Mímir - 01.05.1984, Síða 21

Mímir - 01.05.1984, Síða 21
í klaustur. Það sérkennilega við öll sjónarmið Steins — því hann hrekst milli margra og mis- munandi viðhorfa — er að skírlífi er í öllum til- fellum nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt, hvort sem hann ætlar að þjóna sjálfum sér, Guði eða mönnum. Reyndar er síðastnefnda viðhorfið, þjónustan við mennina eiginlega óljósasta hug- mynd Steins. Af bréfum hans til munksins er helst að skilja þá hugmynd svo að hann ætli að verða „hin skírlífa hetja fólksins“ sem bægir óvinum mannkynsins frá því. Það segir sig eiginlega sjálft, að karlmaður sem dýrkar skírlífi og fyrirlítur kynlíf, hlýtur að hafa mjög neikvæða afstöðu til kvenna. Konur höfða kynferðislega til hans, vekja hjá honum löngun til hins „illa“, frá náttúrunnar hendi eru konur hættulegasti andstæðingur heilbrigðs karlmanns sem keppir eftir skírlífi. Strax í upp- hafi sögunnar lýsir Steinn Elliði fyrir Diljá viðbjóði sínum á öllu hennar kyni. Hún bregst ókvæða við: „Líkt og konan hafi ekki sál alveg eins og karlmennirnir, dóninn þinn.“ (bls. 39). Steinn Elliði játar því að vísu, en bendir jafn- framt á, að karlmanni standi nákvæmlega á sama um það, hann líti aldrei á konu nema með eitt í huga. Afstaða Steins er orðin mótaðri og magnaðri í þriðju bók. Oft hefur verið vitnað í þessi orð hans: „Ég uppgötvaði snemma að konan höfðaði einúngis til hins illa í veru minni“ (bls 171). Þarna kemur líka fram, að Steini Elliða hafði einu sinni fundist konan ákaflega dularfull og heillandi: „Ég leit konuna svipuðum augum og biblíuna eða huldufólks- sögurnar og titraði frammi fyrir þessum leynd- ardómi; konan með öllu hinu dularfulla í fari sínu og háttum varð draumalandið mitt.“ (bls. 172). En afstaða hans breyttist, þegar hann „skygndist inn í fylgsni mannlegrar náttúru", m.ö.o. þegar hann sannfærðist um þá lífsskoð- un, sem þegar hefur verið lýst. Fegurð konunnar var ekki leingur yfirnáttúru- legur hulduljómi, heldur hið ytra skin ástríðulífs hennar: því fegurri, því syndugri. Þokki hennar stendur í jöfnu hlutfalli við vergirni hennar. (bls. 172) Það er ljóst, að trúarbrögð Steins og þráin eftir fullkomnun er eingöngu ætluð karlmönnum. „Konan er nefnilega hvorki meira né minna en hættulegasti meðbiðill Guðs og keppinautur, þar sem sál mannsins er í tafli. Það eru tvö reg- inöfl innan vorrar jarðnesku tilveru sem heya reipdrátt unt sál mannsins; Annars vegar er hinn svokallaði Guð, takmark hinnar andlegu þrár mannsins hins vegar er hold konunnar" (bls. 175). í klaustrinu á Steinn við tíðar freist- ingar að stríða. Við messugjörðina fann hann „kvennaþefinn leggja um alla kirkjuna“ (bls. 355) og honum finnst konur utan klaustursins leggja snörur sínar fyrir hann. í byrjun sögunnar hafnar Steinn hjónaband- inu á þeirri forsendu, að „fullkominn maður giftist ekki öðru en hugsjón sinni“ (bls. 38) þ.e. konan er karlmanninum hindrun á Ieið hans til andlegra afreka, enginn getur verið fulllkominn nema skírlífur karlmaður. Seinna þegar hann er orðinn eldri og vangaveltur hans orðnar flókn- ari og meiri, ber hjónabandið aftur á góma. Nú skoðar hann hjónabandið frá þjóðfélagsiegu sjónarmiði: „Kveneignin er grundvöllur alls eignarhalds“ (bls. 181). Og hann fordæmir þjóðfélagið, sem úthrópar þann mann, sem „hvetur konuna til að hefja kvenleik sinn til æðra aðals“ og „krefst þess að konan sé eitthvað annað og meira en kynferðisvera og barneigna- vél“ (bls. 180—181). Hann hafnar algjörlega platónskri ást milli karls og konu: „Það kann að vera mögulegt að elska símastaura á platónska vísu, — konu aldrei. Maðurinn elskar og mun elska konuna vegna sköpulags hennar. . . “ (bls. 179). Steinn hafnar hjónabandinu líka vegna þess að hlutverk konunnar í þeirri stofn- un sé í raun hlutverk skækjunnar. „skækjan, — það er konan; konan — það er skækjan. Aðra kaupi ég til samneytis við mig æfilángt — hina kaupi ég til samneytis við mig eina nótt. .. “ (bls. 184). Steinn Elliði er hér sem oftar kominn í mótsögn við sjálfan sig. Annars vegar er hann sannfærður um að konan geti aldrei verið neitt nema kyntákn í augum karlmanns. Hins vegar gerir hann þá kröfu til kvenna, að þær séu eitt- hvað annað og meira, að þær láti ekki kúga sig 21

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.