Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 34

Mímir - 01.05.1984, Blaðsíða 34
Hins vegar voru /-stofna orð yfirleitt ending- arlaus í þgf. et., t.d. sauð, al, stað, vegg, en „Liksom ganske mange har fátt a-stammenes gen. sg. endelse -5, kan noen /-stammer ogsá ha dat. sg. pá -/“ (Iversen 1973:58), t.d. feldijundi, muni, sulti og gesti. í fornmáli gátu þannig nokkur /-stofna orð haft endinguna -/ í þgf. et. rétt eins og nokkur a-stofna orð gátu verið end- ingarlaus. /7-stofna orð munu yfirleitt hafa haft ending- una -/ í þgf. et., t.d. velli, firði, fagnaði og dtpgurði. Frá þessari reglu munu þó alltaf hafa verið einverjar undantekningar: „Ein Dat. Sg. kigl .. . vpncl .. . findet sich schon vorlitera- risch bei einigen Wörtern“ (Heusler 1967:69). Það er því Ijóst að þegar í fornmáli hefur það verið nokkuð á reiki hvort sterk karlkynsorð enduðu á -/ eða voru endingarlaus í þgf. et. Vík- ur nú sögunni til nútímamáls. er fjöldi þeirra dæma sem hann tiltekur og flokkun þeirra innan áðurnefndra undirflokka. Þannig flokkar hann sterk karlkynsorð eftir því hvort þau eru „Udelukkende (eller overvej- ende) med -/ i D. Sg.“, „Udelukkende (eller overvejende) uden -/ i D. Sg.“, „Med -/ i D. Sg.“, „Uden Endelse i D. Sg.“, „Hyppigst uden (men undertiden med) -/ i D. Sg.“, „hyppigst med -/ i D. Sg.“ eða „Dels uden, dels med -/ i D. Sg.“(VaItýr Guðmundsson 1922:48 — 61). Lít- um nú á hvað Valtýr hefur að segja um þgf. et. í hverjum flokki fyrir sig. Um orð í fyrsta flokki segir: „Dat. Sing. ender som Hovedregel paa -/, men dette kan dog lige- saa ofte bortfalde (navnlig naar den bestemte Artikel fojes til Ordet) og i mange Tilfælde bortfalder det altid“(Valtýr Guðmundsson 1922:46). Samkvæmt talningu í kemur í ljós að ansi algengt er að orð í fyrsta flokki Valtýs séu endingarlaus í þgf. et.: 3. Flokkun Valtýs Guðmundssonar I bók sinni Islandsk Grammatik skiptir Val- týr Guðmundsson (1922) sterkum karlkynsorð- um 1 þrjá aðalflokka sem samsvara að miklu leyti a-, i-og w-stofnum fornmálsins: Til fyrsta flokks teljast sterk karlkynsorð sem enda á -s í ef. et. og -ar í nf. ft., t.d. hestur, armur, mór, stóll, himinn, akur og Iceknir, þ.e. gömlu a-stofna orðin. í öðrum flokki eru orð sem enda á -5 (eða -ar) 1 ef. et. og -ir í nf. ft„ t.d. smiður, dalur og bekkur, þ.e. gömlu /-stofna orðin. Til þriðja flokks teljast svo orð sem enda á -ar í ef. et. og -ir í nf. ft„ t.d. fatnaður, söfnuður, költur, fjörður og háttur, þ.e. gömlu w-stofna orðin auk þess sem nokkur orð sem í fommáli tilheyrðu /- og jafnvel a-stofnum hafa slæðst með í þennan flokk, t.d. feldur og vegur. Þessum þremur aðalflokkum skiptir Valtýr síðan í undirflokka eftir hefðbundnum leiðum, t.d. eftir því hvernig ending nf. et. lítur út (-ur, -r, -/, -n eða -0), hvort orðin fá w-hljóðvarp í þgf. ft„ hvort þau verða fyrir brottfalli þegar beygingarending sem hefst á sérhljóði bætist við stofninn o.fl. Það sem er merkilegast við umíjöllun Valtýs Tafla 1 Ending alltaf eða oftast -0 ýmist -0 eða -/ alltaf-/ Alls Fjöldi 156 = 38,4% 18 = 4,4% 232 = 57,2% 406 = 100% Hér á eftir koma svo nokkur dæmi frá Valtý um orð í fyrsta flokki sem: a) alltaf eða oftast eru endingarlaus, b) eru ýmist endingarlaus eða enda á -/ og c) enda alltaf á -/ þgf. et.:2 (1) a dvergur, hringur, söngur, Benedikt, Þor- gils, bor, fíll, lás, bikar, Axel, bjór, læknir, mælir, Þórir, mór, skór, Týr b flokkur, ilmur, pungur, bátur, geimur, hnífur, trúður, þjófur c álfur, botn, sandur, Jóhann, búningur, himinn, ketill, hamar, róður, Ólafur, Ein- ar, Jón, Páll, Eiríkur, steinn, dagur 2. í B.A.-ritgerð minni (1983) eru gerðar ýmsar athuga- semdir við flokkun einstakra dæma hjá Valtý en rúmsins vegna verður að sleppa þeim hér. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.