Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 26

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 26
að ekkert var lífinu i]ær en vær svefn milli hvítra rekkjuvoða. (bls. 220) Á næstu blaðsíðu er talað um væran svefn milli óflekkaðra rekkjuvoða, sem er auðvitað ekkert annað en umorðun á skírlífi, hinni miklu hug- sjón Steins og hér er það rækilega undirstrikað að slíkt er andstætt eðli Diljár, því að það er andstæðan við lífið sjálft. Hún fyllist ekki vand- lætingu af því að það eru lauslátar konur og drukknir karlmenn, heldur heyrir hún þarna talað máli lífsins og það þráir hún. Þessi lífsþrá hennar endar í hjónabandi með Örnólfi. Hjónabandið er ekki lífið, hér rætist sú kenning Jófríðar. Það sem Diljá þráði, var auð- vitað ástin, því að „ástin er lífið“, en eins og segir í lýsingu á henni, þegar Steinn kemur heim, „það var ekki vottur af lífsfögnuði ham- ingjusamrar konu í fasi hennar“ (bls. 372). Samkvæmt Vefaranum mikla frá Kasmír getur tvennt gert konu hamingjusama: ást til karl- manns og móðurást. Og hvort tveggja hefur beðið skipbrot í lífi Diljár. Frú Valgerður lýsir því fyrir Steini, hvernig Diljá varð við þegar þarnið hennar dó: „Hvað eftir annað varð ég að sækja hana híngað niður um miðjar nætur. Þeg- ar hún hélt, að ég væri sofnuð, læddist hún á fætur. Og þarna kom ég svo að henni, hvar hún sat með stirðnað líkið á knjám sér og réri fram í gráðið.“ (bls. 371). Þegar Diljá er að tala við vinkonu sína, talar hún um að Steinn minni hana á drenginn, sem hún missti. Hún segir um Stein: „Þú hlýtur að hafa tekið eftir því, hvað hann hefur falleg augu. Þau eru hrein eins og í litlu bami. Sigga, manstu eftir augunum í Úlfi?“ (bls. 389). Hún þráir að sofa hjá Steini, af því að hún elskar hann og af því að hún vill verða móðir barnsins hans. Þá talar sögumaður um blindan náttúrukraft. Hún er knúin af lífs- aflinu, hún er sjálf lífsuppsprettan. Þegar Steinn efast, þegar hann freistast til að efast um skírlíf- ishugsjón sína eru það einmitt þessi tengsl Diljár við lífið, sem heilla hann: Eingin kona fal sólgnari kvenleik í vaxi lenda sinna. Hreyfíngar hennar vóru eins og hreyfíng- ar óumræðileikans. í barmi hennar andaði lífs- aflið sjálft. Djúpt í skauti hennar sváfu aldir og óbornir, aldir, sem biðu vekjarans og þess að mynnast við eilífðina. Barmur hennar var alfull- kominn eins og Guðs handaverk. Móðurmjólk- in, hugsaði hann. Mundi nokkurt afl sterkara en það, sem elur hvítan brjóstmylkínginn? Hann leit á arm sinn, sem hún hafði snöggvast lagt í hlekki, og sá, að án hennar var sköpunarverkið ófyrirsynju. (bls. 403—404) Tvíhyggja Steins Elliða er einkum fólgin í þeirri hugmynd, að annars vegar sé náttúran sem stefni fyrst og síðast að æxlun og frjóvgun, þ.e. að viðhalda kyninu. Náttúran geri manninn eins og hverja aðra skepnu sem fæðist, vex, fjölgar sér og deyr. Hvatalífið stefni í tóma lág- kúru, að láta stjómast af því sé að samsama sjálfan sig hinu jarðneska, efninu, sem er dæmt til að eyðast. Hins vegar eigi maðurinn, ólíkt öðrum lífverum jarðarinnar, kost á að helja sig upp yfir náttúruna, maðurinn eigi æðra tak- mark en það að fjölga sér. Hann hafi hæfileika til að skapa óforgengileg verðmæti á sviði lista og vísinda og í leit sinni að guði. Vitsmunalífið stefnir að því sem er háleitt, sá sem lætur stjórn- ast af því samsamar sig hinu himneska, andan- um, sem varir þótt holdið verði að engu. í Vefaranum kemur fram viðhorf andstætt þessu, einkum í persónu Diljár og hjá sögu- manni. Misræmið sést í afstöðu til kvenna, til ástarinnar, náttúrunnar og lífsins. Þetta viðhorf andstætt tvíhyggju er ákveðin tegund einhyggju. Einhyggja þessi kemur best fram í lífsviðhorfi Diljár. Það sem hún lifir fyrir er ástin til Steins Elliða. I þeirri ást fer hið andlega og hið líkam- lega saman, hvatalífið og vitsmunalífið stillt saman. Ef sjónarmið Steins Elliða ríkti eitt í bókinni væri Diljá auðvitað afgreidd sem sið- laus kona sem leitar bara að dýrinu í mannin- um. En í bókinni er bæði leynt og ljóst reynt að benda á, að Diljá standi nær lífinu, veruleikan- um og hún er tvímælalaust einlægari og sannari en Steinn. Diljá er fyrst og síðast manneskja, það er hið mannlega við hana sem sögumaður hefur svo mikla samúð með að hann tekur alltaf málstað hennar gagnvart Steini. Sjálf segir hún við Stein: „Reyndu að skilja að ég er mann- eskja.“ (bls. 400). 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.