Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 28

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 28
Sögumaður hefur alltaf ýtt undir þetta viðhorf og loks hafa allir fallist á það. Hins vegar má segja að eftir allt sem á undan var gengið, hefði það verið nokkuð máttlaus endir. Með því að bæta við áttundu bók sýnir höfundur fram á afleiðingarnar af sjónarmiði Steins. Það er nefnilega langt frá því að sögumaður vendi sínu kvæði í kross, Steinn gerir það, ekki sögumað- ur. f áttundu bók er sýnt fram á afleiðingar þess að Steinn tekur aftur á sig „ham hins yfirnátt- úrulega skrímslis." Bókinni lýkur með skelf- ingu og dauða. Diljá, þetta mikla tákn lífs og frjósemi, er í lok bókarinnar sannfærð um, að allt sem snerti hana, það deyi. Líf hennar er eyðilagt. Og draumi hennar er lýst þannig, að Steinn hafi séð að „Einginn getur orðið helgur maður, sem stendur í skuld við nokkra manns- sál“. (bls. 491). Væri sögumaður sammála Steini hefði hann líklega látið bókina enda á þessum glæsilegu orðum Steins: „Maðurinn er blekkíng. Farðu og leitaðu Guðs, skapara þíns, því alt er blekk- íng nema hann.“ (bls. 499). Höfundur endar bókina ekki með því að samfagna Steini og full- komnun hans, það er Diljá sem stendur í súlna- röðum Péturskirkjunnar í lok bókarinnar. Og þetta eru hugsanir hennar: Hvað hann er heilagur og ógurlegur í kirkju sjnni, þessi Guð. Kirkja hans er máttugri en lög- mál náttúrunnar og kallar til sín mannssálir að austan og vestan, norðan og sunnan, kallar þær frá öllum homum heims, til þess að rísa gegn eðli hins skapaða og hefja sig úr duftinu upp á við til eilífðarinnar. — Hvað máttu ástir vesæll- ar, skapaðrar konu gegn hinni heilögu kirkju Jesú Krists, sem er máttugri en alt sköpunar- verkið til samans. (bls. 500—501) Hér kemur vel fram um hvað átökin í sögunni snúast. Annars vegar er lögmál náttúrunnar, eðli hins skapaða, ástir vesallar, skapaðrar konu. Hins vegar er kirkjan, heilög og máttug, sem knýr menn upp úr duftinu í átt til eilífðar- innar. Annars vegar er Diljá og ísland, hins veg- ar kirkjan og faðir Alban. Það er engan veginn hægt að segja að tvíhygg- jan sé sjónarmið karla og einhyggja sjónarmið kvenna. Þessi tvö sjónarmið eru tvenns konar viðhorf karla til kvenna og reyndar til alls lífsins um leið. Samkvæmt báðum viðhorfunum eru konur nær lífinu, hlutverk þeirra er fyrst og fremst tengt frjósemi og barnsburði, þær stjóm- ast af einhverju frumstæðu lífsafli og eru dul- magnaðar. Tvíhyggjan er að því leyti lífsfjand- samleg, að hún kennir að menn eigi að forðast hið skapaða, eðli náttúrunnar. Þar sem konan er talin svo nátengd því er hún sérstaklega var- hugaverð karlmanninum og getur aldrei náð þeirri fullkomnun sem eðli hans keppir eftir. Einhyggjan í sögunni sýnir konuna einnig ná- tengda sköpuninni, hún fæðir líf, verndar það og viðheldur. Frá þessu síðarnefnda sjónarmiði eru þessi tengsl konunnar við lífið einmitt það sem gerir hana sterka, heila og sanna. Hún er frumstæð og dulmögnuð og um leið eins konar uppspretta lífsins. Sá grundvallarmunur er í sögunni á þessum tveim viðhorfum til lífsins, að hið fyrra veldur ógæfu, bölvun og dauða, en hefði síðari stefnan fengið að ráða, hefði hún borið í sér von um líf og blessun. V. Lokaorð Eins og þegar hefur komið fram, takast á í sögunni tvö andstæð lífsviðhorf sem birtast einna skýrast í tvenns konar eða tvöfaldri af- stöðu til kvenna. Þessi tvöfeldni kemur fram í afstöðu Steins Elliða til Diljár. Hún er æskuvin- kona hans og trúnaðarvinur. Þau fjarlægjast síð- an hvort annað og þegar þau hittast aftur er hún fullvaxin kona sem hefur greinilega sterk, kyn- ferðisleg áhrif á hann, en um leið sú manneskja sem einu sinni skildi hann best af öllum. Það er því ekki eingöngu hið kynferðislega við Diljá sem Steinn hrífst af. En sú reikula sannfæring hans að skírlífi sé mest allra dyggða, veldur því að hann forðast hana og hatar, því að hún freistar hans. Sú freisting er ekki bara líkamleg, því að hún tengist miklum vangaveltum um lífíð og þátt mannsins og hlutverk í öllu sköp- unarverkinu. Steinn á í harðri baráttu og hrekst milli andstæðra skoðana, eins og fram kemur í misræmi milli orða hans og hugsana, t.d. í sjöundu bók. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.