Mímir - 01.05.1984, Page 15
stakk niðurí svörðinn í gær Guði til háðungar,
hugsaði hann. Honum fanst hann mínka og
mínka við sína eigin þögn; hann vissi ekki neitt,
var ekki neitt. Að því skapi óx múnkurinn...
(bls. 154)
Þegar Steinn fréttir, að móðir hans er látin, skil-
ur hann til að byrja með ekkert í því hvers
vegna verið er að tilkynna honum „þó kona sál-
ist suðrí heimi“ (bls.251 —252). Þrátt fyrir þessi
viðbrögð hans verður smám saman ljóst að
svona kaldrifjaður er hann ekki innst inni.
Hann losnar ekki við tilhugsunina um móður
sína og tekur sér loks ferð á hendur suður til
Italíu, þar sem hún lést. Þar kynnist hann elsk-
huga móður sinnar, fasistanum Salvatore. Þeg-
ar hér er komið sögu er ljóst, að Steinn er í
ákafri leit að einhverri fótfestu, einhvers konar
bjargi að byggja líf sitt á. En hann finnur ekkert.
Móðurmissirinn og kynni hans af siðlausum
skoðunum fasistans bijóta hann niður. Örvænt-
ing hans og umkomuleysi er augljóst, þar sem
hann situr í steikjandi hita í kirkjugarði að leita
að legstað móður sinnar. Hann hnígur niður og
fer að hágráta. Hér er ekki lengur á ferðinni hið
montna glæsimenni, heldur ráðþrota og um-
komulaus manneskja. Skömmu síðar kemur
fram að sjálfsmorðshugsanir sækja að honum
og hann reynir að ímynda sér hvernig „hann
gæti öðlast hlálegastan dauðdaga" (bls. 278).
Lýst er tilraun til sjálfsmorðs og í kjölfar hennar
koma hugsanir hans eða hugsað tal, sem virðist
fara fram í óráði eða í martröð eða vera ofskynj-
anir. Þar blandast saman kynórar, ofbeldishugs-
anir og trúarhugmyndir.
Sagan er nú hálfnuð og í lífi Steins Elliða er
fokið í flest skjól, hann eygir enga leið. Leit
hans að sannleikanum hefur engan árangur
borið, hann telur sig vera búinn að reyna allt,
en finnur hvergi sálu sinni hvíld. Lýsingin á út-
liti Steins þegar hann kemur til klaustursins er í
fullu samræmi við andlega líðan hans. Myrkrið,
óveðrið og hinn mjói grýtti vegur er einnig
táknrænt. Hann kemur eins og vesæll þurfa-
maður, illa útleikinn í myrkri og slagviðri til
hinnar heilögu kirkju og þar er ljós, ylur og
alúð. Mikil áhersla er í frásögninni lögð á hinar
ljúfu móttökur, hinn opna faðm.
Það er í sjöttu bók sem segir frá dvöl Steins í
klaustrinu. Lyrst er umhverfinu lýst og hinu há-
tíðlega og sérkennilega andrúmslofti sem þarna
ríkir. Síðan taka við innri lýsingar. Varla er
nokkurs staðar farið dýpra í sálarlíf Steins Ell-
iða en þar. Þetta er eiginlega bæn eða samtal
manns og Guðs:
Sál mín hrópar út í myrkrið og þráir að vita
þetta eitt: Ertu þar? Heyr. Rödd sú er undur-
samleg, sem talar, djúp og stilt, og gefur mér að
svari þessi gömlu spekíngsorð: Hefðirðu ekki
vitað, að ég var þar, mundi þér aldrei hafa hug-
kvæmst að kalla á mig. Já, Guð minn, ég hef alt-
af vitað,að þú varst þar. (bls. 309)
Hér er reynt að lýsa því sem gerist innra með
Steini, þegar hann er í klaustrinu, djúptækri
hugarfarsbreytingu, afturhvarfi. Hann er búinn
að leggja niður allan þann hégóma sem hann lét
hjúpa sjálfan sig, hönd hans er opin og tóm eins
og barns sem þiggur. Hér er Steinn Elliði annar
maður. Þessi hjartans einlægni, sem er svo gjör-
ólík því sem áður var, kemur einnig vel fram,
þegar skriftum hans er lýst:
Og þegar hann hóf mál sitt, var það með annar-
legri rödd, sem hann kannaðist alls ekki við,
þótt hún kæmi úr hans eigin barka; það var eins
og raddfæri hans væru léð alt annari veru; hann
talaði máli ángráðs barns, sem leingi, leingi hef-
ur skolfið af niðurbældum gráti, og vefarinn
mikli frá Kasmír var ekki framar annað en
brunninn hamur. (bls. 346)
Þegar hann hefur lokið skriftunum segir;
Það var sem úldinni vilsu væri hleypt úr ígerð;
það létti yfir sál hans eins og himni, þegar hagli
slær niður. Hann samdi ekki leingur sniðug
heimspekikerfi til að réttlæta syndir sínar, held-
ur gekk í auðmýkt fram fyrir Guð og bað fyrir-
gefníngar. (bls. 350)
Þrátt fyrir þetta allt kemur brátt að því að lífið í
klaustrinu verður hversdagslegt, náttúran fer að
segja til sín, hann á við tíðar freistingar að
15