Mímir - 01.05.1984, Page 25
Steins, þ.e. að konan keppi ekki eftir því sem er
æðra, hinu andlega og óforgengilega? Að vissu
leyti ýtir lýsingin á Diljá undir þessa kenningu.
Hins vegar er greinilegt að ástin er það afl sem
ræður í Iífi hennar frá upphafi til enda. Ást
hennar til Steins er skilyrðislaus og óbreytanleg.
Hún trúir á ástina, að hún sé heilög og hrein,
sterkari en allt annað og geti meira að segja af-
máð verstu syndir. Diljá setur skoðanir sínar
hvergi fram í löngu, samfelldu máli. Það gerir
Jófríður hins vegar í bréfum sínum. Hennar
viðhorf er þetta:
Ástin er hið eina sanna líf. Ástin er lífið, ekki
hitt. Ástin er veruleikinn, en ekki hitt. Alt er Iýgi
nema ástin. Án ástar er alt ófyrirsynju og eingin
huggun nemadauðinn. (bls. 119)
Ástin er samkvæmt þessu viðhorfi það eina sem
gefur lífinu gildi. Hún er óviðráðanlegt afl, sem
tekur menn heljartökum svo þeir verða frávita
og sjúkir, hún brýtur öll lögmái. Hún er svo
dýrmæt að menn verða að kosta öllu til, skyld-
um sínum, heiðri sínum, sálu sinni. Ástina er
ekki að finna í hjónabandinu, ramma hins
borgaralega þjóðfélags. Hún er sjaldnast fyrir
hendi í því sambandi karls og konu sem bindur
þau saman í fjölskyldu til að eiga böm og gera
þjóðfélaginu gagn:
En ekkert er fjær því en hjónabandið að geta satt
þrár sannrar konu — Hjónabandið er skipbrot,
þar sem æfíntýrafleyið er rekið upp í kletta —
Ástin — það er ekki ríkulegt heimili með gleð-
skap og gestaboðum né stór fjölskylda og
bláeygð böm. Nei, þetta er ekki ástin, Diljá mín.
Alt jDetta er hégóminn. (bls. 96—99)
Nátengd þessari hugmynd um ástina er hug-
myndin um móðurástina. Jófríður segir: „En
með fæðíngu Steins rann upp ný sól í lífi mínu.
Tilfinníngar vöknuðu, sem mig hafði síst órað
fyrir að leynst gætu í brjósti mér; ég gleymdi
sjálfri mér í móðurgleðinni, endurfæddist.“ (bls.
101). Að vísu er vafamál hvaða mark sé takandi
á Jófríði, sem er taugaveikluð og ófullnægð
broddborgarafrú. Andstæðan milli hennar og
Diljár er augljós þegar Diljá les þetta bréf. En
Diljá er fyrr en varir komin í sömu stöðu og Jó-
fríður, orðin óhamingjusöm forstjórafrú, sem
aldrei hefur „lifað neinar sælustundir“ eins og
hún segir sjálf (bls. 420). Þótt Diljá hrylli við
orðum Jófríðar um ástina meðan hún er enn
hálfgert bam, er það þó viðhorf Jófríðar senr
hún aðhyllist sem fullorðin kona. Hér er sið-
ferðileg hlið málsins ekki sett á oddinn, heldur
hin tilfinningalega. Ástin er hafin yfir gott og
illt, rétt og rangt. Diljá telur ástina eina þess
megnuga að afmá allar syndir og afbrot: „Guð
fyrirgefur mér, ef þú leyfir mér að elska þig. —
Því ef þú elskar mig ekki, þá er eingin friðþæg-
íng til fyrir syndir okkar innan endimarka til-
verunnar.“ (bls. 484—485). Að mati Steins Ell-
iða er ekki til nein ást sem er háleit og hrein, ást
er bara fínt orð yfir hina syndsamlegu kynhvöt
mannsins: „Svo bundin er ástin kynfærum
mannsins, að vanaður maður kennir einskis,
sem við hana á skylt — En ástir takmarkast af
kynferði. Ástir eru óhefjanlegar yfir náttúr-
una.“ (bls. 178-179).
Fyrir Diljá er spurningin ekki hold eða andi,
rétt eða rangt. Þær grundvallarandstæður sem
hún þarf að gera upp á milli eru dauði og líf.
Eins og fram hefur komið í lýsingu Diljár er
mikil áhersla lögð á tengsl hennar við náttúr-
una og þar með lífið sjálft. Meðan hún er enn
bara hálfvaxin kemur móðurhugmyndin fram:
Hún hnipraði að sér fæturna, svo að stríkkaði á
klæðunum yfir mjöðmum hennar, og mýktin
kom glögt í ljós á þekkum ávala ósnortinna jóm-
frúlendanna ... hæf til að verða móðir heilla
kynslóða ... (bls. 58)
Áður hefur verið minnst á þann óróa og
óánægju sem Diljá finnur fyrir þegar hún er
orðin fullþroskuð stúlka og engum manni gefin.
Þá er það augljóslega „lífið“ sem hún þráir:
En bæri það við, að hún vaknaði á næturnar við
óp lauslátra kvenna, sem létu drukkna karl-
menn fylgja sér heim af brekánsballi, þá leið á
laungu áður en hún gat sofnað aftur, því þessar
tryltu raddir, sem rufu næturkyrðina, töluðu
máli lífsins. Lífið var ekki skáldsagnalestur í
mjúkum stóli. Og það var lángt, síðan hún vissi,
25