Mímir - 01.05.1984, Síða 16
stríða, verður ofumæmur fyrir návist kvenna og
dreymir naktar, lostugar konur. Engu að síður
er hann staðráðinn í að verða kanúki, sann-
færður um að allt sé „hégómi og eftirsókn eftir
vindi nema líf meinlætamannsins" (bls 357).
Allan þennan tíma er þess aldrei getið að hugur
Steins hvarfli til Diljár. Hún virðist honum
gleymd.
En þegar vora tók, varð Steini hugsað til Islands.
— Hann gerðist dapur af heimþrá eins og fom-
Íslendíngur. Og þótt heilagur væri, gat hann ekki
varist þess að minnast úngrar stúlku, sem hann
hafði kvatt uppi við fjöll fyrir nær tíu misserum.
Hún hlaut að vera hamíngjusöm nú, þótt hún
hefði grátið þá. Nei, hann ætlaði ekki einu sinni
að snerta hönd hennar, aðeins líta hana úr
fjarska. (bls. 358—359)
Orðalagið „og þótt heilagur væri“ er athyglis-
vert. Sögumaður tekur með þessum orðum á
vissan hátt afstöðu gegn Steini, hann er að
minnsta kosti fjarlægur, ef ekki háðskur.
í klaustrinu er Steini mest lýst innan frá, en
þegar heim kemur er honum lýst utan frá, eins
og hann kemur ættingjum sínum og vinum fyrir
sjónir. Bls. 378 er bein lýsing, þar sem útlit hans
er borið saman við það sem var í byrjun sög-
unnar:
Hann talaði ekki leingur með handaburði,
handlék ekki framar vindlíngahylkið í fáti, sat
kyr og hlustaði á aðra tala án þess að sýna nokk-
ur óróleikamerki, en það hafði honum verið
ógerníngur áður. — Andlitið var markað skýr-
um, sterkum dráttum, sem báru vott um hörku
og sjálfsafneitun. (bls. 378—379)
Steinn hefur nú valið að taka franska munkinn
sér til fyrirmyndar, hefur gert sannfæringu hans
að sinni. En hversu gjörólíkur er Steinn ekki
föður Alban. Augljóst er að hann skortir þá
innri ró, sem einkenndi hinn síðamefnda.
Steinn er kaldur, geðvondur og ónærgætinn. Öll
framkoma hans bendir til þess að hann eigi í
harðri baráttu við sjálfan sig.
En það verður einnig gagnger breyting á hon-
um eftir að heim kemur. Hann fer upp í sveit,
kemst í snertingu við náttúruna og íslenskt
sveitalíf og það hefur greinilega mikil áhrif á
hann. Þegar hann kemur í sumarbústað Ylfing-
anna á Þingvöllum kjaftar á honum hver tuska,
hann er fylltur nýjum lífskrafti. Gagnvart Diljá
er hann þó alltaf með sama leikaraskapinn.
Hann er skrafhreifínn og kumpánlegur, en þeg-
ar Diljá reynir að fá hann til að vera einlægan
og alvarlegan, leit hann á hana „stórum augum,
eins og hann væri steinhissa, en það var einhver
djöfullinn í brjósti hans, sem flissaði án afláts.“
(bls. 421).
Sálarstríð og geðshræring Steins kemur best
fram, þegar Diljá er að raða blómum í vasa inni
í herbergi hans og hann tekur hana í fangið, ýtir
henni svo frá sér og kastar blómavasanum í
vegginn, treður blómin undir fótum sér og seg-
ist síðan elska hana.
Þegar þau svo loks gefast hvort öðru um nótt
á Þingvöllum er báðum lýst utan frá og sagt frá í
þriðju persónu.
Þegar Steinn er kominn á fund föður Albans
til þess að ræða við hann um hina nýju lífsskoð-
un sína, er sagt að faðir Aiban hafi horft á hann
föstum, rólegum augum og séð undireins „að
skjólstæðíngur hans hefði einhvers staðar hlotið
að gánga á mála, því hvert orð, sem hann talaði,
bar þess vott, að ryð væri fallið á það, sem
hreinast skyldi í vitundarlífi hans .. . Og þegar
Steinn hafði stolist til að líta í augu múnksins,
þá skelfdist hann við og fann sig orðlausan og
úrræða“ (bls. 477). Enn einu sinni hefur Steini
orðið það á, að látast vera annar en hann er,
hann getur ekki verið hreinn og beinn nú frekar
en endranær. En munkurinn kann ráð við því
og lætur hann skrifta. Þá kemur fram þessi stór-
merka sjálfslýsing, þar sem hann talar um „hin-
ar sterku, já, óviðráðanlegu hvatir sínar til að
hjúpa persónuleik sinn óhreinskilni, leikara-
skap og lýgi í hvívetna, hinn takmarkalausa
unað sinn af því að kynda hélog yfir sínu eigin
fánýti, skort sinn á hugdirfð til að koma fram í
einlægð og auðmýkt hinnar hreinu sálar.. .“
(bls.479).
Síðasta myndin af Steini Elliða er í klaustrinu
í Róm. Hann er „klæddur svörtum klerkakufli,
nærskornum og skósíðum . .. kliptur niður í
16