Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 30

Mímir - 01.05.1984, Qupperneq 30
er nokkuð ónákvæmt orðalag, þar sem ákaflega margt flokkast undir annaðhvort einhyggju eða tvíhyggju. Að vísu er óhætt að segja að heim- speki Steins og skipting hans á manninum í sál og líkama, hold og anda, sé hrein tvíhyggja, eins og hún birtist alls staðar í vestrænni menningu og má rekja aftur til forngrikkja. Lífsviðhorf sem hafnar þessari tvískiptingu mannsins hlýt- ur að vera einhvers konar einhyggja. í III. kafla var reynt að skýra í hverju þessi einhyggja væri fólgin. Þar kom m.a. fram að hún væri óður til sköpunarverksins, ást á lífinu. í athugun á per- sónulýsingu Diljár kom fram að sí og æ er lögð áhersla á að hún er „mannssál" og „manns- barn“; hið mannlega í fari hennar á samúð söguhöfundar. Það má því segja að einhyggja þessi sé fyrst og fremst mannúðarstefna eða húmanismi. f því felst að maðurinn sjálfur, til- finningar hans og þrár, er metið meira en vits- munalegar kenningar og heimspekikerfi. Þetta kemur m.a. fram í Vefaranum, þegar Steinn fréttir lát móður sinnar og ætlar til að byrja með að láta sem honum komi það alls ekki við. Þá segir sögumaður: „Rödd hjartans er máttugri en heimspekin“ (bls. 255). Og það sannast á því að Steinn kemst ekki undan tilhugsuninni um móður sína og fer suður til Ítalíu að leita að leg- stað hennar. En þessi setning segir líka heilmik- ið um þær andstæður sem birtast í sögunni. Heimspekin getur verið hvaða kenningakerfi sem er. Rödd hjartans er það sem er hreinast og sannast í veru mannsins. Hjartað er jafnan tákn tilfinningalífs og innri vitundar. Eins og áður hefur verið bent á, reyndi Diljá stundum að „hvísla að hjarta“ Steins, þ.e. að höfða til hins góða og sanna í veru hans. Diljá sjálf er sú sem alltaf fylgir rödd hjartans. Með Vefaranum mikla frá Kasmír verða greinileg skil á höfundarferli Halldórs Laxness, eins og hann segir sjálfur: “Vefarinn mikli“ er ekki sorgarleikur einnar mannssálar, heldur eru menningarskil, þar sem tjaldið er dregið niður í „Vefaranum". Þaðan í frá eru ekki annars úrkostir en hefja nýjan leik, — á nýrri jörð, undirnýjum himni." sami,bls. 199. En í Vefaranum sést þegar móta fyrir þeirri stefnu sem hann síðar fylgdi. Það er viðhorf til mannlífsins, sem er sett mjög skemmtilega fram í lokaerindi kvæðisins S.S. Montclare: Mannabörn eru merkileg, mikið fæðast þau smá, en vaxa óðum og fara í ferð og fyllast alskonar þrá; þau verða leið á lestri i bók en lángar aö sofa hjá. Við fótatak þeirra fagna ég þá finn ég hjarta mitt slá.12 Hér kemur fram sú ást á mannlífinu sem birtist öðrum þræði í Vefaranum og hér er einnig talað um hjarta sem slær. Sú hugmynd um manninn og tilveru hans sem í Vefaranum berst við kenningakerfi Steins Elliða þróast áfram í verk- um Halldórs og nær loks fullum blóma í Kristnihaldi undir Jökli. Jón Prímus er algjör andstæða Steins Elliða. Jón hefur sætt sig við „lífið, sköpunina með takmörkunum sínum, með ófullkomleika mannsins, með endalokun- um, dauðanum.“'3 í lok sjöundu bókar er við- horf Steins Elliða mjög í ætt við það lífsviðhorf sem fram kemur í Kristnihaldinu, en Steinn nær ekki fullum sáttum við það og getur ekki heils hugar sagt eins og Jón Prímus: „Eg tek það gilt“. í eftirmáia að annarri útgáfu Vefarans, 1948, segir Halldór sjálfur að sagan fjalli um hrá- skinnsleik milli „hins skapaða og óskap- aða .. . ástar til sköpunarverksins annarsvegar og haturs á því hinsvegar.“ Hann segir einnig að niðurstaða verksins hljóti að vera þessi: „Krist- inn dómur er og verður óvinur jarðnesks lífs og mannlegs eðlis svo sem honum var ætlað frá upphafi.“ Það er að mínu mati rangt að draga þessa ályktun af Vefaranum. í fyrsta lagi er það vafamál hvað meinlætahugsjón Steins Elliða á mikið skylt við kristna trú. Hann talar t.d. um 12 Halldór Laxness: Kvæðakver, 1930. I3. Vésteinn Ólason: „Ég tek það gilt“, Afmœlisrit Stein- gríms J. Þorsteinssonar, 1971, bls. 210. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.