Mímir - 01.05.1984, Page 22

Mímir - 01.05.1984, Page 22
og notfæra, hvorki með löglegu né ólöglegu vændi. Hann vill, að konan sé virt sem mann- eskja, en fullyrðir þó æ ofan í æ, að karlmaður sjái aldrei neitt nema kynveruna í konunni. Það er áberandi hvað fullyrðingar Steins vega oft hver gegn annarri: „Ég er einn af þessum stóru, sterku mönnum, sem heiminn vantar til þess að standa í hlífðarlausri baráttu við óvini mannkynsins.“ (bis. 167). Og seinna í öðru bréfi: „Nei, herra minn, ég hef gefist upp. Mér stendur á andskotans sama um mannkynið." (bls. 189). Hann er á tímabili hrifinn af hug- myndinni um ofurmennið, hinn sterka mann, hvers aðalsmerki er skírlífið. Kynni hans af ítalska fasistanum Salvatore, verða augljóslega til þess að hann sér ofurmennishugmynd sína í nýju ljósi. Salvatore er maður sem hefur lifað miklu meira en Steinn. Afstaða hans til Guðs og kirkjunnar er svipuð og Steins, hann nuddar sér utan í kirkjuna án þess að taka nokkurt mið af kenningum hennar. í sjöttu og sjöundu bók, þ.e. í klaustrinu og heima á íslandi er minna um að Steinn viðri skoðanir sínar á sama hátt og áður. Eins og áður hefur komið fram, er kafað djúpt í sálarlíf hans þegar hann dvelst í klaustrinu, innri lýsingar fyrst og fremst í sjöttu bók, nokkurs konar sam- antekt um ný, mótuð viðhorf Steins eftir að hann er orðinn kristinn. Þama sést m.a. að Steini er ljóst, að kaþólsk kirkja kallar menn ekki eingöngu til meinlætalifnaðar: Kirkjan veitir bömum sínum öllum alt og hverj- um sitt... Hún veitir meinlætamanninum sitt og hversdagsmanninum sitt. — Drottinn gefur einum hundrað talentur og öðrum ekki nema tvær. Einum er gefin náð til að taka á sig ok meinlætamannsins, öðrum til að sóla stígvél borgarans. En báðum er heitið sömu launum. (343-344) Eftir að Steinn er kominn heim til íslands, hef- ur lifað hin nánu tengsl við náttúruna, bæði ís- lenska heilnæma útiloftið, íjöllin og tekið þátt í „sköpunardýrð hinnar lifandi alnáttúru“ (bls. 449) með Diljá á Þingvöllum, sendir hann föð- ur Alban bréf. Hann hefur öðlast nýja sýn, lítur heiminn nú öðrum augum. Hann þarf að gera upp við fyrri sannfæringu sína og ætlar sér nú að fara nokkurs konar málamiðlunarleið. Hann vill enn trúa á Krist, hins vegar gerir hann grín að munklífi. Þetta nýja sjónarmið Steins er í sjálfu sér alls ekki svo vitlaust, sbr. orð hans í klaustrinu, bls. 344. Hitt er svo annað mál, að Steinn veit að honum voru ekki gefnar tvær tal- entur heldur hundrað. Áður en hann fór til ís- Iands, áleit hann að Guð hefði kallað hann til að verða kanúki. ÖIl málamiðlun er fjarri Steini Elliða. Hann stefndi frá upphafi að því að verða fullkominn. Hafi Steini verið gefnar hundrað talentur, hafi hann verið kallaður til að ganga mjóan veg meinlætalífsins er hann með þessu að skjóta sér undan. Þess vegna er hálfkæringur í honum og hjarta hans óheilt. b) “Án ástar er allt ófyrirsynju og eingin huggun nema dauðinn“ Diljá hefur misst báða foreldra sína, móðir hennar dó þegar hún fæddist og faðir hennar þegar hún var íjórtán ára. Hún hefur verið óskaplega hrifin af Steini Elliða frá því þau voru böm. Og það kemur fram í bréfum hennar að hún hefur miðað allt líf sitt við hann, gert hann að miðdepli tilveru sinnar, fengið honum í hendur fjöreggið sitt: „Það er einginn, sem skilur mig og þekkir nema þú. Þú hefur gert mig að því, sem ég er . Ég var leirinn milli handa þinna.“ (bls. 65). Það hefur haft djúp áhrif á Diljá, að móðir hennar dó þegar hún fæddi hana: Oft fer ég upp úr rúminu á næturnar, þegar skelfíngin kemur, og tek fram myndina af mömmu. Ég kyssi hana og græt. Og þá fyrirlít ég minn eigin líkama, Steinn, því hann kostaði móður mína lífið. Guð gæfi, að ég eignaðist aldrei bam. Ég er hrædd við líkama minn, hrædd við sál mína, hrædd við sjálfa mig, alt. Og þú ert farinn burt... (bls. 66—67) Diljá hefur allt annað markmið í lífinu en Steinn: „Steinn, biddu mig ekki um að verða 22

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.