Mímir - 01.05.1984, Page 20

Mímir - 01.05.1984, Page 20
bókinni. Og þegar Steinn sér hana, rifjast upp fyrir honum ljóðið: Mein Herz pocht wild beweglich; es pocht beweglich wild. Ich liebe dich so unsaglich, du schönes Menschenbild. (bls. 401) Diljá er því ekki þara einhvers konar „kven- mynd eilífðarinnar" heldur einnig hið eilífa mannsbarn, tákn manneskjunnar, sem elskarog þjáist. III. Andstæð lífsviðhorf a) “Fullkominn maður giftist ekki öðru en hugsjón sinni“ Leit Steins Elliða að lífsviðhorfi, sálarbarátta hans, er meginþema Vefarans miklafrá Kasm- ír. í byrjun sögunnar snýst tal hans mikið um guð, endurfæðingu og skírlífi, því að hann telur sig hafa komist að því, „að krfstindómurinn sé tómur hvínandi sannleikur frá upphafi til enda“ (bls. 44). Kristin trú snýst að hans mati mest um þessar andstæður: „Upp í himininn- . . . alla leið til Guðs — niður í jörðina . . . þar sem helvíti brennur og frýs, sál-líkami, spiritus adversus carnem“ (bls. 43). Þetta höfðar mjög til Steins, þar sem honum finnst einmitt tvö andstæð öfl togast á í sér. Annars vegar er það afl sem knýr hann til að hugsa um „óskírlífi og klám, kvenmenn kvenmannslíkami og sam- ræði.“ (bls. 41). Hann segist hafa drukkið, svall- að og tælt konu. Til að bæta gráu ofan á svart, hafi hann leynt þessu bak við grímu fyrirmynd- ardrengsins. En það er líka annað afl sem togar í hann. Það er ást hans á því sem er fagurt og gott, hæfileiki hans til að skynja fegurð náttúr- unnar, löngun hans til að skapa mikil listaverk. „Ef helmíngur æfi minnar er synd, þá er hinn helmíngurinn ljóð og kanski meir.“ (bls. 42). Það fer ekki milli mála, að trúarsannfæring Steins Elliða í upphafi sögunnar ristir frekar grunnt, hún er fyrst og fremst einhver ungæðis- leg tilfinngasemi, sbr. þessi lýsing hans á endur- fæðingunni, sem varð uppi á Öskjuhlíð: Blærinn stóð enn af norðri, hreinn og ferskur- ... Og meðan ég stóð þama um kvöldið og horfði út í bláa víðáttuna, þá var talað við mig fyrir munn Drottins; sannleikanum hvolft niður í sál mína ... Sko, sagði Guð almáttugur, hvað þetta kvöld er syndlaust og fagurt. Líttu á ásýnd hlutanna. Findu, hvað blærinn er hreinn. (bls. 49-50) Endurfæðingin er í augum Steins eins konar tákn þess hvað hann er sjálfur stórkostlegur og hvílíkan frama hann á í vændum: Það sem ég ætla að trúa þér fyrir, Diljá, er hvorki meira né minna en heilt evangelíum: Eg er endurfæddur. — Ég á við það, að Guð hefur gefið mér nýa útsýn. — Ég hef gert samníng við Drottin urn að verða fullkomnasti maðurinn á jörðinni. — Ég er sonur Vegarins í Kína, hinn algervi Yógín í Indíum, vefarinn mikli frá Kasmír ... (bls. 35—37) Markmið Steins Elliða er frá upphafi að verða fullkominn. Til að byrja með lítur hann svo á, að fullkomnun sé að ná heimsfrægð, vinna afrek á sviði listarinnar; listgáfa hans á að gera honum kleift að skara fram úr öllum öðrum. Guðstrú hans er rækilega samofin trúnni á hann sjálfan, afrek hans og frama. Allt viðhorf Steins snýst um hið háleita hlutverk sem hon- um erætlað. Það er munkurinn, faðir Alban, sem fær hann til að líta á málið frá öðru sjónarhorni. Hann ber hógvær fram þá hugmynd, að full- komnun sé hið þveröfuga við hugmynd Steins. Hann segir: Gjafir þínar eru mér einskisvirði, segir Drottinn. Ég bið aðeins um sjálfan þig. Það kann að vera sælt að heyra nafn sitt prísað á húsaþökunum, en ... Þess virði sem þú ert í augum Guðs, svo mikils virði ertu og ekki vitund fram yfir það. (bls. 151) Kynni Steins af munkinum verða til þess að hann sannfærist um að fullkomnun sé að ganga 20

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.