Mímir - 01.05.1984, Page 33

Mímir - 01.05.1984, Page 33
Friörik Magnússon EIN LÍTIL BEYGINGARENDING1 1.Inngangur Hér er ekki ætlunin að fjalla unr nema eina einustu endingu í öllu íslenska beygingakerfinu, þ.e. í þgf. et. sterkra karlkynsorða. Við fyrstu sýn kann það að virðast heldur rýrt viðfangsefni en við nánari athugun kemur í Ijós að svo er ekki. Þessi ending hefur nefnilega viljað vefjast fyrir mönnum og þegar í fornmáli mun það hafa verið nokkuð á reiki hvort sterk karlkyns- orð enduðu á -i eða voru endingarlaus í þgf. et. Þessi óregla er síðan orðin svo mögnuð í nú- tímamáli að þegar Valtýr Guðmundsson (1922) skipar sterkum karlkynsorðum í flokka, sér hann þann kost vænstan að sýna með fjölmörg- um dæmum hvaða orð enda alltaf á -i í þgf. et., hver eru alltaf endingarlaus, hver eru ýmist endingarlaus eða enda á -i o.s.frv. Nú er það fremur ólíklegt að menn skeyti þgf.-endingunni -i aftan við stofn í sterkum karlkynsorðum af algeru handahófi en öllu líklegra að farið sé eftir einhverjum (ómeðvit- uðum) reglum. En hvernig skyldu þær reglur Iíta út? Því hafa menn átt í erfiðleikum með að átta sig á: „The -i of the dat Sg is often missing and it is very difficult to formulate exhaustive rules for this“ (Jón Friðjónsson 1978:299). Hér verður samt reynt að komast að því hvað valdi því að sum sterk karlkynsorð eru endingarlaus í 1. Greinarkorn þetta á ætt sína að rekja til B.A.-ritgerðar minnar Þágufall eintölu sterkra karlkynsorða í íslensku og er mestallt efni þess að finna þar. Ritgerðin var skrifuð undir handieiðslu Höskuldar Þráinssonar prófessors og kann ég honum bestu þakkir fyrir veitta aðstoð. þgf. et. en önnur enda á -i, þ.e. hvaða reglur séu þarna að verki. Niðurröðun efnisins er senr hér segir: í öðrum kafla er rifjað upp hvernig ástandið var í þessum málum til forna eins og það þirtist í handbókum um fommálið. I þriðja kafla er greint frá áðurnefndri flokkun Valtýs Guð- mundssonar. I fjórða kafla er vikið að hefð- bundinni beygingarflokkun og öðrum leiðum til að lýsa beygingu orða. í fimmta kafla er reynt að lýsa þgf. et. sterkra karlkynsorða í ís- lensku nútímamáli á grundvelli þess sem fram kemur í þriðja og fjórða kafla. I sjötta kafla eru svo dregnarsaman helstu niðurstöður. 2. Þágufallið í fornmáli Samkvæmt handbókum er hægt að skipta sterkum karlkynsorðum fornmáls í þrjá aðal- flokka eftir stofnviðskeytum þeirra í frumnor- rænu þótt viðskeyti þessi hafi í flestum tilfellum verið fallin brott í fornmáli: a-stofnar (*armaR > armr), /-stofnar {-gastiR > gestr) og w-stofnar (*sunuR > sonr). Reglan mun hafa verið sú að a-stofna orð enduðu yfirleitt á -i í þgf. et., t.d. armi, báti, hamri, en þegar í fornmáli hefur verið eitthvað um það að endingin félli brott: „Dat. sg. ist nicht selten endungslos (wie bei den z'-stám- men), z.b. Aune(e), dóm(e), eld(e), Grím(e) ... Regen (so immer), skóg(e), smiþ(e), varg(e), veg(e), ver(e), Þór(e) . . . Sehr selten kommt dies in alter zeit ... bei den wörtern auf -ingr, -ongr vor“ (Noreen 1970:251). 33

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.