af því hvað menn kunna í málinu. Það er einkum tvennt sem Ieggja ætti áherslu á í málfræðikennslu í skólum. í fyrsta lagi eru það þessi helstu hugtök; fall og tala og svo framvegis, sem gera þyrfti grein fyrir, og kynna notkun þeirra og merkingu. Eg ímynda mér að það sé hægt að gera án þess að fara nrjög mikið út í það sem er afbrigðilegt og sérkenni- legt. í öðru lagi ætti að fjalla svolítið um eðli tungumáls og móðurmáls þá sérstaklega og gera mönnum grein fyrir því að þeir hafa í raun og veru vald á þessu kerfi mestöllu. Það sé í raun og veru bara um að ræða Iýsingu á því sem þeir hafa vald á og leggja því miklu minni áherslu á að þarna sé eitthvert mál sem þurfi að kenna þeim á svipaðan hátt og latínu t.d. Það hefur verið rætt um að það væri þyrjað alltof snemma á málfræðikennslu og ég held að það sé alveg rétt. Ég tel að í barnaskólum ætti að Ieggja mesta áherslu á það að láta menn lesa meira og skrifa, málþjálfun einhverja sem ekki væri endilega fólgin í því að beygja einhver orð án samhengis við eitthvað annað. En er ekki nauðsynlegt að kenna ein- hverja málfrœði snemma í sambandi við staf- setningu? Ég veit það ekki. Jú menn hafa ímyndað sér það og þess vegna er byrjað svona snemma á málfræðikennslunni. Notuð hafa verið hugtök eins og stofn og greinir og þess háttar og ef ekki á að byrja svona snemma með þessi fræðilegu hugtök þá þýðir það auðvitað það að kenna verður stafsetninguna einhvern veginn öðru vísi. Ég er ekkert viss um nema það sé rétt að stafsetningu þurfi að kenna á einhvern annan hátt, t.d. með því að láta krakkana skrifa meira, og jafnvel skrifa upp texta, það geti skilað alveg eins góðum árangri á fyrstu stigum stafsetning- arkennslu eins og umræða um kennimyndir og hljóðvörp. Stafsetning er sem sagt frekar bundin sjón- minni og skrifþjálfun. Já, að minnsta kosti hjá mjög mörgum. Hins vegar veit ég ekki hvort hafa verið gerðar nokkrar marktækarathuganirá því. Að þessum orðum mœltum s/áum við botn- inn í þetta viðtal ogþökkum Höskuldi kærlega fyrir spjallið. des83 ÞBH & GMG 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.