Mímir - 01.05.1984, Side 29
En tvöfalda afstöðu til kvenna má einnig
greina hjá sögumanni. Hinir hörðu fordómar
Steins gagnvart konum koma að vísu ekki fram
hjá honum. í lýsingu hans á Diljá er að finna
bæði samúð og aðdáun. Hins vegar má lesa það
út úr sögunni að konur eigi sér það eina tak-
mark að verða ástkonur og mæður, þ.e. að full-
nægja frumhvötum og skapa líf. Þær eiga engan
þátt í eilífðarþrá karlmannsins, hjá þeim er ekki
að finna vitsmunaleg viðhorf og leit að „æðri“
tilgangi. Þetta fer á engan hátt á milli mála í
sögunni. Baráttan stendur hins vegar um það,
hvort þessi tengsl konunnar við sköpun og líf
eru góð eða af hinu illa. í báðum tilfellum eru
konur gerðar ákaflega dularfullar og óraunveru-
legar, eins og kom glögglega fram í lýsingunni á
Diljá, þegar hún kom til Steins um nótt.
Að þessu leyti er fróðlegt að bera kvenlýsing-
una í Vefaranum saman við kvenpersónur í
seinni verkum Halldórs Laxness. Það gerir
Hallberg í bók sinni um Vefarann. Eftir saman-
burð við Heimsljós, Sölku Völku, Islands-
klukkuna og Atómstöðina segir hann: „Grund-
vallarviðhorf þessa mikla æskuverks hefur ekki
raskast, þótt mat hans á konunni sé orðið allt
annað en fyrrum“.9 Þetta grundvallarviðhorf
mun vera að líta á konur sem tákn jarðneskrar
tilveru sem felur jafnframt í sér að konan er „í
eðli sínu“ heiðin. Það má vissulega til sanns
vegar færa að svipað viðhorf til kvenna sé að
finna í síðari verkum Halldórs. Þrátt fyrir nýtt
mat á konum, eru kvenpersónur hans alltaf
dularfullar, stundum yfirnáttúrulegar. í Vefar-
anum hvetur Steinn Elliði konur óbeint til að
vera „eitthvað annað og meira en kynferðisvera
og barneignavél" (bls. 180—181), en eins og
margoft hefur komið fram, er það augljóslega
hinsta markmið kvenna, skv. sögunni, að njóta
ásta og ala börn. Eftir að Halldór snerist til sósí-
alisma, gerðist hann hiklaus talsmaður kven-
frelsis og var raunar orðinn það þegar árið 1925
með greininni Drengjakollurinn og íslenska
konan sem birtist í Morgunblaðinu 9. ágúst.
Kvenfrelsisviðhorf hans kemur skýrast fram í
persónu Sölku Völku og Uglu. Þær vilja vera
menn, manneskjur og reyna að brjótast út úr
hinu hefðbundna kvenhlutverki. En um leið er
þeim, eins og öðrum kvenpersónum Laxness,
lýst sem miklum kynverum, í órjúfanlegu sam-
bandi við móður jörð. Ýmsar kvenpersónur
Laxness eru „heiðnar“ í þeim skilningi að þær
eiga rætur langt aftur fyrir siðmenninguna, eru
nátengdar hinum óskiljanlegu, óviðráðanlegu
frumöflum náttúrunnar. Hvergi kemur þetta
betur fram en í persónugerð Úu í Krislnihaldi
undir Jökli. Hún er dulmögnuð og yfirnáttúru-
leg. Hún er lífið sjálft.
Vefarinn mikli frá Kasmír er saga mikilla
átaka. Og það er vissulega óljóst hvernig þess-
um átökum lyktar, eins og Hallberg segir:
Það er auðsætt að þessi innri barátta Steins milli
guðs og heimsins, sem tveggja ósættanlegra afla,
er svo tvísýn, að hverja stund liggur við ósigri
guðs, þótt Steinn leggist sjálfur með öllu afli á þá
sveifína.10
En barátta þessi fer ekki bara fram innra með
Steini Elliða, hún á sér stað í sjálfri framvindu
sögunnar. Og þótt það sé Iátið heita svo, að
munklífshugsjónin sigri í lífi Steins, eru átökin í
sögunni aldrei leidd til lykta. Hvorki lok sjö-
undu bókar né áttundu bókar eru hin rökrétta
lausn sögunnar. í Vefaranum er ekki um neina
endanlega lausn flækjunnar að ræða. Höfundur
kemst ekki að neinni niðurstöðu. Að vísu lýkur
átökunum í lok sjöundu bókar, en ekki endan-
lega. Höfundur er knúinn til að fullkomna hug-
mynd Steins Elliða í verki, gera meinlætahug-
sjón hans að lokaatburði sögunnar. En einnig
þá er auðfundið að hitt viðhorfið er með í
myndinni, „ástir vesallar skapaðrar konu“ eru
honum enn hugstæðar. Hér er því ekki bara um
að ræða tvö andstæð lífsviðhorf sem takast á,
heldur er þeim haldið svo ákaft fram hvoru
gegn öðru, að söguhöfundi tekst ekki sjálfum að
gera upp á milli þeirra. Það hefur verið látið að
því liggja að átökin væru milli tvenns konar
viðhorfa til lífsins, tvíhyggju og einhyggju. Það
9. Peter Hallberg: Vefarínn mikli, II, 1954, bls. 102. I0. sami, bls. 100.
29