Mímir - 01.05.1984, Page 18
Slíkt trúnaðartraust einnar sögupersónu vekur
ósjálfrátt meðlíðun lesandans. Hér er engin til-
gerð, engir stælar. í fyrstu bók er orðaflaumur
Steins Elliða geysimikill, en Diljá segir fátt. I
annarri bók skrifar hún:
Orðin segja aldrei hjarta manns. Orðin eru vit-
ur, nákvæm og straung eins og kennarar, og ég
er hrædd við þau, en hjarta manns er ekkert af
þessu. — Mig lángar að tala alt öðru máli en
því, sem orðin ná yfir. (bls. 67)
Fjórða bók Vefarans gerist á íslandi og segir
þar helst frá Diljá og Örnólfi. Það hefur auð-
vitað áhrif á afstöðu lesanda, að nú veit hann
hvað býr innra með Diljá, þekkir hana betur en
þeir sem standa henni næst. Þetta atriði þarfn-
ast t.d. engrar skýringar.
Þá leit Diljá aftur upp og spurði: — Bað hann
ekki að heilsa?
— Nei, það var nú eitthvað annað. svaraði for-
stjórinn [Örnólfur] og hló við, og það var eitt-
hvað kalt í hlátrinum. (bls. 210)
Hann hefur ennfremur þær fréttir að færa, að
Steinn sé orðinn bolsi og sá Örnólfur að það var
tilgangslaust að tala við hann. „Barnið er brjál-
að, sagði gamla frúin“ (bls. 211). Lesandi getur
nú sagt sér sjálfur, hvernig Diljá.er innanbrjósts.
Engan þarf því að undra, þótt málin snúist á
þann veg, að hún giftist Örnólfi. í þessum kafla
er gerð grein fyrir tilfinningum Diljár til Öm-
ólfs. Það er auðskilið að hún lítur upp til hans
og þykir vænt um hann eins og stóra bróður.
Öll frásögnin beinist að því að skýra afstöðu
Diljár og gerðir hennar, engin leið er að ásaka
hana fyrir að hafa gleymt Steini né heldur áfell-
ast hana fyrir að svíkja loforðið um að lifa skír-
lífi. í 50. kafla er á nærfærinn og skilningsríkan
hátt lýst draumum og þrám ungrar stúlku, sem
er um það bil gjafvaxta:
Og hún spurði: Til hvers er verið að geyma mig
hér? Hún var orðin of þroskuð kona til að geta
framar setið við gluggann á vorin og látið sig
dreyma eitthvað blátt, eilíft og óáþreifanlegt.
Hana þyrsti ekki framar í það, sem einginn veit
hvað er. Hana þyrsti í fyllíng lífsins. (bls. 220)
Þannig er henni lýst, þar sem hún situr and-
spænis Örnólfi við morgunverðarborðið:
Hún var sem forkláruð eftir tveggja daga rúm-
vist; hún var eins og skart nýtekið úr tröfum og
þó öllum kjörgripum kostulegri: kona í meyar-
blóma sínum, persónugervíng yndisþokkans.
Töfrarnir drupu af fíngurgómum hennar; hún
segulmagnaði alt, sem hún snerti; kvenleikinn
bylgjaði um líkama hennar við andardráttinn,
ljómaði í þángslikju augnanna, titraði um
munninn; líkami hennar og sál var eitt. (bls.
232)
Af slíkri nákvæmni og hrifningu er Diljá jafnan
lýst. Það hefur reyndar orðið nokkur breyting á
henni síðan hún kvaddi Stein og var bara sak-
laust bam. Nú segir um hana: „Hún var á því
reki að vera leikin í þessari list konunnar til að
bregða sér í allra kvikinda líki, setti nú upp
mesta fáráðlíngssvip og skildi ekki neitt í
neinu .. . “ (bls. 236).
Diljá er sýnd á þrem skeiðum ævi sinnar.
Fyrst sem barn eða réttara sagt þá nótt sem hún
vaknaði upp við það að hún var ekki lengur
barn. Síðan sem gjafvaxta, ung stúlka og að lok-
um fullvaxin kona og þó í hæsta lagi 21 árs, sbr.
þessi orð hennar: „Sumarið 1914 varstu tólf
ára, en ég tíu“ (bls. 71). Hún á því að vera fædd
1904 og Halldór Laxness lauk við bókina 1925.
Þó að þetta sé ekki hár aldur, er hún engu að
síður búin að kynnast lífinu og veruleikanum
sem henni áður fannst vera svo ijarri. Hún er
gift kona, forstjórafrú, hefur alið barn og misst
það. Þannig er henni lýst, þegar þau Steinn hitt-
ast aftur:
Hún var klædd ermalausum kjól bleikijóðum,
er féll þétt að barmi og mjöðmum, hár hennar
klipt á la garconne. Augu hennar stöfuðu geig-
vænlegum andvökuljóma; það var ekki vottur af
lífsfögnuði hamíngjusamrar konu í fasi hennar,
en í andlitinu mátti glögt sjá marka fyrir elli-
dráttum lángt fyrir aldur fram. (bls. 372)
I augum Steins er Diljá ákaflega breytt:
Hvað var orðið af hinum léttu, hugsunarlausu
jómfrúrhlátrum? Þeir gullu aldrei framar við;
18