Mímir - 01.05.1984, Síða 35
Um orð af öðrum flokki segir: „D. sg. er
overvejende uden Endelse“ (Valtýr Guð-
mundsson 1922:55) og við talningu kemur í ljós
að algengast er að orð í þessum flokki séu end-
ingarlaus:
Tafla 2
Ending Fjöldi
alltaf-0 130 = 90,3%
alltafeða oftast-/ 14= 9,7%
AMs 144 = 100%
Eftirfarandi eru dæmi í öðrum flokki Valtýs
sem: a) eru alltaf endingarlaus og b) enda alltaf
eða oftast á -/ í þgf. et.:
(2) a bekkur, drengur, belgur, vængur, drykk-
ur, hryggur, smiður, bolur, búkur, glæp-
ur, skítur, grís, ljár, blær, Freyr, bær
b gestur, kvistur, sprettur, auður, seiður,
sjóður, guð
Við talningu í þriðja flokki Valtýs kemur
hins vegar í ljós að þar endar meirihluti orð-
anna alltaf á -/ í þgf. et.:
Tafla 3
Ending
alltaf-0
ýmist -0 eða -/
alltaf-/
Alls
Fjöldi
23 = 19,0%
14 = 11,6%
84 = 69,4%
121 = 100%
Úr þessum flokki eru eftirfarandi dæmi um orð
sem: a) alltaf eru endingarlaus , b) eru ýmist
endingarlaus eða enda á -/ og c) enda alltaf á -/ í
þgf. et.:
(3) a litur, grunur, kliður, limur, munur, reit-
ur, siður, skutur, snúður, þulur, matur,
spölur
b liður, trúður, tugur, viður, vinur, kökkur,
mökkur, kjölur
c feldur, fundur, réttur, skurður, friður,
börkur, köttur, öm, Hjörtur, fjörður,
dráttur, þáttur, fatnaður, mánuður, þráð-
ur
Eins og þetta er sett upp hjá Valtý virðist það
vera algerlega tilviljunum háð hvaða orð enda á
-/ og hver eru endingarlaus. Hann þarf að taka
það fram, í flestum undirflokkunum, hvernig
sérhvert orð er í þgf. et. En er endingin í þgf. et.
sterkra karlkynsorða algerlega ófyrirsegjanleg?
Er hugsanlega hægt að gera grein fyrir því á
einhvern hátt hvaða sterk karlkynsorð enda á -/
í þgf. et. og hver eru endingarlaus? Hér á eftir
verður reynt að svara þessum spurningum en
fyrst er nauðsynlegt að víkja að hefðbundinni
beygingarflokkun og öðrum leiðum til að lýsa
beygingu orða.
4. Hefðbundin beygingarflokkun og
aðrar leiðir til að lýsa beygingu orða
I öðrum kafla hér að framan var þess getið að
samkvæmt handbókum væri hægt að „skipta
sterkum karlkynsorðum fornmáls í þrjá aðal-
flokka eftir stofnviðskeytum þeirra í frumnor-
rænu“. í þriðja kafla var svo vikið að þgf. et.
sterkra karlkynsorða út frá flokkun Valtýs Guð-
mundssonar en henni svipar mjög til hinnar
hefðbundnu skiptingar fornmálshandbókanna
þótt Valtýr miði ekki við stofnendingar í frum-
norrænu heldur við „kenniföllin“ ef. et. og nf.
ft. Þessi hefðbundna flokkun, þar sem nafnorð-
um er skipt eftir því hvernig endingar þessara
falla eru, og notuð hefur verið í fjölmörgum
kennslubókum í íslenskri málfræði, er síður en
svo gallalaus. Astæða þess að áðurnefnd tvö föll
eru notuð til viðmiðunar en ekki einhver önn-
ur, er sú að þau eru ekki fyrirsegjanleg út frá
stofninum (eða nefnifalli eintölu) en þar sem
tvær endingar koma til greina í hvoru falli þá
verða flokkamir fjórir:
35